Í lífshættu eftir að hafa smakkað íslenskan orkudrykk Elísabet Inga Sigurðardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. ágúst 2020 19:24 Brynja fékk alvarlegt ofnæmiskast eftir að hafa tekið sopa af drykknum. Vísir/Aðsend Kona með fiskiofnæmi var í lífshættu eftir að hafa innbyrt einn sopa af orkudrykk. Hún vill betri merkingar á ofnæmisvöldum í matvælum. Brynja Guðmundsdóttir er með bráðaofnæmi fyrir fiski. Fyrir rúmum tveimur vikum var henni boðinn orkudrykkurinn Collab og eftir að hafa litið á texta framan á drykknum tók hún sopa. Fann hún strax að ekki var allt með felldu. Munnur og varir bólgnuðu upp, hún hneig niður og missti sjónina í um tuttugu mínútur en Brynja var í lífshættu vegna ofnæmisins. „Áður en ég fékk mér sopann þá leit ég bara framan á dósina og sá að þetta var orkudrykkur. Ég hélt að það væri í góðu en það var ekki fyrr en eftir að ég tók sopann og fann að það var eitthvað að sem ég leit á innihaldslýsinguna og sá að það var fiskur í þessu,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Ofnæmi Brynju er alvarlegt og þarf hún því alltaf að vera mjög meðvituð um það sem hún innbyrðir. Hana óraði þó ekki fyrir því að það gæti verið fiskur í orkudrykk. „Ég veit að það getur oft einhver matur innihaldið fisk en út af því að umbúðirnar eru þannig að mér finnst þær ekki skýrar. Þær eru villandi þegar ég horfi framan á þær,“ segir Brynja. Samkvæmt leiðbeiningum MAST þurfa ofnæmisvaldar að koma fram með skýrum hætti á matvælum. Á umbúðum drykkjarins stendur að varan sé unnin úr fiski en Brynja vill að lengra sé gengið í merkingum fremst á drykknum. Brynja telur að merkingum er lúta að ofnæmisvöldum í matvörum sé ábótavant.Vísir „Mér finnst að það ætti að koma fram með stórum stöfum að þetta sé fiskikollagen eða kollagen sem er unnið úr fiskiroði.“ Á dögunum sendi Brynja Ölgerðinni og MAST erindi vegna þessa og vonast hún til að merkingum verði breytt. „Ég var mjög hrædd um líf mitt. Ég hef fengið köst áður sem voru alvarleg en ekki eins alvarleg og þetta,“ segir Brynja. Neytendur Orkudrykkir Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Kona með fiskiofnæmi var í lífshættu eftir að hafa innbyrt einn sopa af orkudrykk. Hún vill betri merkingar á ofnæmisvöldum í matvælum. Brynja Guðmundsdóttir er með bráðaofnæmi fyrir fiski. Fyrir rúmum tveimur vikum var henni boðinn orkudrykkurinn Collab og eftir að hafa litið á texta framan á drykknum tók hún sopa. Fann hún strax að ekki var allt með felldu. Munnur og varir bólgnuðu upp, hún hneig niður og missti sjónina í um tuttugu mínútur en Brynja var í lífshættu vegna ofnæmisins. „Áður en ég fékk mér sopann þá leit ég bara framan á dósina og sá að þetta var orkudrykkur. Ég hélt að það væri í góðu en það var ekki fyrr en eftir að ég tók sopann og fann að það var eitthvað að sem ég leit á innihaldslýsinguna og sá að það var fiskur í þessu,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Ofnæmi Brynju er alvarlegt og þarf hún því alltaf að vera mjög meðvituð um það sem hún innbyrðir. Hana óraði þó ekki fyrir því að það gæti verið fiskur í orkudrykk. „Ég veit að það getur oft einhver matur innihaldið fisk en út af því að umbúðirnar eru þannig að mér finnst þær ekki skýrar. Þær eru villandi þegar ég horfi framan á þær,“ segir Brynja. Samkvæmt leiðbeiningum MAST þurfa ofnæmisvaldar að koma fram með skýrum hætti á matvælum. Á umbúðum drykkjarins stendur að varan sé unnin úr fiski en Brynja vill að lengra sé gengið í merkingum fremst á drykknum. Brynja telur að merkingum er lúta að ofnæmisvöldum í matvörum sé ábótavant.Vísir „Mér finnst að það ætti að koma fram með stórum stöfum að þetta sé fiskikollagen eða kollagen sem er unnið úr fiskiroði.“ Á dögunum sendi Brynja Ölgerðinni og MAST erindi vegna þessa og vonast hún til að merkingum verði breytt. „Ég var mjög hrædd um líf mitt. Ég hef fengið köst áður sem voru alvarleg en ekki eins alvarleg og þetta,“ segir Brynja.
Neytendur Orkudrykkir Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira