Segir tölur eigin ríkisstjórnar um skógarelda vera lygar Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2020 23:49 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. AP/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur brugðist reiður við fregnum um fjölmargar skógarelda á Amasonsvæðinu og segir þær vera „lygar“. Jafnvel þó fregnirnar byggi að miklu leiti á opinberum gögnum hans eigin ríkisstjórnar, sem segja þúsundir skógarelda loga í landinu. Þar að auki er Bolsonaro sjálfur sagður hafa sent hermenn á svæðið til að berjast gegn skógareldum. Bolsonaro beitti svipuðum aðferðum í fyrra og þvertók fyrir að skógareldar væru vandamál. Það leiddi til deilna á milli hans og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og annarra þjóðarleiðtoga. Í ágúst í fyrra höfðu skógareldar ekki verið verri í landinu í níu ár. Samkvæmt frétt Reuters er útlitið verra nú í ár. Rúmlega tíu þúsund eldar voru skráðir á fyrstu tíu dögum mánaðarins og er það 17 prósentum hærra en í fyrra, samkvæmt tölum frá Geimvísindastofnun Brasilíu, IPNE. Vitni á svæðinu sagði reyk þekja himininn á daginn og að eldarnir lýstu upp næturnar. Sérfræðingar segja þessa elda kveikta til að búa til meira ræktarland. Í ræðu sem Bolsonaro hélt fyrir framan aðra þjóðarleiðtoga Suður-Ameríku á fundi samtaka ríkja um vernd Amasonskógarins, í dag sagði forsetinn að þetta væri allt ósatt. Ef maður flygi yfir frumskóginn væri ekki einn eldur sýnilegur. Í fyrra, þegar opinberar tölur IPNE fóru gegn ummælum Bolsonaro, rak hann yfirmann stofnunarinnar. Brasilía Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur brugðist reiður við fregnum um fjölmargar skógarelda á Amasonsvæðinu og segir þær vera „lygar“. Jafnvel þó fregnirnar byggi að miklu leiti á opinberum gögnum hans eigin ríkisstjórnar, sem segja þúsundir skógarelda loga í landinu. Þar að auki er Bolsonaro sjálfur sagður hafa sent hermenn á svæðið til að berjast gegn skógareldum. Bolsonaro beitti svipuðum aðferðum í fyrra og þvertók fyrir að skógareldar væru vandamál. Það leiddi til deilna á milli hans og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og annarra þjóðarleiðtoga. Í ágúst í fyrra höfðu skógareldar ekki verið verri í landinu í níu ár. Samkvæmt frétt Reuters er útlitið verra nú í ár. Rúmlega tíu þúsund eldar voru skráðir á fyrstu tíu dögum mánaðarins og er það 17 prósentum hærra en í fyrra, samkvæmt tölum frá Geimvísindastofnun Brasilíu, IPNE. Vitni á svæðinu sagði reyk þekja himininn á daginn og að eldarnir lýstu upp næturnar. Sérfræðingar segja þessa elda kveikta til að búa til meira ræktarland. Í ræðu sem Bolsonaro hélt fyrir framan aðra þjóðarleiðtoga Suður-Ameríku á fundi samtaka ríkja um vernd Amasonskógarins, í dag sagði forsetinn að þetta væri allt ósatt. Ef maður flygi yfir frumskóginn væri ekki einn eldur sýnilegur. Í fyrra, þegar opinberar tölur IPNE fóru gegn ummælum Bolsonaro, rak hann yfirmann stofnunarinnar.
Brasilía Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira