Nýr sautján hæða hótelturn kallast á við Hallgrímskirkju Kristján Már Unnarsson skrifar 7. janúar 2020 20:24 Veröndin á þakinu verður einn besti útsýnisstaður Reykjavíkur. Þar verður RED Sky bar. Arkitekt/Tony Kettle. Sautján hæða hótelturn verður ein svipmesta bygging miðborgar Reykjavíkur en framkvæmdir eru hafnar á horni Skúlagötu og Vitastígs. Myndir af fyrirhugaðri byggingu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Þetta 203 herbergja hótel rís á vegum Radisson-hótelkeðjunnar og er áformað að það verði tilbúið á síðari hluta næsta árs. Það verður rekið undir RED-vörumerki Radisson, sem höfðar til yngri aldurshópa með líflegri þjónustu, frumlegri hönnun og fjölbreyttu litavali. Hér má sjá afstöðu hótelturnsins miðað við Hallgrímskirkju.Arkitekt/Tony Kettle. Skoski arkitektinn Tony Kettle segist við hönnun þess hafa sótt innblástur í sögu íslenskrar byggingarlistar og jarðfræði landsins en húsið kallast á við Hallgrímskirkju og rauðir og svartir litir eiga að vísa til eldvirkni og hraunrennslis. „Við sem stöndum að byggingunni erum spennt fyrir verkefninu og stolt af hönnuninni,“ segir Tom Flanagan Karttunen, aðstoðarforstjóri hjá Radisson Hotel Group í Norður-Evrópu. Hann segir hönnun og skipulag tengja heimamenn og ferðamenn saman um göngustíg í gegnum hótelið, veitingastað á jarðhæð með götutorgi á horni Skúlagötu og Vitastígs ásamt Red Sky bar á efstu hæðinni og útsýnisverönd á þaki byggingarinnar. Hótelið rís á horni Skúlagötu og Vitastígs og verður opnað á síðari helmingi næsta árs.Arkitekt/Tony Kettle. „Þetta verkefni er sennilega það flottasta sem ég hef gert,“ segir Kári Arngrímsson, byggingarstjóri hótelsins, og segir bygginguna sérstaka og glæsilega. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Skipulag Hallgrímskirkja Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Sjá meira
Sautján hæða hótelturn verður ein svipmesta bygging miðborgar Reykjavíkur en framkvæmdir eru hafnar á horni Skúlagötu og Vitastígs. Myndir af fyrirhugaðri byggingu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Þetta 203 herbergja hótel rís á vegum Radisson-hótelkeðjunnar og er áformað að það verði tilbúið á síðari hluta næsta árs. Það verður rekið undir RED-vörumerki Radisson, sem höfðar til yngri aldurshópa með líflegri þjónustu, frumlegri hönnun og fjölbreyttu litavali. Hér má sjá afstöðu hótelturnsins miðað við Hallgrímskirkju.Arkitekt/Tony Kettle. Skoski arkitektinn Tony Kettle segist við hönnun þess hafa sótt innblástur í sögu íslenskrar byggingarlistar og jarðfræði landsins en húsið kallast á við Hallgrímskirkju og rauðir og svartir litir eiga að vísa til eldvirkni og hraunrennslis. „Við sem stöndum að byggingunni erum spennt fyrir verkefninu og stolt af hönnuninni,“ segir Tom Flanagan Karttunen, aðstoðarforstjóri hjá Radisson Hotel Group í Norður-Evrópu. Hann segir hönnun og skipulag tengja heimamenn og ferðamenn saman um göngustíg í gegnum hótelið, veitingastað á jarðhæð með götutorgi á horni Skúlagötu og Vitastígs ásamt Red Sky bar á efstu hæðinni og útsýnisverönd á þaki byggingarinnar. Hótelið rís á horni Skúlagötu og Vitastígs og verður opnað á síðari helmingi næsta árs.Arkitekt/Tony Kettle. „Þetta verkefni er sennilega það flottasta sem ég hef gert,“ segir Kári Arngrímsson, byggingarstjóri hótelsins, og segir bygginguna sérstaka og glæsilega. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Skipulag Hallgrímskirkja Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf