Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2020 18:00 Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vegna tæknilegra vandamála virkar spilarinn hér í fréttinni ekki. Hægt er að horfa á fréttatímann á sjónvarpsvef Vísis hér. Tíu íbúar á deild hjúkrunarheimilisins Hömrum og fjórir starfsmenn eru í sóttkví eftir að starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. Aðrar deildir heimilisins hafa verið lokaðar fyrir heimsóknum. Starfsmaðurinn hafði verið við störf í um tvær klukkustundir þegar hann fékk símtal um að náinn ættingi hafði greinst með veiruna. Deild á hjúkrunarheimilinu hefur verið sett í sóttkví og lokað hefur verið fyrir heimsóknir. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að fresta veislum þar sem áfengi er haft um hönd meðan smit virðist dreift í samfélaginu. Reynslan bæði hér á landi og erlendis sýni að í slíkum aðstæðum hætti fólk oft að gæta að sér og þar með margfaldist hættan á að smitast af Covid-19. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum. Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík geta boðið nemendum upp á aukið staðnám. Báðir skólar leggja áherslu á að þeir þurfi fjárstuðning frá ríkinu vegna aukins kostnaðar við útfærslu á skólahaldi. Lögregla fór í nærri þrefalt fleiri hávaðaútköll í sumar en fyrir þremur árum. Yfirlögregluþjónn brýnir fyrir fólki að sýna tillitssemi. Einnig verður rætt við íbúa á Hrafnistu sem segist ánægð með að gengið sé langt í að tryggja öryggi heimilismanna á tíma heimsfaraldurs. Hún segist fegin því að búa ekki ein á veirutímum. Einnig verður rætt við veðurfræðing um hitamet sem fallið hafa á Austurlandi í dag og bændur í Þistilfirði sem sitja uppi með úldnandi hval í sjávarlóni í firðinum. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Vegna tæknilegra vandamála virkar spilarinn hér í fréttinni ekki. Hægt er að horfa á fréttatímann á sjónvarpsvef Vísis hér. Tíu íbúar á deild hjúkrunarheimilisins Hömrum og fjórir starfsmenn eru í sóttkví eftir að starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. Aðrar deildir heimilisins hafa verið lokaðar fyrir heimsóknum. Starfsmaðurinn hafði verið við störf í um tvær klukkustundir þegar hann fékk símtal um að náinn ættingi hafði greinst með veiruna. Deild á hjúkrunarheimilinu hefur verið sett í sóttkví og lokað hefur verið fyrir heimsóknir. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að fresta veislum þar sem áfengi er haft um hönd meðan smit virðist dreift í samfélaginu. Reynslan bæði hér á landi og erlendis sýni að í slíkum aðstæðum hætti fólk oft að gæta að sér og þar með margfaldist hættan á að smitast af Covid-19. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum. Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík geta boðið nemendum upp á aukið staðnám. Báðir skólar leggja áherslu á að þeir þurfi fjárstuðning frá ríkinu vegna aukins kostnaðar við útfærslu á skólahaldi. Lögregla fór í nærri þrefalt fleiri hávaðaútköll í sumar en fyrir þremur árum. Yfirlögregluþjónn brýnir fyrir fólki að sýna tillitssemi. Einnig verður rætt við íbúa á Hrafnistu sem segist ánægð með að gengið sé langt í að tryggja öryggi heimilismanna á tíma heimsfaraldurs. Hún segist fegin því að búa ekki ein á veirutímum. Einnig verður rætt við veðurfræðing um hitamet sem fallið hafa á Austurlandi í dag og bændur í Þistilfirði sem sitja uppi með úldnandi hval í sjávarlóni í firðinum. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira