Innlent

Er­lendur ferða­maður í ein­angrun á Akur­eyri

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn er nú í einangrun á Akureyri og fjölskylda hans er í sóttkví
Maðurinn er nú í einangrun á Akureyri og fjölskylda hans er í sóttkví Vísir/Vilhelm

Erlendur ferðamaður greindist með kórónuveiruna á Akureyri í gær. Hann var á ferðalagi með fjölskyldu sinni um norðurlandið og er í einangrun á Akureyri en fjölskyldan hans er nú í sóttkví.

Engar frekari upplýsingar eru til staðar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra um ferðir mannsins.

Lögreglan ítrekar fyrir fólki að halda uppi virkum smitvörnum, þvo og spritta hendur, halda tveggja metra fjarlægð og forðast mannmergð.


Tengdar fréttir

Bjartsýnn varðandi þróun bóluefnis

Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist mátulega bjartsýnn á að bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, muni líta dagsins ljós á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×