Góðar viðtökur við samstarfi Hinsegin daga og Kauphallarinnar Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 09:00 Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir íslenskt atvinnulíf áhugasamt um að prófa þær leiðbeiningar sem Kauphöllin, Hinsegin dagar og Samtökin 78 ætla að gefa út til að auka á fjölbreytnimenningu innan fyrirtækja. Vísir/Vilhelm Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir engan bilbug að finna í samstarfi Hinsegin daganna og Nasdaq þótt almennri viðburðardagskrá Hinsegin daganna hafi verið aflýst. Til að mynda er nú þegar búið að halda námskeið á vefnum þar sem fjallað var um hvernig hægt er að koma á og hlúa að fjölbreytni innan fyrirtækja. „Richard Taylor, VP of Employee Experience hjá Nasdaq var fyrirlesari á þessu námskeiði, en hann er sérfræðingur í þessum málefnum og hefur unnið mikið starf innan Nasdaq í þessum efnum,“ segir Magnús. Undanfarin tvö ár hefur Nasdaq verið verðlaunað af Human Rights Watch fyrir að vera besti vinnustaðurinn fyrir hinsegin fólk. „Nasdaq hefur lyft grettistaki í fjölbreytnimenningu hjá sér, en fyrirtækið er með rúmlega 4000 starfsmenn í 50 löndum,“ segir Magnús. Árið í ár er þriðja árið í röð þar sem Kauphöllin er í samstarfi við Hinsegin daga um dagskrá sem á að vekja atvinnulífið til umhugsunar um stöðu, líðan og réttindi hinsegin fólks í atvinnulífinu. Kauphöllin flaggar regnbogafánunum í tilefni Hinsegindaga, heldur uppi umræðu um málefnið á samfélagsmiðlum og undirbýr nú útgáfu leiðbeininga, í samvinnu við Hinsegin daga og Samtökin 78, um hvernig fyrirtæki geta komið á fjölbreytnimenningu hjá sér. Magnús segir samstarfið við Hinsegin daga til þessa hafa verið mikilvægt. „Við héldum málstofu með Hinsegin dögum í fyrra sem var mjög fróðleg og skapaði umræður um hvernig fyrirtæki gætu komið á fjölbreytnimenningu hjá sér,“ segir Magnús. Í framhaldi af þeim umræðum vaknaði sú hugmynd að taka samstarfið skrefinu lengra og gefa út leiðbeiningar um það sem hægt er að framkvæma til að knýja fram breytingar. Þessum leiðbeiningum er ætlað að nýtast bæði fyrirtækjum og opinberum stofnunum. Markmiðið er að allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð sem og þjóðerni eða öðrum aðstöðumun sé verndað gegn mismunun, það geti upplifað sig öruggt í starfi, líði vel og finni að það geti náð árangri innan þess fyrirtækis sem það vinnur hjá,“ segir Magnús. Magnús segir viðtökur íslensks atvinnulífs góðar við samstarfi Kauphallarinnar við Hinsegin daga og áhugi sé til staðar fyrir þeim leiðbeiningum sem gefa á út í haust.Vísir/Vilhelm Málefni hinsegin fólks hluti af jafnréttisstefnu Að sögn Magnúsar hefur Nasdaq ekki aðeins verið verðlaunað fyrir að vera besti vinnustaðurinn fyrir hinsegin fólks heldur hefur fyrirtækið nú þegar ákveðið að fjárfesta enn frekar í fjölbreytnisverkefnum. Þau munu meðal annars felast í því að efla samskipti og upplýsingagjöf, auka við þjálfun starfsfólks og styðja við þróun þess í starfi. Þá hafa verið kynntar aðgerðir sem miða að því að laða að, halda í og hvetja hæfileikaríkt fólk til að starfa með Nasdaq, óháð kyni, kynvitund, kynhneigð eða þjóðerni. Útgangspunkturinn er að allir finni að þeir séu hluti af og tilheyri vinnustað sem láti sig varða réttindi þess, vinnu og almennt öryggi og líðan. Magnús segir málefni hinsegin fólks hluta af jafnréttisstefnu Nasdaq. Magnús segir viðtökur íslensks atvinnulífs við samstarfi Kauphallarinnar og Hinsegin daga hafa verið góðar. Þar megi sérstaklega nefna áhuga aðila á því að taka þátt og prófa fyrstu útgáfu leiðbeininganna. „Undanfarin ár hafa fyrirtæki lagt aukna áherslu á sjálfbærni í rekstri þar sem umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir eru í þungamiðju stefnumótunar. Fyrirtæki átta sig alveg á að hagsmunaaðilar fyrirtækisins skipta máli fyrir árangursríkan rekstur, hvort sem um er að ræða hluthafa, viðskiptavini, birgja, starfsfólk eða samfélagið sem það starfar í og allar líkur eru á að mikilvægi félagslegra þátta muni aukast frekar,“ segir Magnús og bætir við „COVID-19 heimsfaraldurinn sem og Black Lives Matter hreyfingin munu án alls vafa hraða þeirri þróun. Mörg fyrirtæki munu auka áherslurnar á félagslega þáttinn þar sem það er bæði rétt og siðlegt.