Framkvæmdastjóri Capacent furðar sig á útskýringum Ara Trausta Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2020 13:00 Halldór framkvæmdastjóri telur það ómaklegt og furðu sæta af hálfu þingmanna að vilja skella skuldinni á Capacent. Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóri Capacent segir að sér komi afstaða meirihluta Þingvallanefndar vegna Ólínu-málsins svokallaðs mjög á óvart. Ólínu Þorvarðardóttur voru dæmdar bætur sem nemur 20 milljónum í kjölfar þess að jafnréttisnefnd taldi á henni brotið þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, en hún sótti um starfið. Allt Capacent að kenna Páll Magnússon þingmaður situr í nefndinni og hann sagði í samtali við Vísi, að hann teldi hugsanlegt að ríkissjóður ætti kröfu á hendur Capacent, sem annaðist umsóknarferlið. Páll sagði að láðst hafi að færa til bókar hið huglæga mat meirihluta nefndarinnar sem lá til grundvallar þegar hún ákvað að ráða heldur Einar Á. E. Sæmundsen til að gegna stöðunni. Og það skrifist á Capacent. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, tók í sama streng og sagði að hann væri algerlega blautur á bak við eyrun í því sem snýr að opinberum ráðningum; hann hafi alveg treyst á Capacent í þessum efnum. Þingvallanefnd efndi til sérstaks fundar vegna Ólínu-málsins. Ari Trausti lýsti því yfir eftir fundinn að hann væri alveg reynslulaus á þessu sviði og hafi því alveg treyst á Capacent.Vísir/Egill Halldór undrast það mjög að Ari Trausti vilji með þessum hætti skella skuldinni á Capacent. Aðkoma fyrirtækisins að ráðningum og ráðningarferli sé alveg skýrt. Hún sé ráðgefandi en það sé viðskiptavina að taka ákvörðun. „Við teljum að það sé skýrt hvað felst í aðkomu okkar hverju sinni.“Þannig að þessar útskýringar Ara Trausta koma þér þá í opna skjöldu?„Já, þær gerðu það, mjög svo, verulega,“ segir Halldór og útskýrir að hann og þau hjá Capacent séu sannfærð um ágæti aðkomu fyrirtækisins. Að biðjast aldrei afsökunar Afstaða og útskýringar Þingvallanefndar hefur verið til umfjöllunar á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um þær. Þannig hefur Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus, sem hefur langa reynslu af starfi innan hins opinbera, talið málið til marks um þá almennu viðleitni sem ríkir meðal kjörinna fulltrúa, að vilja varpa frá sér ábyrgð. Almennt sé þeim fyrirmunað að játa á sig mistök eða skipta um skoðun. „Að biðjast aldrei afsökunar er í raun og veru bara ein birtingarmynd miklu djúprættara og alvarlegra vandamáls í íslenskri stjórmála- og samskiptamenningu: Að viðurkenna aldrei mistök. Alveg sama þótt allir viti að maður hefur gert mistök, og alveg sama þótt maður viti að allir viti að maður gerði mistök - maður viðurkennir það ekki. Það væri veikleikamerki. Maður sem viðurkennir mistök er búinn að vera - virðast margir halda,“ segir Eiríkur. Páll Magnússon telur það vert að skoða hvort Capacent sé ekki bótaskylt gagnvart ríkissjóði, þar sem þeir áttu að hafa umsjón með umsóknarferlinu.visir/vilhelm Eiríkur segir jafnframt að ef menn geri aldrei mistök, þá þurfi auðvitað aldrei að biðjast afsökunar. Af sjálfu leiði. „Í stað þess að viðurkenna mistök kennir maður öðrum um. Formaður Þingvallanefndar kennir ráðningarstofu um og varaformaðurinn vill gera minnihlutann samábyrgan. Formaðurinn vísar líka til eigin reynsluleysis í ráðningarmálum, eins og það sé einhver afsökun - hann er formaður stjórnsýslunefndar sem hefur tiltekið hlutverk og á að setja sig inn í málin.“ Pistill Eiríks hefur vakið mikla athygli og hafa ýmsir orðið til að dreifa honum áfram um samfélagsmiðilinn. Starfsmönnum Capacent sárnar að vera kennt um „Við höfum komið að svona verkefnum í áratugi,“ segir Halldór. „Hér er fólk sem hefur langan starfsaldur og mikla reynslu af ferlum sem þessum. Halldór hjá Capacent telur að staða fyrirtæksins hafi alltaf legið ljós fyrir, þeirra væri að veita ráðgjöf en ekki að taka ákvörðun né þá heldur bera ábyrgð á því hvernig að málum væri staðið. Þetta kemur vissulega á óvart og fólk hér tekur svona nærri sér.“ Halldór bendir jafnframt á að Capacent hafi um áratugaskeið veitt ráðgjöf í tengslum við opinberar ráðningar. „Það samstarf, við hina ýmsu fulltrúa hins opinbera, hefur verið afskaplega farsælt. Ávallt er farið yfir það með viðskiptavinum í tengslum við opinberar ráðningar hvað í þjónustu fyrirtækisins felst áður en ráðgjöf er veitt. Capacent veitir ekki lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningar. Þá er það ávallt á valdsviði opinberra aðila að taka ákvörðun á öllum stigum í ráðningarferli hverju sinni.“ Að öllu þessu samanlögðu hljóti það að vera í verkahring Þingvallanefndar að taka ákvarðanir á öllum stigum í ráðningarferli þjóðgarðsvarðar. Það er mat Capacent að Þingvallanefnd hafi fengið faglega og haldgóða ráðgjöf. Alþingi Stjórnsýsla Þingvellir Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum en engum fyrirspurnum svarað Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóri Capacent segir að sér komi afstaða meirihluta Þingvallanefndar vegna Ólínu-málsins svokallaðs mjög á óvart. Ólínu Þorvarðardóttur voru dæmdar bætur sem nemur 20 milljónum í kjölfar þess að jafnréttisnefnd taldi á henni brotið þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, en hún sótti um starfið. Allt Capacent að kenna Páll Magnússon þingmaður situr í nefndinni og hann sagði í samtali við Vísi, að hann teldi hugsanlegt að ríkissjóður ætti kröfu á hendur Capacent, sem annaðist umsóknarferlið. Páll sagði að láðst hafi að færa til bókar hið huglæga mat meirihluta nefndarinnar sem lá til grundvallar þegar hún ákvað að ráða heldur Einar Á. E. Sæmundsen til að gegna stöðunni. Og það skrifist á Capacent. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, tók í sama streng og sagði að hann væri algerlega blautur á bak við eyrun í því sem snýr að opinberum ráðningum; hann hafi alveg treyst á Capacent í þessum efnum. Þingvallanefnd efndi til sérstaks fundar vegna Ólínu-málsins. Ari Trausti lýsti því yfir eftir fundinn að hann væri alveg reynslulaus á þessu sviði og hafi því alveg treyst á Capacent.Vísir/Egill Halldór undrast það mjög að Ari Trausti vilji með þessum hætti skella skuldinni á Capacent. Aðkoma fyrirtækisins að ráðningum og ráðningarferli sé alveg skýrt. Hún sé ráðgefandi en það sé viðskiptavina að taka ákvörðun. „Við teljum að það sé skýrt hvað felst í aðkomu okkar hverju sinni.“Þannig að þessar útskýringar Ara Trausta koma þér þá í opna skjöldu?„Já, þær gerðu það, mjög svo, verulega,“ segir Halldór og útskýrir að hann og þau hjá Capacent séu sannfærð um ágæti aðkomu fyrirtækisins. Að biðjast aldrei afsökunar Afstaða og útskýringar Þingvallanefndar hefur verið til umfjöllunar á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um þær. Þannig hefur Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus, sem hefur langa reynslu af starfi innan hins opinbera, talið málið til marks um þá almennu viðleitni sem ríkir meðal kjörinna fulltrúa, að vilja varpa frá sér ábyrgð. Almennt sé þeim fyrirmunað að játa á sig mistök eða skipta um skoðun. „Að biðjast aldrei afsökunar er í raun og veru bara ein birtingarmynd miklu djúprættara og alvarlegra vandamáls í íslenskri stjórmála- og samskiptamenningu: Að viðurkenna aldrei mistök. Alveg sama þótt allir viti að maður hefur gert mistök, og alveg sama þótt maður viti að allir viti að maður gerði mistök - maður viðurkennir það ekki. Það væri veikleikamerki. Maður sem viðurkennir mistök er búinn að vera - virðast margir halda,“ segir Eiríkur. Páll Magnússon telur það vert að skoða hvort Capacent sé ekki bótaskylt gagnvart ríkissjóði, þar sem þeir áttu að hafa umsjón með umsóknarferlinu.visir/vilhelm Eiríkur segir jafnframt að ef menn geri aldrei mistök, þá þurfi auðvitað aldrei að biðjast afsökunar. Af sjálfu leiði. „Í stað þess að viðurkenna mistök kennir maður öðrum um. Formaður Þingvallanefndar kennir ráðningarstofu um og varaformaðurinn vill gera minnihlutann samábyrgan. Formaðurinn vísar líka til eigin reynsluleysis í ráðningarmálum, eins og það sé einhver afsökun - hann er formaður stjórnsýslunefndar sem hefur tiltekið hlutverk og á að setja sig inn í málin.“ Pistill Eiríks hefur vakið mikla athygli og hafa ýmsir orðið til að dreifa honum áfram um samfélagsmiðilinn. Starfsmönnum Capacent sárnar að vera kennt um „Við höfum komið að svona verkefnum í áratugi,“ segir Halldór. „Hér er fólk sem hefur langan starfsaldur og mikla reynslu af ferlum sem þessum. Halldór hjá Capacent telur að staða fyrirtæksins hafi alltaf legið ljós fyrir, þeirra væri að veita ráðgjöf en ekki að taka ákvörðun né þá heldur bera ábyrgð á því hvernig að málum væri staðið. Þetta kemur vissulega á óvart og fólk hér tekur svona nærri sér.“ Halldór bendir jafnframt á að Capacent hafi um áratugaskeið veitt ráðgjöf í tengslum við opinberar ráðningar. „Það samstarf, við hina ýmsu fulltrúa hins opinbera, hefur verið afskaplega farsælt. Ávallt er farið yfir það með viðskiptavinum í tengslum við opinberar ráðningar hvað í þjónustu fyrirtækisins felst áður en ráðgjöf er veitt. Capacent veitir ekki lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningar. Þá er það ávallt á valdsviði opinberra aðila að taka ákvörðun á öllum stigum í ráðningarferli hverju sinni.“ Að öllu þessu samanlögðu hljóti það að vera í verkahring Þingvallanefndar að taka ákvarðanir á öllum stigum í ráðningarferli þjóðgarðsvarðar. Það er mat Capacent að Þingvallanefnd hafi fengið faglega og haldgóða ráðgjöf.
Alþingi Stjórnsýsla Þingvellir Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum en engum fyrirspurnum svarað Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05