Handtóku ungling vegna árásar á vinsæla Twitter-aðganga Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2020 20:00 Twitter-síður voru vettvangur tilraunar til fjársvika. Getty/SOPA Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótnum voru hjónin Kanye West og Kim Kardashian, Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandinn Joe Biden. Tíst voru send út í nafni þessara einstaklinga þar sem fylgjendur þeirra voru beðnir um að senda greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Áður var greint frá því að um fjögur hundruð slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120 þúsund dollara, sem samsvarar tæplega 17 milljónum íslenskra króna. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að saksóknari í Hillsborough hafi lagt fram þrjátíu ákæruliði á hendur unglingsins, til að mynda fyrir skipulögð svik og notkun á persónuupplýsingum í sviksamlegum tilgangi. „Þessir glæpir voru framdir með því að nota nöfn frægra einstaklinga, en þau eru ekki aðalfórnarlömbin hérna,“ segir Andrew Warren saksóknari um málið. Hann segir árásina hafa verið til þess fallna að stela fjármunum af venjulegum Bandaríkjamönnum víðs vegar um Bandaríkin. Málið hefur einnig endað á borði alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum sem rannsakaði málið. Færslurnar sem voru sendar út voru á þann veg að fólk var beðið um að senda ákveðna upphæð í rafmynt og sú upphæð yrði tvöfölduð og millifærð til baka. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, sagðist vera miður sín yfir því sem gerðist og lofaði því að fyrirtækið myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að slíkt kæmi fyrir aftur. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótnum voru hjónin Kanye West og Kim Kardashian, Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandinn Joe Biden. Tíst voru send út í nafni þessara einstaklinga þar sem fylgjendur þeirra voru beðnir um að senda greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Áður var greint frá því að um fjögur hundruð slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120 þúsund dollara, sem samsvarar tæplega 17 milljónum íslenskra króna. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að saksóknari í Hillsborough hafi lagt fram þrjátíu ákæruliði á hendur unglingsins, til að mynda fyrir skipulögð svik og notkun á persónuupplýsingum í sviksamlegum tilgangi. „Þessir glæpir voru framdir með því að nota nöfn frægra einstaklinga, en þau eru ekki aðalfórnarlömbin hérna,“ segir Andrew Warren saksóknari um málið. Hann segir árásina hafa verið til þess fallna að stela fjármunum af venjulegum Bandaríkjamönnum víðs vegar um Bandaríkin. Málið hefur einnig endað á borði alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum sem rannsakaði málið. Færslurnar sem voru sendar út voru á þann veg að fólk var beðið um að senda ákveðna upphæð í rafmynt og sú upphæð yrði tvöfölduð og millifærð til baka. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, sagðist vera miður sín yfir því sem gerðist og lofaði því að fyrirtækið myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að slíkt kæmi fyrir aftur.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53
FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49