Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2020 12:23 Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa. vísir/einar Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum. Engum sé um að kenna að smituðum fjölgi nú á ný, hvorki ferðamönnum né hælisleitendum en enginn hefur greinst í síðarnefnda hópnum. Fjögur farsóttarhús eru í landinu. Tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík, eitt á Akureyri og annað á Egilsstöðum. Samanlagt dvelja þar á fjórða tug Íslendinga og útlendinga í einangrun og sóttkví, langflest í Reykjavík en ein fjölskylda er í farsóttarhúsinu á Akureyri eftir að einn fjölskyldumeðlima greindist með veiruna þar í gær. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segir að risið í faraldrinum síðustu daga á Íslandi sé ekki ferðamönnum eða flóttamönnum að kenna. Borið hefur á gagnrýni í garð ferðaþjónustunnar síðustu daga, til að mynda úr röðum tónlistarfólks, og henni kennt um fjölgun smita að undanförnu. Gylfi Þór segir engan vera sökudólg í þessum efnum, hvað þá þau sem að endingu leita í farsóttarhúsin. „Ekki frekar en þeir Íslendingar sem smitast. Þetta er veira sem við erum að kljást við og hún fer ekki í manngreiningarálit,“ segir Gylfi Þór. „Hún getur sest í okkur öll og við verðum að hætta að benda hvort á annað, hætta að leita að sökudólgum og standa frekar saman í því að sigrast á henni.“ Þannig að fólk ætti að láta af gagnrýni sinni á þá ferðamenn sem hingað koma? „Já, við náum þeim ferðamönnum sem koma til landsins á landamærunum. Ef þeir eru sýktir þá koma þeir hingað [í farsóttarhús]. Ef ég man þetta rétt þá hefur aðeins einn ferðamaður, líklega sá sem er á Akureyri, fengið neikvætt í fyrri skimun en smitast svo. Hann getur allt eins hafa smitast af Íslendingi.“ Gylfi Þór segir þjóðerni því ekki skipta máli í baráttunni við faraldurinn. „Sem dæmi hefur enginn þeirra hælisleitenda sem komið hefur til landsins verið smitaður,“ segir Gylfi. „Þannig að við getum ekki bara verið að benda út í loftið.“ Gylfi sendi frá sér pistil um sama efni í gærkvöldi. Hann má lesa hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Boðað til upplýsingafundar í dag Fulltrúar landlæknis og almannavarna boða til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 14:00 í dag. Nýjar og hertar sóttvarnareglur tóku gildi í gær eftir nýlega fjölgun nýrra smita. 1. ágúst 2020 11:12 Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06 Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum. Engum sé um að kenna að smituðum fjölgi nú á ný, hvorki ferðamönnum né hælisleitendum en enginn hefur greinst í síðarnefnda hópnum. Fjögur farsóttarhús eru í landinu. Tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík, eitt á Akureyri og annað á Egilsstöðum. Samanlagt dvelja þar á fjórða tug Íslendinga og útlendinga í einangrun og sóttkví, langflest í Reykjavík en ein fjölskylda er í farsóttarhúsinu á Akureyri eftir að einn fjölskyldumeðlima greindist með veiruna þar í gær. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segir að risið í faraldrinum síðustu daga á Íslandi sé ekki ferðamönnum eða flóttamönnum að kenna. Borið hefur á gagnrýni í garð ferðaþjónustunnar síðustu daga, til að mynda úr röðum tónlistarfólks, og henni kennt um fjölgun smita að undanförnu. Gylfi Þór segir engan vera sökudólg í þessum efnum, hvað þá þau sem að endingu leita í farsóttarhúsin. „Ekki frekar en þeir Íslendingar sem smitast. Þetta er veira sem við erum að kljást við og hún fer ekki í manngreiningarálit,“ segir Gylfi Þór. „Hún getur sest í okkur öll og við verðum að hætta að benda hvort á annað, hætta að leita að sökudólgum og standa frekar saman í því að sigrast á henni.“ Þannig að fólk ætti að láta af gagnrýni sinni á þá ferðamenn sem hingað koma? „Já, við náum þeim ferðamönnum sem koma til landsins á landamærunum. Ef þeir eru sýktir þá koma þeir hingað [í farsóttarhús]. Ef ég man þetta rétt þá hefur aðeins einn ferðamaður, líklega sá sem er á Akureyri, fengið neikvætt í fyrri skimun en smitast svo. Hann getur allt eins hafa smitast af Íslendingi.“ Gylfi Þór segir þjóðerni því ekki skipta máli í baráttunni við faraldurinn. „Sem dæmi hefur enginn þeirra hælisleitenda sem komið hefur til landsins verið smitaður,“ segir Gylfi. „Þannig að við getum ekki bara verið að benda út í loftið.“ Gylfi sendi frá sér pistil um sama efni í gærkvöldi. Hann má lesa hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Boðað til upplýsingafundar í dag Fulltrúar landlæknis og almannavarna boða til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 14:00 í dag. Nýjar og hertar sóttvarnareglur tóku gildi í gær eftir nýlega fjölgun nýrra smita. 1. ágúst 2020 11:12 Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06 Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Boðað til upplýsingafundar í dag Fulltrúar landlæknis og almannavarna boða til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 14:00 í dag. Nýjar og hertar sóttvarnareglur tóku gildi í gær eftir nýlega fjölgun nýrra smita. 1. ágúst 2020 11:12
Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05
Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06
Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05