Aukið sjálfstraust í starfi: Þrjú góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 13:00 Vísir/Getty Okkur hefur eflaust öllum langað á stundum að vera öruggari með okkur sjálf í vinnunni enda er engin gagnrýnisrödd harðari en okkar eigin innri rödd. Samt er það svo að oft á tíðum vitum við alveg að við ráðum vel við hlutina, getum jafnvel gert meir og mættum alveg láta meira á okkur bera í samanburði við ýmsa aðra samstarfsfélaga. Susie Moore er ein þeirra sem skapað hefur sér nafn ytra sem lífstílsmarkþjálfi. Hún hefur til dæmis verið reglulegur gestur sjónvarpsþáttarins Today Show, hjá Cosmopolitan og á Oprah.com. Eitt af því sem Moore hefur talað fyrir er að fólk auki sjálfstraustið sitt í starfi með því að láta af einföldum atriðum sem við erum mörg hver búin að venja okkur á að óþörfu. Að sögn Moore er ekkert jafn gott fyrir starfsferilinn okkar og aukið sjálfstraust. Þau þrjú atriði sem Moore bendir fólki sérstaklega á eru: 1. Meiri sýnileiki Ein skilaboð Moore er að við hættum að bíða eftir „réttu stundinni.“ Ef við höfum til dæmis eitthvað til málanna að leggja á fundi, réttum þá upp hendi og látum vita. Oft þýðir þetta að við förum út fyrir þægindarrammann okkar en of oft segjum við ekkert en sjáum jafnvel eftir því. Þannig að látum oftar vaða því það er ekkert minna mark á okkur takandi en öðrum. Það sama á við þegar að við fáum góða hugmynd í vinnunni. Í stað þess að efast hvetur Moore okkur til að segja oftar frá þeim pælingum sem við höfum. Oft skapa samtöl um hugmyndir enn betri og stærri hugmyndir eða lausnir. 2. Meira sjálfstraust í málfarið okkar Moore segir fólk líka mega venja sig af því að vera hikandi í tali. Oftar en ekki felst breytingin sem við þurfum að gera í því að hætta að tala í „spurningartón“ og umorða setningar þannig að við segjum hreint út hvað okkur finnst í raun. Dæmi: Í stað þess að segja „Er ekki græni liturinn betri í lógóinu?“ ættum við að segja „Mér finnst græni liturinn betri í lógóinu.“ Eins hvetur Moore okkur til að gefa skýr skilaboð um að okkar vinna og okkar tími skipti máli. Í stað þess að segja „Nei ég hef ekki tíma“ ef við erum beðin um eitthvað þá ættum við að svara „Ég næ því ekki vegna þess að ég er að klára x og x verkefni….“ Þá hvetur Moore okkur til að segja já við verkefnum þótt við séum ekkert 100% viss um hvernig við leysum þau. Segjum frekar já og fáum aðstoð við að læra eða gefum okkur tíma til að finna út úr því hvernig við leysum verkefnið. Það eykur sjálfstraustið okkar að takast á við nýjar áskoranir (og sigra þær). 3. Eflum tengslanetið Við erum auðvitað misfær um að kynnast nýju fólki og sumir eru feimnari við tengslamyndun en aðrir. Moore segir samt að lykilatriðið sé að gera sér grein fyrir því á hvaða stundum við drögum okkur í hlé og/eða látum lítið fyrir okkur fara. Er það með völdum hópum, ókunnugu fólki eða í fjölmenni? Með því að átta okkur sem best á því hvenær við erum líkleg til að draga okkur í hlé eigum við auðveldara með að setja okkur markmið um að reyna að efla tengslin á þeim stundum, þótt það þýði að skref út fyrir þægindarrammann. Ef ætlunin er að starfsferillinn gangi vel upp, er tengslamyndun hluti af þeim áskorunum sem við þurfum að takast á við. Góðu ráðin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Okkur hefur eflaust öllum langað á stundum að vera öruggari með okkur sjálf í vinnunni enda er engin gagnrýnisrödd harðari en okkar eigin innri rödd. Samt er það svo að oft á tíðum vitum við alveg að við ráðum vel við hlutina, getum jafnvel gert meir og mættum alveg láta meira á okkur bera í samanburði við ýmsa aðra samstarfsfélaga. Susie Moore er ein þeirra sem skapað hefur sér nafn ytra sem lífstílsmarkþjálfi. Hún hefur til dæmis verið reglulegur gestur sjónvarpsþáttarins Today Show, hjá Cosmopolitan og á Oprah.com. Eitt af því sem Moore hefur talað fyrir er að fólk auki sjálfstraustið sitt í starfi með því að láta af einföldum atriðum sem við erum mörg hver búin að venja okkur á að óþörfu. Að sögn Moore er ekkert jafn gott fyrir starfsferilinn okkar og aukið sjálfstraust. Þau þrjú atriði sem Moore bendir fólki sérstaklega á eru: 1. Meiri sýnileiki Ein skilaboð Moore er að við hættum að bíða eftir „réttu stundinni.“ Ef við höfum til dæmis eitthvað til málanna að leggja á fundi, réttum þá upp hendi og látum vita. Oft þýðir þetta að við förum út fyrir þægindarrammann okkar en of oft segjum við ekkert en sjáum jafnvel eftir því. Þannig að látum oftar vaða því það er ekkert minna mark á okkur takandi en öðrum. Það sama á við þegar að við fáum góða hugmynd í vinnunni. Í stað þess að efast hvetur Moore okkur til að segja oftar frá þeim pælingum sem við höfum. Oft skapa samtöl um hugmyndir enn betri og stærri hugmyndir eða lausnir. 2. Meira sjálfstraust í málfarið okkar Moore segir fólk líka mega venja sig af því að vera hikandi í tali. Oftar en ekki felst breytingin sem við þurfum að gera í því að hætta að tala í „spurningartón“ og umorða setningar þannig að við segjum hreint út hvað okkur finnst í raun. Dæmi: Í stað þess að segja „Er ekki græni liturinn betri í lógóinu?“ ættum við að segja „Mér finnst græni liturinn betri í lógóinu.“ Eins hvetur Moore okkur til að gefa skýr skilaboð um að okkar vinna og okkar tími skipti máli. Í stað þess að segja „Nei ég hef ekki tíma“ ef við erum beðin um eitthvað þá ættum við að svara „Ég næ því ekki vegna þess að ég er að klára x og x verkefni….“ Þá hvetur Moore okkur til að segja já við verkefnum þótt við séum ekkert 100% viss um hvernig við leysum þau. Segjum frekar já og fáum aðstoð við að læra eða gefum okkur tíma til að finna út úr því hvernig við leysum verkefnið. Það eykur sjálfstraustið okkar að takast á við nýjar áskoranir (og sigra þær). 3. Eflum tengslanetið Við erum auðvitað misfær um að kynnast nýju fólki og sumir eru feimnari við tengslamyndun en aðrir. Moore segir samt að lykilatriðið sé að gera sér grein fyrir því á hvaða stundum við drögum okkur í hlé og/eða látum lítið fyrir okkur fara. Er það með völdum hópum, ókunnugu fólki eða í fjölmenni? Með því að átta okkur sem best á því hvenær við erum líkleg til að draga okkur í hlé eigum við auðveldara með að setja okkur markmið um að reyna að efla tengslin á þeim stundum, þótt það þýði að skref út fyrir þægindarrammann. Ef ætlunin er að starfsferillinn gangi vel upp, er tengslamyndun hluti af þeim áskorunum sem við þurfum að takast á við.
Góðu ráðin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira