Jimenez skaut Úlfunum áfram | Öruggt hjá Basel Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. ágúst 2020 21:00 Jimenez skoraði sitt 10. mark í Evrópudeildinni á tímabilinu er hann tryggði Wolves sæti í 8-liða úrslitum. Sam Bagnall/Getty Images Raul Jimenez skaut Wolves áfram úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar er liðið vann verðandi vinnuveitundur Ögmunds Kristinssonar í Olympiakos 1-0 í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og því allt undir í kvöld. Basel var í góðum málum eftir 3-0 sigur á Eintracht Frankfurt í fyrri leik liðanna. Svissneska liðið landaði 1-0 sigri í kvöld og sigldi örugglega inn í 8-liða úrslitin. Voru þetta síðustu tvö lið keppninnar til að tryggja sér sæti í næstu umferð. Markvörður Olympiakos skúrkur kvöldsins Það voru aðeins átta mínútur liðnar af leik Wolves og Olympiakos þegar Bobby Allain - markvörður Olympiakos - ákvað að keyra í bakið á Daniel Podence inn í vítateig. Podence, sem var að hlaupa frá marki, féll til jarðar og vítaspyrna dæmd. Markahrókurinn frá Mexíkó - Raul Jimenez - steig á punktinn og skoraði af öryggi. Hans tíunda mark í Evrópudeildinni á leiktíðinni. Fyrsta markið kom fyrir rúmum 13 mánuðum síðan. Including qualifying rounds, Raul Jimenez now has 10 goals in Europe this season. His first goal was in July 2019 pic.twitter.com/CbdMX3YTGr— B/R Football (@brfootball) August 6, 2020 Tuttugu mínútum síðar hélt Mohamed Mady Camara að hann hefði jafnað metin fyrir Olympiakos en eftir að aðdragandi marksins hafði verið skoðaður af myndbandsdómurum leiksins var leikmaður Olympiakos dæmdur rangstæður. Munurinn gat vart verið minni og Wolves sluppu með skrekkinn. Fór það svo að fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum en Rui Patricio - markvörður Wolves - bjargaði liðinu meistaralega í síðari hálfleik og tryggði þeim sæti í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta spænska liðinu Sevilla. Fabian Frei tryggði Basel 1-0 sigur á 88. mínútu leiksins gegn Frankfurt. Mæta þeir Shakhtar Donetsk í 8-liða úrslitum. Evrópudeild UEFA
Raul Jimenez skaut Wolves áfram úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar er liðið vann verðandi vinnuveitundur Ögmunds Kristinssonar í Olympiakos 1-0 í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og því allt undir í kvöld. Basel var í góðum málum eftir 3-0 sigur á Eintracht Frankfurt í fyrri leik liðanna. Svissneska liðið landaði 1-0 sigri í kvöld og sigldi örugglega inn í 8-liða úrslitin. Voru þetta síðustu tvö lið keppninnar til að tryggja sér sæti í næstu umferð. Markvörður Olympiakos skúrkur kvöldsins Það voru aðeins átta mínútur liðnar af leik Wolves og Olympiakos þegar Bobby Allain - markvörður Olympiakos - ákvað að keyra í bakið á Daniel Podence inn í vítateig. Podence, sem var að hlaupa frá marki, féll til jarðar og vítaspyrna dæmd. Markahrókurinn frá Mexíkó - Raul Jimenez - steig á punktinn og skoraði af öryggi. Hans tíunda mark í Evrópudeildinni á leiktíðinni. Fyrsta markið kom fyrir rúmum 13 mánuðum síðan. Including qualifying rounds, Raul Jimenez now has 10 goals in Europe this season. His first goal was in July 2019 pic.twitter.com/CbdMX3YTGr— B/R Football (@brfootball) August 6, 2020 Tuttugu mínútum síðar hélt Mohamed Mady Camara að hann hefði jafnað metin fyrir Olympiakos en eftir að aðdragandi marksins hafði verið skoðaður af myndbandsdómurum leiksins var leikmaður Olympiakos dæmdur rangstæður. Munurinn gat vart verið minni og Wolves sluppu með skrekkinn. Fór það svo að fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum en Rui Patricio - markvörður Wolves - bjargaði liðinu meistaralega í síðari hálfleik og tryggði þeim sæti í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta spænska liðinu Sevilla. Fabian Frei tryggði Basel 1-0 sigur á 88. mínútu leiksins gegn Frankfurt. Mæta þeir Shakhtar Donetsk í 8-liða úrslitum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti