Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júlí 2020 22:28 Sigurlína Tryggvadóttir, landfræðingur og bóndi í Svartárkoti, stýrir verkefninu. Bárðardalur sést fyrir aftan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við fundum þau í Bárðardal á lítt grónum melum. Bændurnir á Halldórsstöðum voru að koma heyrúllum fyrir á hentugum stað efst í brekku, þar tóku ungmenni við þeim og ristu utan af þeim plastið. Okkur var sagt að sumar rúllurnar væru 20-30 ára gamlar. „Þetta er uppgræðsluverkefni þar sem verið að dreifa gömlum heyrúllum, sem eru ónýtar. Þannig að það er ekki verið að gefa þær og þær verða notaðar við uppræðslu,“ sagði verkefnisstjórinn Sigurlína Tryggvadóttir, landfræðingur og bóndi í Svartárkoti. Plastið rifið utan af heyrúllunum áður en heyinu er dreift um svæðið.Stð 2/Arnar Halldórsson. Við sáum hvernig hópurinn nýtti sér þyngdaraflið til að rúlla heyrúllunum undan brekku og dreifa heyinu þannig um svæðið. „Þetta er tvíþætt. Þú losnar svona við þessa afganga og getur gengið frá þessu plasti. Síðan notar þú heyið við uppgræðslu, sem annars væri ónýtt. Það er ekkert hægt að nýta það á annan hátt.“ Þetta er samstarfsverkefni Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps með stuðningi Landgræðslunnar. Sigurlína segir það hafa sprottið upp af grasrótarstarfi í Bárðardal. „Þar sem tveir bændur fengu þessa hugmynd að telja gamlar heyfyrningar, rúllur, og komust að því að þetta væru um það bil 900 rúllur.“ En hugmyndin var líka sú að skapa atvinnu fyrir ungmenni í sveitinni eftir að störfum sem þau annars hefðu sinnt í ferðaþjónustu fækkaði vegna covid. „Það eru nokkrir krakkar, eða fjórir krakkar, að vinna við þetta,“ segir Sigurlína. Bændur sjá um að flytja heyrúllurnar á uppgræðslusvæðið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur koma einnig að þessu með því að leggja til heyrúllur og dráttarvélar og hjálpa til við að flytja rúllurnar. „Þannig að þetta er stórt samvinnuverkefni.“ Gamla heyið er auðvitað ekkert annað en lífrænn áburður og kjörið landgræðsluefni, að mati Bárðdælinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við fundum þau í Bárðardal á lítt grónum melum. Bændurnir á Halldórsstöðum voru að koma heyrúllum fyrir á hentugum stað efst í brekku, þar tóku ungmenni við þeim og ristu utan af þeim plastið. Okkur var sagt að sumar rúllurnar væru 20-30 ára gamlar. „Þetta er uppgræðsluverkefni þar sem verið að dreifa gömlum heyrúllum, sem eru ónýtar. Þannig að það er ekki verið að gefa þær og þær verða notaðar við uppræðslu,“ sagði verkefnisstjórinn Sigurlína Tryggvadóttir, landfræðingur og bóndi í Svartárkoti. Plastið rifið utan af heyrúllunum áður en heyinu er dreift um svæðið.Stð 2/Arnar Halldórsson. Við sáum hvernig hópurinn nýtti sér þyngdaraflið til að rúlla heyrúllunum undan brekku og dreifa heyinu þannig um svæðið. „Þetta er tvíþætt. Þú losnar svona við þessa afganga og getur gengið frá þessu plasti. Síðan notar þú heyið við uppgræðslu, sem annars væri ónýtt. Það er ekkert hægt að nýta það á annan hátt.“ Þetta er samstarfsverkefni Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps með stuðningi Landgræðslunnar. Sigurlína segir það hafa sprottið upp af grasrótarstarfi í Bárðardal. „Þar sem tveir bændur fengu þessa hugmynd að telja gamlar heyfyrningar, rúllur, og komust að því að þetta væru um það bil 900 rúllur.“ En hugmyndin var líka sú að skapa atvinnu fyrir ungmenni í sveitinni eftir að störfum sem þau annars hefðu sinnt í ferðaþjónustu fækkaði vegna covid. „Það eru nokkrir krakkar, eða fjórir krakkar, að vinna við þetta,“ segir Sigurlína. Bændur sjá um að flytja heyrúllurnar á uppgræðslusvæðið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur koma einnig að þessu með því að leggja til heyrúllur og dráttarvélar og hjálpa til við að flytja rúllurnar. „Þannig að þetta er stórt samvinnuverkefni.“ Gamla heyið er auðvitað ekkert annað en lífrænn áburður og kjörið landgræðsluefni, að mati Bárðdælinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira