Fólk sem veðjar á Vestfirði Guðmundur Gunnarsson skrifar 10. janúar 2020 09:00 Vestfirðir væru í vondum málum ef ekki væri fyrir innspýtingu fólks af erlendum uppruna. Þetta er staðreynd. Byggðirnar væru fámennari, fyrirtækin veikari og mannlífið fábrotnara. Samt getur maður vart vafrað um internetið öðruvísi en að rekast á þjóðrembu, hræðsluáróður og óbeislaða andúð í garð þeirra sem hafa kosið að deila pleisinu með okkur. Mest er þetta reyndar endemis bull og rangfærslur. En förum aðeins yfir þetta. Tuttugu prósent þeirra sem búa á Vestfjörðum í dag fæddust í öðru landi eða eiga foreldra sem fæddust utan Íslands. Þessi hópur er oft kallaður innflytjendur. Nú eða bara Pólverjar, sem er beinlínis kjánalegt því orðið er notað óháð því hvar viðkomandi á rætur. Í mínum huga eru þau fyrst og fremst Vestfirðingar. Ég vona bara að þau skilgreini sig þannig líka. Með tíð og tíma. Ólíkir bakpokar auðga nefnilega samfélög og menningarleg fjölbreytni er fjársjóður, ekki veikleiki. Þvert á fyrirferðarmikla umræðu hafa rannsóknir sýnt að innflytjendur auka beinlínis framleiðni í samfélögum. Klippt og skorið. Sama hvort um er að ræða Serba á Íslandi, Hondúra í Frakklandi eða Íslending í Kanada. Þeir sem fæðast í öðru landi, eða hafa reynslu af því að búa annarsstaðar, koma inn í samfélög með miklu fleiri kosti en ókosti. Slík reynsla veitir annað sjónsvið, víðari linsu og mikilvægan samanburð. Vestfirðingar af erlendum uppruna búa þannig yfir öðruvísi færni en þeir sem fyrir eru. Þau koma inn með nýjar hugmyndir og önnur tengsl. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeim sem fyrir eru. Öðru nær. Allir eru mikilvægir og þetta snýst fyrst og fremst um ótvíræða kosti fjölbreytninnar. Við verðum að fara að viðurkenna og hampa því opinberlega að Vestfirðir, eins og mörg önnur landsvæði, hafa hagnast gríðarlega á erlendri innspýtingu síðustu áratugina. Bæði í efnahagslegum og menningarlegum skilningi. Við eigum því að tala fjölmenninguna upp, ekki niður. Vera stolt af henni. Og talandi um stolt og stöðu Vestfjarða. Hvernig höldum við að staðan væri á Vestfjörðum ef erlendra áhrifa hefði ekki notið við á meðan við sigldum í gegnum langvarandi niðursveiflu og fólksfækkun? Niðursveiflu sem var svo djúp og langvinn að stóra efnahagshrunið - sem aldrei náði almennilega vestur - virkar eins og ómerkileg bransasaga í samanburðinum. Hvað væru íbúar Vestfjarða margir í dag ef fólk af erlendum uppruna hefði ekki gert sér grein fyrir atvinnutækifærunum sem Íslendingar fúlsuðu við? Hvernig hefði sjávarútvegsfyrirtækjum og grunnstoðum samfélagsins reitt af án erlends vinnuafls? Hvernig stæðu sveitarfélögin, þjónustan, menningin? Svo mál líka benda á að staðan í dag er enn ósköp svipuð og varnarbaráttan stendur enn yfir. Við erum enn í þeim sporum að þurfa bráðnauðsynlega að laða til okkar fólk. Við þurfum að auka stærðarhagkvæmni og bregðast við breyttri aldurssamsetningu. Allt annað er afneitun. Okkur vantar sem sagt fólk en okkur vantar líka frjóan jarðveg sem elur af sér skapandi hugsun, nýsköpun og ferska nálgun. Við þurfum ekki bara að fjölga Vestfirðingum, við þurfum líka að auka samkeppnishæfni samfélagsins. En rannsóknir hafa einmitt sýnt að í hópum og samfélögum þar sem fólk af ólíkum uppruna vinnur saman, myndast gjarnan eftirsóknarverður jarðvegur sem beinlínis elur af sér sköpun og frumkvöðlastarf. Þetta er hinn augljósi kjarni máls sem blasir við öllum þeim sem láta ekki ótta við hið óþekkta villa um fyrir sér. Við eigum því að fagna allri fjölbreytni. Bæði í orði og á borði. Fagna hverjum einasta einstaklingi sem ákveður að deila Vestfjörðum með okkur og auðga þannig mannlíf, atvinnulíf og menningu. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að þeim líði vel og að þau fái hlýjar móttökur. Annars höfum við brugðist. Bæði þeim sem hingað koma og okkur sjálfum. Upp með Vestfirði.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Guðmundur Gunnarsson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vestfirðir væru í vondum málum ef ekki væri fyrir innspýtingu fólks af erlendum uppruna. Þetta er staðreynd. Byggðirnar væru fámennari, fyrirtækin veikari og mannlífið fábrotnara. Samt getur maður vart vafrað um internetið öðruvísi en að rekast á þjóðrembu, hræðsluáróður og óbeislaða andúð í garð þeirra sem hafa kosið að deila pleisinu með okkur. Mest er þetta reyndar endemis bull og rangfærslur. En förum aðeins yfir þetta. Tuttugu prósent þeirra sem búa á Vestfjörðum í dag fæddust í öðru landi eða eiga foreldra sem fæddust utan Íslands. Þessi hópur er oft kallaður innflytjendur. Nú eða bara Pólverjar, sem er beinlínis kjánalegt því orðið er notað óháð því hvar viðkomandi á rætur. Í mínum huga eru þau fyrst og fremst Vestfirðingar. Ég vona bara að þau skilgreini sig þannig líka. Með tíð og tíma. Ólíkir bakpokar auðga nefnilega samfélög og menningarleg fjölbreytni er fjársjóður, ekki veikleiki. Þvert á fyrirferðarmikla umræðu hafa rannsóknir sýnt að innflytjendur auka beinlínis framleiðni í samfélögum. Klippt og skorið. Sama hvort um er að ræða Serba á Íslandi, Hondúra í Frakklandi eða Íslending í Kanada. Þeir sem fæðast í öðru landi, eða hafa reynslu af því að búa annarsstaðar, koma inn í samfélög með miklu fleiri kosti en ókosti. Slík reynsla veitir annað sjónsvið, víðari linsu og mikilvægan samanburð. Vestfirðingar af erlendum uppruna búa þannig yfir öðruvísi færni en þeir sem fyrir eru. Þau koma inn með nýjar hugmyndir og önnur tengsl. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeim sem fyrir eru. Öðru nær. Allir eru mikilvægir og þetta snýst fyrst og fremst um ótvíræða kosti fjölbreytninnar. Við verðum að fara að viðurkenna og hampa því opinberlega að Vestfirðir, eins og mörg önnur landsvæði, hafa hagnast gríðarlega á erlendri innspýtingu síðustu áratugina. Bæði í efnahagslegum og menningarlegum skilningi. Við eigum því að tala fjölmenninguna upp, ekki niður. Vera stolt af henni. Og talandi um stolt og stöðu Vestfjarða. Hvernig höldum við að staðan væri á Vestfjörðum ef erlendra áhrifa hefði ekki notið við á meðan við sigldum í gegnum langvarandi niðursveiflu og fólksfækkun? Niðursveiflu sem var svo djúp og langvinn að stóra efnahagshrunið - sem aldrei náði almennilega vestur - virkar eins og ómerkileg bransasaga í samanburðinum. Hvað væru íbúar Vestfjarða margir í dag ef fólk af erlendum uppruna hefði ekki gert sér grein fyrir atvinnutækifærunum sem Íslendingar fúlsuðu við? Hvernig hefði sjávarútvegsfyrirtækjum og grunnstoðum samfélagsins reitt af án erlends vinnuafls? Hvernig stæðu sveitarfélögin, þjónustan, menningin? Svo mál líka benda á að staðan í dag er enn ósköp svipuð og varnarbaráttan stendur enn yfir. Við erum enn í þeim sporum að þurfa bráðnauðsynlega að laða til okkar fólk. Við þurfum að auka stærðarhagkvæmni og bregðast við breyttri aldurssamsetningu. Allt annað er afneitun. Okkur vantar sem sagt fólk en okkur vantar líka frjóan jarðveg sem elur af sér skapandi hugsun, nýsköpun og ferska nálgun. Við þurfum ekki bara að fjölga Vestfirðingum, við þurfum líka að auka samkeppnishæfni samfélagsins. En rannsóknir hafa einmitt sýnt að í hópum og samfélögum þar sem fólk af ólíkum uppruna vinnur saman, myndast gjarnan eftirsóknarverður jarðvegur sem beinlínis elur af sér sköpun og frumkvöðlastarf. Þetta er hinn augljósi kjarni máls sem blasir við öllum þeim sem láta ekki ótta við hið óþekkta villa um fyrir sér. Við eigum því að fagna allri fjölbreytni. Bæði í orði og á borði. Fagna hverjum einasta einstaklingi sem ákveður að deila Vestfjörðum með okkur og auðga þannig mannlíf, atvinnulíf og menningu. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að þeim líði vel og að þau fái hlýjar móttökur. Annars höfum við brugðist. Bæði þeim sem hingað koma og okkur sjálfum. Upp með Vestfirði.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun