Hamingjusamt fólk þénar meira en aðrir Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 10:00 Samkvæmt rannsóknum þénar hamingjusamt fólk umtalsvert meiri tekjur en aðrir. Vísir/Getty Þótt orðatiltækið kveði á um að hamingjan fáist ekki keypt með peningum eru þeir ófáir sem dreymir um að eiga meiri pening. Rannsóknir sýna hins vegar að til þess að eignast meiri pening á fólk fyrst að leggja áherslu á hamingjuna því henni fylgi oft meiri peningar. Nokkrar rannsóknir styðja þetta og var ein þeirra framkvæmd af National Academy of Sciences. Í niðurstöðum þeirrar rannsóknar mátti sjá að ungt fólk sem var hamingjusamt þénaði umtalsvert mikið meira en aðrir síðar á lífsleiðinni. Hér er þó gerður sá fyrirvari að niðurstöður sem þessar eiga einkum við um fólk sem þegar hefur náð ákveðnum lágmarkstekjum á ári. En hvers vegna kann það að vera að hamingjan skili sér í meiri peningum? Jú, ástæðurnar kunna að vera einfaldari en mörgum grunar og hér eru sex atriði sem eru einkum nefnd þessu til skýringar. 1. Hamingjusamt fólk er almennt jákvæðara Sá eiginleiki að vera jákvæður skilar sér í því að jákvætt fólk á oft auðveldara með að sjá tækifærin en aðrir því jákvætt fólk einblínir sjaldnast á vandamál nema til að leysa þau. Að sjá tækifærin hefur síðan áhrif á það hvernig fólki gengur í starfi. 2. Hamingjusamt fólk er sjaldnar veikt Samkvæmt rannsóknum er fólk sem líður vel og er hamingjusamt almennt heilsuhraustara og sjaldnar veikt í samanburði við fólk sem er óánægt eða líður illa. Þá hafa rannsóknir sýnt að hamingjusamt fólk lifir gjarnan lengur. 3. Hamingjusamt fólk afkastar meira en aðrir Í rannsókn sem gerð var í Englandi sýndu niðurstöður að bein tengsl eru á milli afkastagetu fólks og líðan. Þetta þýðir að fólk sem er hamingjusamt afkastar meira en fólk sem líður illa eða er óhamingjusamt. 4. Hamingjusamt fólk fær jákvæðari umsagnir Almennt fylgir því oftast að fólk sem er hamingjusamt, jákvætt og duglegt til vinnu fær betri umsagnir eða meðmæli sem starfsmenn en þeir sem eru það ekki. Þetta hefur bein áhrif á það hvernig fólki gengur að vinna sig upp í starfi eða að fá launahækkun. 5. Hamingjusamt fólk er lausnarmiðað Þá er hamingjusamt fólk lausnarmiðað í hugsun og þeim tamt að reyna að leysa úr vandamálum sem kunna að koma upp. Þessi eiginleiki gerir þetta fólk að eftirsóttu starfsfólki. 6. Hamingjusamt fólk fjárfestir í sjálfu sér Þá er því haldið fram að hamingjusamt fólk hugsi vel um sjálft sig enda sé það hluti af þeirra vellíðan. Að fjárfesta í sjálfum sér teljast hér atriði eins og menntun eða viljinn til að læra eitthvað nýtt, stunda líkamsrækt og fleira. Góðu ráðin Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Sjá meira
Þótt orðatiltækið kveði á um að hamingjan fáist ekki keypt með peningum eru þeir ófáir sem dreymir um að eiga meiri pening. Rannsóknir sýna hins vegar að til þess að eignast meiri pening á fólk fyrst að leggja áherslu á hamingjuna því henni fylgi oft meiri peningar. Nokkrar rannsóknir styðja þetta og var ein þeirra framkvæmd af National Academy of Sciences. Í niðurstöðum þeirrar rannsóknar mátti sjá að ungt fólk sem var hamingjusamt þénaði umtalsvert mikið meira en aðrir síðar á lífsleiðinni. Hér er þó gerður sá fyrirvari að niðurstöður sem þessar eiga einkum við um fólk sem þegar hefur náð ákveðnum lágmarkstekjum á ári. En hvers vegna kann það að vera að hamingjan skili sér í meiri peningum? Jú, ástæðurnar kunna að vera einfaldari en mörgum grunar og hér eru sex atriði sem eru einkum nefnd þessu til skýringar. 1. Hamingjusamt fólk er almennt jákvæðara Sá eiginleiki að vera jákvæður skilar sér í því að jákvætt fólk á oft auðveldara með að sjá tækifærin en aðrir því jákvætt fólk einblínir sjaldnast á vandamál nema til að leysa þau. Að sjá tækifærin hefur síðan áhrif á það hvernig fólki gengur í starfi. 2. Hamingjusamt fólk er sjaldnar veikt Samkvæmt rannsóknum er fólk sem líður vel og er hamingjusamt almennt heilsuhraustara og sjaldnar veikt í samanburði við fólk sem er óánægt eða líður illa. Þá hafa rannsóknir sýnt að hamingjusamt fólk lifir gjarnan lengur. 3. Hamingjusamt fólk afkastar meira en aðrir Í rannsókn sem gerð var í Englandi sýndu niðurstöður að bein tengsl eru á milli afkastagetu fólks og líðan. Þetta þýðir að fólk sem er hamingjusamt afkastar meira en fólk sem líður illa eða er óhamingjusamt. 4. Hamingjusamt fólk fær jákvæðari umsagnir Almennt fylgir því oftast að fólk sem er hamingjusamt, jákvætt og duglegt til vinnu fær betri umsagnir eða meðmæli sem starfsmenn en þeir sem eru það ekki. Þetta hefur bein áhrif á það hvernig fólki gengur að vinna sig upp í starfi eða að fá launahækkun. 5. Hamingjusamt fólk er lausnarmiðað Þá er hamingjusamt fólk lausnarmiðað í hugsun og þeim tamt að reyna að leysa úr vandamálum sem kunna að koma upp. Þessi eiginleiki gerir þetta fólk að eftirsóttu starfsfólki. 6. Hamingjusamt fólk fjárfestir í sjálfu sér Þá er því haldið fram að hamingjusamt fólk hugsi vel um sjálft sig enda sé það hluti af þeirra vellíðan. Að fjárfesta í sjálfum sér teljast hér atriði eins og menntun eða viljinn til að læra eitthvað nýtt, stunda líkamsrækt og fleira.
Góðu ráðin Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Sjá meira