Englendingurinn Eddie Hall var ekki upptekinn að keppa í kraftlyftingum um helgina og nýtti tímann því frekar í að boxa.
Hafþór Júlíus Björnsson var við keppni í Sterkasti maður Íslands um helgina þar sem hann gullið í tíunda skipti.
Eddie ætlar að boxa við Fjallið í Las Vegas á næsta ári og eru þeir búnir að vera duglegir að undirbúa sig fyrir bardagann.
Æfingafélagi Englendingsins hefur fengið duglega að finna fyrir því og hann fékk að finna fyrir því um helgina.
Eddie er búinn að vera duglegur í ræktinni enda ansi margar milljónir í bardaganum svo kraftlyftingarmennirnir ætla að vera í formi þegar að bardaganum kemur.