Innlent

Sprengi­sandur: Þór­ólfur og Kári ræða stöðuna

Atli Ísleifsson skrifar
Kári Stefánsson og Þórólfur Guðnason.
Kári Stefánsson og Þórólfur Guðnason. Vísir/vilhelm

Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum.

Farið verður yfir stöðuna innanlands og utan og rætt um þróunina, opnun landsins, innanlandssmit, bóluefni og annað það sem máli skiptir.

Síðar í þættinum verður rætt við Ólaf H. Wallevik sem er forstöðumaður Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins sem nú stendur til að leggja niður.

Í kjölfar viðtals við Ríkharð Kristjánsson verkfræðing fyrir viku, þar sem hann sagði í reynd væri ekki verið að leggja niður stofnun heldur verið að hætta gríðarlega mikilvægum rannsóknum á húsunum sem við búum í og setjum allt okkar fjármagn í, verður Ólafur spurður um þetta og eins um rannsóknir á vistvænni steypu sem hann hefur staðið fyrir en verður nú hugsanlega að hætta líka.

Á tólfta tímanum verður svo rætt um eina stærstu spurningu samtímans – hvenær tekur pólitíkin við stjórninni í baráttunni við veiruna. Sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir því en hvað þýðir það í raun og veru.

Daði Kristófersson prófessor í hagfræði og frambjóðandi til varaformennsku í Viðreisn, þingkonurnar Sigríður Á. Andersen og Rósa Björk Brynjólfsdóttir munu skiptast á skoðunum um þetta. Er komið að stjórnmálunum eða er best að byggja bara á ráðleggingum vísindamanna áfram?

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×