Lengi langað að gera eigin útgáfu af lagi föður síns Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 12:00 Söngkonan Una Stef á sviði, áður en öllum viðburðum var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Aðsend mynd „Mig hefur langað til að gera eigin útgáfu af þessu lagi í langan tíma en einhvern veginn hefur það aldrei komist á dagskrána fyrr en núna, þegar maður hefur ekkert nema tíma. Ég þurfti að geta sest yfir þetta í rólegheitum með mínu samstarfsfólki og vanda mig,“ segir söngkonan Una Stefánsdóttir sem gaf í gær út lagið Tunglið tunglið taktu mig með hljómsveit sinni The SP74. Lagið er eftir föður hennar, Stefán S. Stefánsson. „Mér finnst þetta nefnilega svolítið viðkvæmt lag til að taka og endurgera, ekki bara því þetta er mér mjög persónulegt heldur líka vegna þess að lagið er orðin svo mikil perla og fólki þykir vænt um það. Því hef ég tekið þegar ég syng þetta lag á sviði, sem ég hef gert örugglega hundrað sinnum yfir margra ára tímabil. Þannig ég vildi vanda mig extra mikið við að kukla í þessu og Covid-19 gaf okkur tíma til þess,“ útskýrir Una. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé bara „fjölskyldulagið“ mitt og minna. Lagið er eftir pabba minn Stefán S. Stefánsson en ljóðið eftir Theódóru Thorodssen. Þetta hefur verið sungið nánast í öllum skírnum, brúðkaupum og jarðaförum innan Stef fjölskyldunnar og ég syng það á hverju kvöldi fyrir son minn. Þannig það er mér ótrúlega kært og orðið stór hluti af mér. Líklegast komið í DNA-ið hjá mér. Mér þykir svo mjög táknrænt að taka lagið upp og gefa út með hinni fjölskyldunni minni, hljómsveitinni.“ Una Stefánsdóttir syngur og faðir hennar, Stefán S. Stefánsson, stjórnar Stórsveit Reykjavíkur.Mynd úr einkasafni Þetta þjóðþekkta lag varð vinsælt í flutning Ljósanna í bænum og Diddú árið 1978 en Stefán var meðlimur í hljómsveitinni. Upprunalegu útgáfunna má heyra á Youtube og víðar. „Pabbi var aðallega hissa á því að við skyldum vilja gera ábreiðu af laginu og svo held ég að hann hafi haft smá áhyggjur af því að við myndum gera einhverja hraða fönkútgáfu til að dansa við - enda er það okkar tebolli. Það varð þó alls ekki raunin. Hann er ánægður með þetta, annars hefði hann ekki gefiðokkur leyfi til að gefa þetta út. Ég fæ engan afslátt þó ég sé dóttir tónskáldsins, þvert á móti ef eitthvað er.“ Ábreiðan kom inn á Spotify á miðnætti í gær og má segja að Una hafi algjörlega náð að gera lagið að sínu eigin. „Þetta er samvinnuverkefni okkar í SP74 og algert „labor of love“ og ég hefði ekki treyst neinum öðrum til þess að ráðast á þetta lag með mér. Við vorum öll sammála um að gera ekki of miklar breytingar á laginu sjálfu, heiðra laglínuna og orginalinn, en setja okkar grúv og stemningu við það. Elvar Bragi Kristjónsson, trompetleikari okkar, á mestan heiðurinn af útsetningunni og Daníel Helgason gítarleikari sá um upptökur og hljóðblöndun. Alvöru fjölskyldubræðingur.“ Una segir að sumarið hafi verið mjög spes, en tónlistarfólk hefur verið í miklum rússíbana síðustu mánuði vegna útbreiðslu Covid-19 hér á landi. „Það var búið að fresta eða aflýsa 99% af allri vinnu hjá mér og maður var ekkert sérstaklega vongóður í vor. Svo fór þetta aðeins að rúlla aftur af stað og ég náði að taka nokkur gigg áður en öllu var aflýst aftur núna í ágúst. Maður er búin að sveiflast um í kvíðapakkanum og hefur því augljóslega litað stemninguna í sumarfríinu en samt sem áður er þetta líka búið að vera kósí,“ segir Una. Una Stef & The SP74Mynd úr einkasafni „Maður lærir bara að temja sér æðruleysi og vera jákvæður enda ekkert gagn í því að vera fúll yfir einhverju sem maður hefur enga stjórn á. Ég sakna þess ótrúlega að koma fram en það verður þá bara enn sætara þegar við megum fara aftur af stað. Við í Una Stef & the SP74 liggjum á fullkláraðri plötu en útgáfa hennar fór í frost eins og allt annað á árinu. Við erum að skoða og meta hvernig við gefum hana út en ég býst við því að hún komi í vetur. Annars er ég persónulega að leggja lokahönd á stórt og skemmtilegt verkefni en ég hef verið að semja kórverk fyrir kvennakóra. Þetta er kórhefti með frumsömdum lögum við ljóð eftir Huldu og verkefnið ber titilinn Frá konu til konu.