Viðskipti innlent

Alvotech gerir risasamning

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Róbert Wessmann, stofnandi Alvotech.
Róbert Wessmann, stofnandi Alvotech. Alvotech

Íslenski lyfjaframleiðandinn Alvotech og alþjóðlegi lyfjarisinn Teva Pharmaceuticals hafa gert samstarfssamning um þróun, framleiðslu og markaðssetningu fimm líftæknilyfja í Bandaríkjunum.

Í Fréttablaðinu er greint frá því að samningurinn tryggi íslenska fyrirtækinu tekjur upp á hundruð milljarða á næstu tíu árum. Róbert Wessmann stofnandi fyrirtækisins segist gera ráð fyrir því að Bandaríkjamarkaður skili Alvotech um 500 milljarða tekjum á næstu tíu árum og að samningurinn við Teva sé stór hluti af því.

Þá segir að þau lyf sem Alvotech sé með í þróun séu meðal annars notuð til meðferðar á sjúkdómum eins og gigt og krabbameini og eru öll í hópi söluhæstu lyfja heims í dag. Með samkomulaginu hefur Teva tryggt sér markaðsleyfi fyrir lyf Alvotech er þau koma á markað á næstu árum. Lyfin verða framleidd í hátæknisetri fyrirtækisins á Íslandi.

Lyf





Fleiri fréttir

Sjá meira


×