“ Þá bendir Magnús á þann fjárhagslega hvata sem fylgi því að vinnustaðir sinni vel þessum félagslega þætti. Sýnt hefur verið fram á að fjölbreyttur bakgrunnur starfsfólks eykur nýsköpun og skilar sér í betri frammistöðu fyrirtækis,“ segir Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðamenning Stjórnun Góðu ráðin Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir engan bilbug að finna í samstarfi Hinsegin daganna og Nasdaq þótt almennri viðburðardagskrá Hinsegin daganna hafi verið aflýst. Til að mynda er nú þegar búið að halda námskeið á vefnum þar sem fjallað var um hvernig hægt er að koma á og hlúa að fjölbreytni innan fyrirtækja. „Richard Taylor, VP of Employee Experience hjá Nasdaq var fyrirlesari á þessu námskeiði, en hann er sérfræðingur í þessum málefnum og hefur unnið mikið starf innan Nasdaq í þessum efnum,“ segir Magnús. Undanfarin tvö ár hefur Nasdaq verið verðlaunað af Human Rights Watch fyrir að vera besti vinnustaðurinn fyrir hinsegin fólk. „Nasdaq hefur lyft grettistaki í fjölbreytnimenningu hjá sér, en fyrirtækið er með rúmlega 4000 starfsmenn í 50 löndum,“ segir Magnús. Árið í ár er þriðja árið í röð þar sem Kauphöllin er í samstarfi við Hinsegin daga um dagskrá sem á að vekja atvinnulífið til umhugsunar um stöðu, líðan og réttindi hinsegin fólks í atvinnulífinu. Kauphöllin flaggar regnbogafánunum í tilefni Hinsegindaga, heldur uppi umræðu um málefnið á samfélagsmiðlum og undirbýr nú útgáfu leiðbeininga, í samvinnu við Hinsegin daga og Samtökin 78, um hvernig fyrirtæki geta komið á fjölbreytnimenningu hjá sér. Magnús segir samstarfið við Hinsegin daga til þessa hafa verið mikilvægt. „Við héldum málstofu með Hinsegin dögum í fyrra sem var mjög fróðleg og skapaði umræður um hvernig fyrirtæki gætu komið á fjölbreytnimenningu hjá sér,“ segir Magnús. Í framhaldi af þeim umræðum vaknaði sú hugmynd að taka samstarfið skrefinu lengra og gefa út leiðbeiningar um það sem hægt er að framkvæma til að knýja fram breytingar. Þessum leiðbeiningum er ætlað að nýtast bæði fyrirtækjum og opinberum stofnunum. Markmiðið er að allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð sem og þjóðerni eða öðrum aðstöðumun sé verndað gegn mismunun, það geti upplifað sig öruggt í starfi, líði vel og finni að það geti náð árangri innan þess fyrirtækis sem það vinnur hjá,“ segir Magnús. Magnús segir viðtökur íslensks atvinnulífs góðar við samstarfi Kauphallarinnar við Hinsegin daga og áhugi sé til staðar fyrir þeim leiðbeiningum sem gefa á út í haust.Vísir/Vilhelm Málefni hinsegin fólks hluti af jafnréttisstefnu Að sögn Magnúsar hefur Nasdaq ekki aðeins verið verðlaunað fyrir að vera besti vinnustaðurinn fyrir hinsegin fólks heldur hefur fyrirtækið nú þegar ákveðið að fjárfesta enn frekar í fjölbreytnisverkefnum. Þau munu meðal annars felast í því að efla samskipti og upplýsingagjöf, auka við þjálfun starfsfólks og styðja við þróun þess í starfi. Þá hafa verið kynntar aðgerðir sem miða að því að laða að, halda í og hvetja hæfileikaríkt fólk til að starfa með Nasdaq, óháð kyni, kynvitund, kynhneigð eða þjóðerni. Útgangspunkturinn er að allir finni að þeir séu hluti af og tilheyri vinnustað sem láti sig varða réttindi þess, vinnu og almennt öryggi og líðan. Magnús segir málefni hinsegin fólks hluta af jafnréttisstefnu Nasdaq. Magnús segir viðtökur íslensks atvinnulífs við samstarfi Kauphallarinnar og Hinsegin daga hafa verið góðar. Þar megi sérstaklega nefna áhuga aðila á því að taka þátt og prófa fyrstu útgáfu leiðbeininganna. „Undanfarin ár hafa fyrirtæki lagt aukna áherslu á sjálfbærni í rekstri þar sem umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir eru í þungamiðju stefnumótunar. Fyrirtæki átta sig alveg á að hagsmunaaðilar fyrirtækisins skipta máli fyrir árangursríkan rekstur, hvort sem um er að ræða hluthafa, viðskiptavini, birgja, starfsfólk eða samfélagið sem það starfar í og allar líkur eru á að mikilvægi félagslegra þátta muni aukast frekar,“ segir Magnús og bætir við „COVID-19 heimsfaraldurinn sem og Black Lives Matter hreyfingin munu án alls vafa hraða þeirri þróun. Mörg fyrirtæki munu auka áherslurnar á félagslega þáttinn þar sem það er bæði rétt og siðlegt.“ Þá bendir Magnús á þann fjárhagslega hvata sem fylgi því að vinnustaðir sinni vel þessum félagslega þætti. Sýnt hefur verið fram á að fjölbreyttur bakgrunnur starfsfólks eykur nýsköpun og skilar sér í betri frammistöðu fyrirtækis,“ segir Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðamenning Stjórnun Góðu ráðin Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira