Innlent

36 í sótt­kví vegna smits hjá DV

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Starfsmenn Fréttablaðsins, DV, Hringtorgs og fleiri tengdra miðla eru í sóttkví.
Starfsmenn Fréttablaðsins, DV, Hringtorgs og fleiri tengdra miðla eru í sóttkví. Vísir/Vilhelm

Á fjórða tug starfsmanna Torgs hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni fyrirtækisins. Tilkynnt var fyrr í vikunni að fréttastofa DV yrði send í sóttkví eftir að hafa setið fund með umræddum starfsmanni en eftir frekari greiningu smitrakningateymis almannavarna kom í ljós að fleiri starfsmenn þyrftu að fara í sóttkví.

Sóttkvínni lýkur á miðnætti þann 18. ágúst og eru starfsmennirnir sem eru í sóttkví úr öllum deildum félagsins, það er, fréttastofu Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Samkvæmt frétt þess verður ekki truflun á starfsemi Torgs þar sem starfsmenn sem eru í sóttkví, væði blaðamenn og aðrir, munu vinna heima. Fréttaflutningum á miðlum Torgs verður því óbreyttur á meðan á sóttkví starfsmannanna stendur.


Tengdar fréttir

Fleiri í sóttkví vegna smits hjá DV

Fleiri starfsmenn útgefanda Fréttablaðsins og DV, Torgs ehf, þurfa að fara í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni DV fyrir helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×