Dai Phat Trading ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað hrísgrjónaolíu vegna aðskotaefna (Glycidyl ester) í vörunni. Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: Rizi
- Vöruheiti: Reisöl
- Strikanúmer: 8850345950490
- Best fyrir: 09.03.2021
- Nettómagn: 500 ml
- Framleiðsluland: Thailand
- Innflytjandi: Dai Phat Trading ehf, Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
- Dreifing: Dai Phat Trading ehf, Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.