Aðdróttanir um að starfsmenn Vegagerðarinnar hygli fyrrum vinnustöðum fráleitar Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2020 15:50 Vegagerðin neitar ásökunum og segir gagnsæi ekki hafa skort í forvalinu. Vísir Vegagerðin hefur gefið út yfirlýsingu eftir að kærunefnd útboðsmála felldi úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar um val á þátttakendum í forvali hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog. Sautján aðilar tóku þátt í forvalinu og voru sex þeirra valdir til frekar þátttöku í ferlinu en fimm aðilar, sem ekki komust að, kærðu niðurstöðuna í febrúar. Í kærunni var því haldið fram að tengsl tveggja starfsmanna við verkfræðistofuna Eflu hefði leitt til þess að stofan var ein þeirra sex sem urðu fyrir valinu. Þá segir í úrskurði nefndarinnar að forsendur sem ráða áttu stigagjöf undirflokka hafi verið verulega almennar og matskenndar og stuðst hafi verið við valforsendur sem ekki hafi verið upplýst um í forvalsgögnum. Vegagerðin hefur brugðist við niðurstöðunni og segir aðdróttanir um að starfsmenn Vegagerðarinnar hygli fyrrum vinnustöðum sínum vera fráleitar og úr lausu lofti gripnar. „Enda útlistar nefndin þetta einungis í yfirferð um málin en fellir ákvörðunina um valið úr gildi á þeim forsendum að um matskenndar stigagjöf sé að ræða,“ segir í yfirlýsingunni en málið snýr að tveimur fyrrum starfsmönnum Eflu en annar þeirra átti sæti í matsnefnd. Hann hafi hætt störfum hjá Eflu 2013 en hinn 2019. Sá hafi ekki átt sæti í matsnefnd heldur hafi hann komið að ákvörðun um að fylgja niðurstöðu matsnefndar ásamt fulltrúum sveitarfélaganna tveggja. Þá er bent á það í úrskurði nefndarinnar að viðurkennt sé í stjórnsýslurétti að fyrrverandi starfsmenn fyrirtækis séu ekki vanhæfir í málum er þeim við kemur. Hafna því að gagnsæi hafi skort Einnig hafnar Vegagerðin því að gagnsæi hafi skort við einkunnargjöf í forvalinu. Jafnræðis hafi verið gætt í hvívetna og mat lagt á hverja umsókn út frá málefnalegum sjónarmiðum ásamt þeim hlutlægu viðmiðum sem fram komu í skilmálum forvals. „Einkunnargjöfin var sett fram með hliðsjón af heildarmati á þeim umsóknum sem bárust og einkunn gefin í samræmi við skilmála forvalsins. Ef lýsing samsvaraði ekki kröfum forvalsgagna var einkunnin lakari en ella, sbr. skilmála forvalsins. Kærunefnd útboðsmála féllst ekki á málflutning verkkaupa í málinu og því varð niðurstaðan á þann veg að ákvörðun um val á þátttakendum skyldi felld úr gildi,“ segir í yfirlýsingu Vegagerðarinnar. Kærunefndin taldi forsenduliðina „Verktilhögun“, „Sýn á verkefnið“ og „fyrri reynsla“ vera verulega almenna og matskennda. „Að mati nefndarinnar er raunar vandséð hvernig gefa hafi átt stig fyrir það hversu vel umsóknir samsvöruðu kröfum forvalslýsingar, eins og grein 2.3 í forvalsgögnum gerði ráð fyrir, miðað við almenna lýsingu forvalsgagna um hvernig mat á umsóknum skyldi fara fram. Það er enda ljóst að þegar varnaraðilar lögðu mat á tillögur og gáfu þeim stig höfðu þeir greint þessa þrjá þætti nánar í tiltekna liði sem stig voru gefin fyrir, án þess þó að upplýst hefði verið um það í forvalsgögnum eða með öðrum hætti,“ segir í úrskurði kærunefndarinnar. Hönnunarsamkeppnin milli þeirra sex aðila sem hlutu brautargengi í janúar er ekki farin í gang og hefur umsækjendum forvalsins verið tilkynnt að ákvörðun tekin 24. Janúar hafi verið dregin til baka. „Frekari ákvörðun um framhald innkaupaferlisins verður tekin innan skamms og þátttakendum tilkynnt þar um,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Samgöngur Stjórnsýsla Borgarlína Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Vegagerðin hefur gefið út yfirlýsingu eftir að kærunefnd útboðsmála felldi úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar um val á þátttakendum í forvali hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog. Sautján aðilar tóku þátt í forvalinu og voru sex þeirra valdir til frekar þátttöku í ferlinu en fimm aðilar, sem ekki komust að, kærðu niðurstöðuna í febrúar. Í kærunni var því haldið fram að tengsl tveggja starfsmanna við verkfræðistofuna Eflu hefði leitt til þess að stofan var ein þeirra sex sem urðu fyrir valinu. Þá segir í úrskurði nefndarinnar að forsendur sem ráða áttu stigagjöf undirflokka hafi verið verulega almennar og matskenndar og stuðst hafi verið við valforsendur sem ekki hafi verið upplýst um í forvalsgögnum. Vegagerðin hefur brugðist við niðurstöðunni og segir aðdróttanir um að starfsmenn Vegagerðarinnar hygli fyrrum vinnustöðum sínum vera fráleitar og úr lausu lofti gripnar. „Enda útlistar nefndin þetta einungis í yfirferð um málin en fellir ákvörðunina um valið úr gildi á þeim forsendum að um matskenndar stigagjöf sé að ræða,“ segir í yfirlýsingunni en málið snýr að tveimur fyrrum starfsmönnum Eflu en annar þeirra átti sæti í matsnefnd. Hann hafi hætt störfum hjá Eflu 2013 en hinn 2019. Sá hafi ekki átt sæti í matsnefnd heldur hafi hann komið að ákvörðun um að fylgja niðurstöðu matsnefndar ásamt fulltrúum sveitarfélaganna tveggja. Þá er bent á það í úrskurði nefndarinnar að viðurkennt sé í stjórnsýslurétti að fyrrverandi starfsmenn fyrirtækis séu ekki vanhæfir í málum er þeim við kemur. Hafna því að gagnsæi hafi skort Einnig hafnar Vegagerðin því að gagnsæi hafi skort við einkunnargjöf í forvalinu. Jafnræðis hafi verið gætt í hvívetna og mat lagt á hverja umsókn út frá málefnalegum sjónarmiðum ásamt þeim hlutlægu viðmiðum sem fram komu í skilmálum forvals. „Einkunnargjöfin var sett fram með hliðsjón af heildarmati á þeim umsóknum sem bárust og einkunn gefin í samræmi við skilmála forvalsins. Ef lýsing samsvaraði ekki kröfum forvalsgagna var einkunnin lakari en ella, sbr. skilmála forvalsins. Kærunefnd útboðsmála féllst ekki á málflutning verkkaupa í málinu og því varð niðurstaðan á þann veg að ákvörðun um val á þátttakendum skyldi felld úr gildi,“ segir í yfirlýsingu Vegagerðarinnar. Kærunefndin taldi forsenduliðina „Verktilhögun“, „Sýn á verkefnið“ og „fyrri reynsla“ vera verulega almenna og matskennda. „Að mati nefndarinnar er raunar vandséð hvernig gefa hafi átt stig fyrir það hversu vel umsóknir samsvöruðu kröfum forvalslýsingar, eins og grein 2.3 í forvalsgögnum gerði ráð fyrir, miðað við almenna lýsingu forvalsgagna um hvernig mat á umsóknum skyldi fara fram. Það er enda ljóst að þegar varnaraðilar lögðu mat á tillögur og gáfu þeim stig höfðu þeir greint þessa þrjá þætti nánar í tiltekna liði sem stig voru gefin fyrir, án þess þó að upplýst hefði verið um það í forvalsgögnum eða með öðrum hætti,“ segir í úrskurði kærunefndarinnar. Hönnunarsamkeppnin milli þeirra sex aðila sem hlutu brautargengi í janúar er ekki farin í gang og hefur umsækjendum forvalsins verið tilkynnt að ákvörðun tekin 24. Janúar hafi verið dregin til baka. „Frekari ákvörðun um framhald innkaupaferlisins verður tekin innan skamms og þátttakendum tilkynnt þar um,“ segir á vef Vegagerðarinnar.
Samgöngur Stjórnsýsla Borgarlína Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira