Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2020 22:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. Þá kvað þingmaðurinn ólíklegt að Trump léti þegjandi og hljóðalaust af embætti, ef svo færi að hann næði ekki endurkjöri í forsetakosningum í nóvember. „Ég held ekki að Donald Trump sé á förum úr Hvíta húsinu,“ sagði Jim Clyburn, demókrati og þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í viðtali í sjónvarpsþættinum State of the Union á CNN í dag. Andstæðingar Trumps, sem og flokksbræður, hafa brugðist ókvæða við eftir að hann ýjaði að því fyrir helgi að forsetakosningunum í nóvember yrði frestað. Trump hefur ekki völd til þess að fresta kosningunum. Fulltrúardeildarþingmaðurinn Jim Clyburn.Vísir/getty „Hann hyggur ekki á sanngjarnar og fjötralausar kosningar,“ sagði Clyburn. Hann teldi að Trump myndi reyna allt sem í sínu valdi stæði til að halda sér í embætti biði hann ósigur í kosningunum. Þá vék Clyburn að ummælum um Trump sem hann lét falla í viðtali við PBS-sjónvarpsstöðina á föstudag. Þar líkti Clyburn þeim síðarnefnda við Adolf Hitler. Í viðtalinu við CNN í dag sagði Clyburn að Trump væri þó líkari öðrum einræðisherra, áðurnefndum Mussolini, en Hitler. Þá líkti Clyburn loks Vladímír Pútín Rússlandsforseta við Hitler. Trump bar því fyrir sig á fimmtudag að forsetakosningarnar í nóvember yrðu litaðar stórfelldu kosningasvindli, þar sem yfirvöld fjölda ríkja vilja leyfa íbúum að greiða póstatkvæði vegna faraldurs kórónuveiru. Þess vegna yrði þeim mögulega frestað. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lykilvitni í rannsókn á Trump segir aðfarir hans minna á Sovétríkin Hefndaraðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseta gegn andófsfólki minna á aðfarir Sovétríkjanna sálugu, að mati fyrrverandi undirofursta í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Trump í fyrra. 2. ágúst 2020 11:26 Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Trump ýjar að því að kosningum verði frestað Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum. 30. júlí 2020 13:19 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. Þá kvað þingmaðurinn ólíklegt að Trump léti þegjandi og hljóðalaust af embætti, ef svo færi að hann næði ekki endurkjöri í forsetakosningum í nóvember. „Ég held ekki að Donald Trump sé á förum úr Hvíta húsinu,“ sagði Jim Clyburn, demókrati og þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í viðtali í sjónvarpsþættinum State of the Union á CNN í dag. Andstæðingar Trumps, sem og flokksbræður, hafa brugðist ókvæða við eftir að hann ýjaði að því fyrir helgi að forsetakosningunum í nóvember yrði frestað. Trump hefur ekki völd til þess að fresta kosningunum. Fulltrúardeildarþingmaðurinn Jim Clyburn.Vísir/getty „Hann hyggur ekki á sanngjarnar og fjötralausar kosningar,“ sagði Clyburn. Hann teldi að Trump myndi reyna allt sem í sínu valdi stæði til að halda sér í embætti biði hann ósigur í kosningunum. Þá vék Clyburn að ummælum um Trump sem hann lét falla í viðtali við PBS-sjónvarpsstöðina á föstudag. Þar líkti Clyburn þeim síðarnefnda við Adolf Hitler. Í viðtalinu við CNN í dag sagði Clyburn að Trump væri þó líkari öðrum einræðisherra, áðurnefndum Mussolini, en Hitler. Þá líkti Clyburn loks Vladímír Pútín Rússlandsforseta við Hitler. Trump bar því fyrir sig á fimmtudag að forsetakosningarnar í nóvember yrðu litaðar stórfelldu kosningasvindli, þar sem yfirvöld fjölda ríkja vilja leyfa íbúum að greiða póstatkvæði vegna faraldurs kórónuveiru. Þess vegna yrði þeim mögulega frestað.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lykilvitni í rannsókn á Trump segir aðfarir hans minna á Sovétríkin Hefndaraðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseta gegn andófsfólki minna á aðfarir Sovétríkjanna sálugu, að mati fyrrverandi undirofursta í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Trump í fyrra. 2. ágúst 2020 11:26 Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Trump ýjar að því að kosningum verði frestað Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum. 30. júlí 2020 13:19 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Lykilvitni í rannsókn á Trump segir aðfarir hans minna á Sovétríkin Hefndaraðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseta gegn andófsfólki minna á aðfarir Sovétríkjanna sálugu, að mati fyrrverandi undirofursta í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Trump í fyrra. 2. ágúst 2020 11:26
Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27
Trump ýjar að því að kosningum verði frestað Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum. 30. júlí 2020 13:19