Enginn atvinnukylfingur í efstu þremur sætunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. ágúst 2020 18:25 Axel Bóasson er enn í fínum málum þó hann sé ekki meðal efstu þriggja kylfinga á mótinu. VÍSIR/GSIMYNDIR.NET Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús eru ekki meðal efstu þriggja kylfinga eftir fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í golfi. Mótið fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ að þessu sinni. Sem stendur eru þeir Tómas Eiríksson Hjaltested og Aron Snær Júlíusson jafnir í efsta sætinu en þeir léku hring dagsins á þremur höggum undir pari. Þar á eftir koma þeir Viktor Ingi Einarsson. Rúnar Arnórsson og Sverrir Haraldsson en þeir léku hring dagsins á tveimur höggum undir pari. Staða efstu kylfinga í karlaflokki á 1. degi Íslandsmótsins í golfi 2020. https://t.co/D9IP2YEXdm pic.twitter.com/2mUECwFYE2— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 6, 2020 Axel Bóasson, Golfklúbbnum Keili, átti ágætis hring í dag og er enn til alls líklegur. Axel fór hringinn á einu höggi undir pari en tvöfaldur skolli á á 4. holu kostaði hann í dag. Annars lék hann nokkuð stöðugt golf. Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús – sem var talinn einkar sigurstranglegur fyrir mót – áttu ekki góðan hring í dag. Báðir léku á þremur höggum yfir pari og þurfa því spýta í lófana ætli þeir sér að ná efstu mönnum. Kristófer Karl Karlsson, klúbbsmeistari Mosfellsbæjar, var í góðum málum framan af hring sínum í dag og stefndi í að hann yrði jafn efstu mönnum. Hann fékk hins vegar þrjá skolla á síðustu fjórum holum sínum og endaði hring dagsins því á pari. Stöðuna á mótinu – í karlaflokki – má sjá inn á vef Golfsambandsins. Golf Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús eru ekki meðal efstu þriggja kylfinga eftir fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í golfi. Mótið fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ að þessu sinni. Sem stendur eru þeir Tómas Eiríksson Hjaltested og Aron Snær Júlíusson jafnir í efsta sætinu en þeir léku hring dagsins á þremur höggum undir pari. Þar á eftir koma þeir Viktor Ingi Einarsson. Rúnar Arnórsson og Sverrir Haraldsson en þeir léku hring dagsins á tveimur höggum undir pari. Staða efstu kylfinga í karlaflokki á 1. degi Íslandsmótsins í golfi 2020. https://t.co/D9IP2YEXdm pic.twitter.com/2mUECwFYE2— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 6, 2020 Axel Bóasson, Golfklúbbnum Keili, átti ágætis hring í dag og er enn til alls líklegur. Axel fór hringinn á einu höggi undir pari en tvöfaldur skolli á á 4. holu kostaði hann í dag. Annars lék hann nokkuð stöðugt golf. Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús – sem var talinn einkar sigurstranglegur fyrir mót – áttu ekki góðan hring í dag. Báðir léku á þremur höggum yfir pari og þurfa því spýta í lófana ætli þeir sér að ná efstu mönnum. Kristófer Karl Karlsson, klúbbsmeistari Mosfellsbæjar, var í góðum málum framan af hring sínum í dag og stefndi í að hann yrði jafn efstu mönnum. Hann fékk hins vegar þrjá skolla á síðustu fjórum holum sínum og endaði hring dagsins því á pari. Stöðuna á mótinu – í karlaflokki – má sjá inn á vef Golfsambandsins.
Golf Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira