Sakaði Biden um að ætla að „skaða guð“ Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 22:43 Trump réðst harkalega á trú Joe Biden í dag. Biden er kaþólskur en fyrr í vikunni sagði Trump um kaþólikka að þeir „elskuðu“ byssur. AP/Susan Walsh Donald Trump Bandaríkjaforseti vefengdi trúrækni Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi töluvert forskot á Trump á landsvísu nú þegar innan við þrír mánuðir eru til forsetakosninga. Trump hefur brugðist við með framandlegum fullyrðingum um að Biden muni sem forseti „leggja niður“ lögregluna og taka byssur af fólki fyrirvaralaust. Forsetinn gekk enn lengra þegar hann heimsótti Ohio í dag með persónuárás sem beindist að trú Biden. „Hann fylgir stefnu róttæka vinstrisins, taka af ykkur byssurnar, eyðileggja annan viðaukann ykkar, engin trúarbrögð, ekkert ekki neitt, skaða Biblíuna, skaða guð. Hann er á móti guði. Hann er á móti byssum. Hann er á móti orku, okkar tegund af orku. Ég held að honum eigi ekki eftir að vegna svo vel í Ohio,“ sagði Trump og vísaði til annars viðaukans við bandarísku stjórnarskrána sem hefur verið túlkuð þannig að hún gefi einstaklingum rétt til að eiga skotvopn. Biden er kaþólskur og hefur meðal annars rætt opinberlega um að trúin hafi hjálpað honum að takast á við lát fyrstu eiginkonu sinnar og barna. Trump, sem nýtur mikil stuðnings evangelískra kristinna kjósenda, er ekki trúaður að því er best er vitað. Hann hefur meðal annars sagst aldrei hafa þurft að biðja guð fyrirgefningar um ævina. Talsmaður framboðs Biden svaraði ummælum forsetans með því að segja að trúin væri kjarni Biden sem manneskju. Hún hafi verið honum styrkur og huggun í miklum erfiðleikum. Sakaði hann Trump um að notfæra sér Biblíuna og að reyna að „sundra þjóðinni á tímum neyðar og sársauka“. Vísaði talsmaður þar til þess þegar Trump lét rýma torg við Hvíta húsið þar sem mótmælendur voru komnir saman með valdi til þess að geta látið mynda sig við kirkju með Biblíu á lofti. Heimsókn Trump til Ohio gekk ekki áfallalaust í dag. Mike DeWine, ríkisstjóri Ohio, sem átti að taka þátt í opinberum viðburði í verksmiðju Whirlpool í dag forfallaðist eftir að hann greindist smitaður af Covid-19. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti vefengdi trúrækni Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi töluvert forskot á Trump á landsvísu nú þegar innan við þrír mánuðir eru til forsetakosninga. Trump hefur brugðist við með framandlegum fullyrðingum um að Biden muni sem forseti „leggja niður“ lögregluna og taka byssur af fólki fyrirvaralaust. Forsetinn gekk enn lengra þegar hann heimsótti Ohio í dag með persónuárás sem beindist að trú Biden. „Hann fylgir stefnu róttæka vinstrisins, taka af ykkur byssurnar, eyðileggja annan viðaukann ykkar, engin trúarbrögð, ekkert ekki neitt, skaða Biblíuna, skaða guð. Hann er á móti guði. Hann er á móti byssum. Hann er á móti orku, okkar tegund af orku. Ég held að honum eigi ekki eftir að vegna svo vel í Ohio,“ sagði Trump og vísaði til annars viðaukans við bandarísku stjórnarskrána sem hefur verið túlkuð þannig að hún gefi einstaklingum rétt til að eiga skotvopn. Biden er kaþólskur og hefur meðal annars rætt opinberlega um að trúin hafi hjálpað honum að takast á við lát fyrstu eiginkonu sinnar og barna. Trump, sem nýtur mikil stuðnings evangelískra kristinna kjósenda, er ekki trúaður að því er best er vitað. Hann hefur meðal annars sagst aldrei hafa þurft að biðja guð fyrirgefningar um ævina. Talsmaður framboðs Biden svaraði ummælum forsetans með því að segja að trúin væri kjarni Biden sem manneskju. Hún hafi verið honum styrkur og huggun í miklum erfiðleikum. Sakaði hann Trump um að notfæra sér Biblíuna og að reyna að „sundra þjóðinni á tímum neyðar og sársauka“. Vísaði talsmaður þar til þess þegar Trump lét rýma torg við Hvíta húsið þar sem mótmælendur voru komnir saman með valdi til þess að geta látið mynda sig við kirkju með Biblíu á lofti. Heimsókn Trump til Ohio gekk ekki áfallalaust í dag. Mike DeWine, ríkisstjóri Ohio, sem átti að taka þátt í opinberum viðburði í verksmiðju Whirlpool í dag forfallaðist eftir að hann greindist smitaður af Covid-19.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18
Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13
Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26