Lionel Messi er efstur á listanum yfir launahæstu leikmenn fótboltans í dag en France Football hefur tekið listann saman.
Birtur er listi yfir þá tíu launahæstu og þar er Messi með ellefu milljónum punda meira á ári en Cristiano Ronaldo hjá Juventus.
Messi fékk 120 milljónir punda á síðasta ári en þeir tveir voru þeir einu sem komust yfir hundrað milljóna punda múrinn.
Þetta er samanlagður peningur af því sem leikmennirnir fá í launum, bónusum og öllum öðrum greiðslum; t.d. auglýsingarsamningar.

Það er bil frá þessum tveimur mögnuðum leikmönnum niður í þann næsta en Neymar er í 3. sætinu með 87 milljónir punda á ári.
Gareth Bale, sem spilar varla leik fyrir Real Madrid, er í 4. sætinu og þar á eftir kemur Antoine Griezmann.
Eden Hazard og Andres Iniesta eru í sætum 6. og 7. en í áttunda sætinu er eini leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni; Raheem Sterling.
Robert Lewandowski er í níunda sætinum og Kylian Mbappe er í því tíunda.
Lionel Messi beats out Ronaldo in list of the Top 10 highest-paid players in world football https://t.co/OEYA6sk3N6
— MailOnline Sport (@MailSport) August 13, 2020