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Mig hefur langað til að gera eigin útgáfu af þessu lagi í langan tíma en einhvern veginn hefur það aldrei komist á dagskrána fyrr en núna, þegar maður hefur ekkert nema tíma. Ég þurfti að geta sest yfir þetta í rólegheitum með mínu samstarfsfólki og vanda mig,“ segir söngkonan Una Stefánsdóttir sem gaf í gær út lagið Tunglið tunglið taktu mig með hljómsveit sinni The SP74. Lagið er eftir föður hennar, Stefán S. Stefánsson. „Mér finnst þetta nefnilega svolítið viðkvæmt lag til að taka og endurgera, ekki bara því þetta er mér mjög persónulegt heldur líka vegna þess að lagið er orðin svo mikil perla og fólki þykir vænt um það. Því hef ég tekið þegar ég syng þetta lag á sviði, sem ég hef gert örugglega hundrað sinnum yfir margra ára tímabil. Þannig ég vildi vanda mig extra mikið við að kukla í þessu og Covid-19 gaf okkur tíma til þess,“ útskýrir Una. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé bara „fjölskyldulagið“ mitt og minna. Lagið er eftir pabba minn Stefán S. Stefánsson en ljóðið eftir Theódóru Thorodssen. Þetta hefur verið sungið nánast í öllum skírnum, brúðkaupum og jarðaförum innan Stef fjölskyldunnar og ég syng það á hverju kvöldi fyrir son minn. Þannig það er mér ótrúlega kært og orðið stór hluti af mér. Líklegast komið í DNA-ið hjá mér. Mér þykir svo mjög táknrænt að taka lagið upp og gefa út með hinni fjölskyldunni minni, hljómsveitinni.“ Una Stefánsdóttir syngur og faðir hennar, Stefán S. Stefánsson, stjórnar Stórsveit Reykjavíkur.Mynd úr einkasafni Þetta þjóðþekkta lag varð vinsælt í flutning Ljósanna í bænum og Diddú árið 1978 en Stefán var meðlimur í hljómsveitinni. Upprunalegu útgáfunna má heyra á Youtube og víðar. „Pabbi var aðallega hissa á því að við skyldum vilja gera ábreiðu af laginu og svo held ég að hann hafi haft smá áhyggjur af því að við myndum gera einhverja hraða fönkútgáfu til að dansa við - enda er það okkar tebolli. Það varð þó alls ekki raunin. Hann er ánægður með þetta, annars hefði hann ekki gefiðokkur leyfi til að gefa þetta út. Ég fæ engan afslátt þó ég sé dóttir tónskáldsins, þvert á móti ef eitthvað er.“ Ábreiðan kom inn á Spotify á miðnætti í gær og má segja að Una hafi algjörlega náð að gera lagið að sínu eigin. „Þetta er samvinnuverkefni okkar í SP74 og algert „labor of love“ og ég hefði ekki treyst neinum öðrum til þess að ráðast á þetta lag með mér. Við vorum öll sammála um að gera ekki of miklar breytingar á laginu sjálfu, heiðra laglínuna og orginalinn, en setja okkar grúv og stemningu við það. Elvar Bragi Kristjónsson, trompetleikari okkar, á mestan heiðurinn af útsetningunni og Daníel Helgason gítarleikari sá um upptökur og hljóðblöndun. Alvöru fjölskyldubræðingur.“ Una segir að sumarið hafi verið mjög spes, en tónlistarfólk hefur verið í miklum rússíbana síðustu mánuði vegna útbreiðslu Covid-19 hér á landi. „Það var búið að fresta eða aflýsa 99% af allri vinnu hjá mér og maður var ekkert sérstaklega vongóður í vor. Svo fór þetta aðeins að rúlla aftur af stað og ég náði að taka nokkur gigg áður en öllu var aflýst aftur núna í ágúst. Maður er búin að sveiflast um í kvíðapakkanum og hefur því augljóslega litað stemninguna í sumarfríinu en samt sem áður er þetta líka búið að vera kósí,“ segir Una. Una Stef & The SP74Mynd úr einkasafni „Maður lærir bara að temja sér æðruleysi og vera jákvæður enda ekkert gagn í því að vera fúll yfir einhverju sem maður hefur enga stjórn á. Ég sakna þess ótrúlega að koma fram en það verður þá bara enn sætara þegar við megum fara aftur af stað. Við í Una Stef & the SP74 liggjum á fullkláraðri plötu en útgáfa hennar fór í frost eins og allt annað á árinu. Við erum að skoða og meta hvernig við gefum hana út en ég býst við því að hún komi í vetur. Annars er ég persónulega að leggja lokahönd á stórt og skemmtilegt verkefni en ég hef verið að semja kórverk fyrir kvennakóra. Þetta er kórhefti með frumsömdum lögum við ljóð eftir Huldu og verkefnið ber titilinn Frá konu til konu.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira