Vísbendingar um að hlaup sé hafið í Grímsvötnum Sylvía Hall skrifar 14. ágúst 2020 10:55 Lögreglustöðvum í umdæminu hefur verið gert viðvart. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi fékk í gærkvöldi upplýsingar um að vísbendingar væru um að hlaup væri líklega hafið í Grímsvötnum. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. GPS-mælar á svæðinu greini landris. Fundur stendur nú yfir með fulltrúum frá Veðurstofu Íslands, vísindamönnum og Almannavörnum. Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri Almannavarna, vildi ekki tjá sig fyrr en að fundi loknum en búist er við að honum ljúki fyrir hádegi. Enginn viðbúnaður er hafinn vegna hlaupsins en sé það hafið mun taka talsverðan tíma fyrir það að ná til byggða. Búið er að gera lögreglustöðvum í umdæminu viðvart. Grímsvötn er virk eldstöð staðsett undir Vatnajökli en síðast gaus þar árið 2011 stóru eldgosi. Gosin sem urðu árið 1998 og 2004 voru talsvert minni. Í viðtali við fréttastofu fyrr í sumar sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur að ef hlaup yrði á næstu mánuðum ætti fólk að vera viðbúið eldgosi í kjölfarið. Jarðskjálftavirkni hefði aukist á þessu ári og merki væru um meiri jarðhita. Sé hlaup hafið getur það framkallað gos þegar léttir af þaki kvikuhólfsins. Því væri nauðsynlegt að fylgjast vel með. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ sagði Magnús Tumi. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi fékk í gærkvöldi upplýsingar um að vísbendingar væru um að hlaup væri líklega hafið í Grímsvötnum. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. GPS-mælar á svæðinu greini landris. Fundur stendur nú yfir með fulltrúum frá Veðurstofu Íslands, vísindamönnum og Almannavörnum. Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri Almannavarna, vildi ekki tjá sig fyrr en að fundi loknum en búist er við að honum ljúki fyrir hádegi. Enginn viðbúnaður er hafinn vegna hlaupsins en sé það hafið mun taka talsverðan tíma fyrir það að ná til byggða. Búið er að gera lögreglustöðvum í umdæminu viðvart. Grímsvötn er virk eldstöð staðsett undir Vatnajökli en síðast gaus þar árið 2011 stóru eldgosi. Gosin sem urðu árið 1998 og 2004 voru talsvert minni. Í viðtali við fréttastofu fyrr í sumar sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur að ef hlaup yrði á næstu mánuðum ætti fólk að vera viðbúið eldgosi í kjölfarið. Jarðskjálftavirkni hefði aukist á þessu ári og merki væru um meiri jarðhita. Sé hlaup hafið getur það framkallað gos þegar léttir af þaki kvikuhólfsins. Því væri nauðsynlegt að fylgjast vel með. „Við verðum að hafa auga með því að það gæti komið gos í kjölfarið eða í lokin. Það er eitthvað sem við verðum að vera viðbúin að geti gerst,“ sagði Magnús Tumi.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Sjá meira
Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58