Hænan Hildur tekin af lífi í Húsdýragarðinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2020 19:32 Hænurnar hans Vífils á öxlum hans. Hildur stendur ofan á höfðinu á Vífli. aðsend Hænan Hildur var í dag tekin af lífi í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum eftir að hún hafði velkst um Langholtshverfið í nokkra klukkutíma. Hildur hafði villst úr garðinum sínum en eigandi hennar, Vífill Sigurðsson, er veðurtepptur í Noregi og gat því ekki komið henni til bjargar. Hildur hefur fylgt Vífli síðastliðin átta ár en Vífill fékk hana í afmælisgjöf árið 2012 ásamt tveimur örðum hænum. Hann segir að þær hafi ekki verið langlífar en hann hafi svo fengið þrjár hænur til viðbótar að gjöf síðar. Hildur hafi þó verið uppáhalds hænan og sú eina sem hafi verið nefnd. Hænurnar hans Vífils eru vanar því að vera úti á veturna.aðsend Hildur vakti mikla athygli í dag þar sem hún hélt sér við Langholtsveg og vildi helst vera úti á miðri götu. Þar olli hún umferðarteppu þar sem hún virtist ekkert kippa sér upp við bílana sem keyrðu um vegin, eða þegar bílstjórar flautuðu á hana. „Hænur eru nú pínulítið vitlausar, þótt hún væri sprellfjörug þá myndi hún ekkert endilega bregðast við, þetta er ekki hundur,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu Vísis. Hildi virtist þó borgið þegar fimmta bekk Langholtsskóla bar að garði en bekkurinn var á leiðinni heim úr vettvangsferð þegar hann mætti henni. Henni var þá fylgt í Húsdýragarðinn, enda var hún orðin lúin eftir ævintýri dagsins, en þar beið hennar ekkert gott. Hænurnar eiga það til að sofa uppi í tré.aðsend Svo fór að Hildur var tekin af lífi í Húsdýragarðinum. Síðasta ævintýri Hildar „Hildur er dauð. Hún villtist úr garðinum heima en ég er veðurtepptur í Ósló og gat ekkert gert. Góð kona bjargaði henni og setti í Húsdýragarðinn. Þeir drápu hana til öryggis. Minnir á sögu úr Víetnam,“ skrifar Vífill á Facebook. „Ég er samt ekkert að pönkast í karlgreyjunum í Húsdýragarðinum, en mér fannst þetta hálfleiðinlegt,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu. Hildur var uppáhalds hænan hans Vífils.aðsend Þetta var ekki fyrsta ævintýri Hildar en Vífill segir að hún hafi oft áður farið út úr garðinum og villst heim aftur. „Hún var ábyggilega orðin köld, hænunum er alltaf svakalega illa við slyddudrullu þá vilja þær alltaf bara fara inn í kofa.“ Hún hafi þó verið vön því að vera úti á veturna og hafi verið það síðastliðin átta ár. „Hún var nær dauða en lífi og var varla með lífsmarki þegar hún kom til okkar og hún var aflífuð þar sem það var fyrirséð að hún myndi ekki lifa þetta af. Við gerum þetta í samræmi við dýraverndunarlög og síðan tilkynnum við það til Matvælastofnunar,“ sagði Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins í samtali við fréttastofu Vísis. „Það er mjög mikilvægt að fólk haldi húsdýrunum sínum inni í svona veðri og það er skýrt tekið fram í reglugerðum og lögum um dýravernd,“ sagði Þorkell. „Við höfum nú allgóða reynslu af því að halda hænur í Húsdýragarðinum og þær þola ekki mikið volk, það getur náttúrulega verið eitthvað annað að þeim, þessi hæna skilst mér var orðin býsna gömul.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Hænan Hildur var í dag tekin af lífi í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum eftir að hún hafði velkst um Langholtshverfið í nokkra klukkutíma. Hildur hafði villst úr garðinum sínum en eigandi hennar, Vífill Sigurðsson, er veðurtepptur í Noregi og gat því ekki komið henni til bjargar. Hildur hefur fylgt Vífli síðastliðin átta ár en Vífill fékk hana í afmælisgjöf árið 2012 ásamt tveimur örðum hænum. Hann segir að þær hafi ekki verið langlífar en hann hafi svo fengið þrjár hænur til viðbótar að gjöf síðar. Hildur hafi þó verið uppáhalds hænan og sú eina sem hafi verið nefnd. Hænurnar hans Vífils eru vanar því að vera úti á veturna.aðsend Hildur vakti mikla athygli í dag þar sem hún hélt sér við Langholtsveg og vildi helst vera úti á miðri götu. Þar olli hún umferðarteppu þar sem hún virtist ekkert kippa sér upp við bílana sem keyrðu um vegin, eða þegar bílstjórar flautuðu á hana. „Hænur eru nú pínulítið vitlausar, þótt hún væri sprellfjörug þá myndi hún ekkert endilega bregðast við, þetta er ekki hundur,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu Vísis. Hildi virtist þó borgið þegar fimmta bekk Langholtsskóla bar að garði en bekkurinn var á leiðinni heim úr vettvangsferð þegar hann mætti henni. Henni var þá fylgt í Húsdýragarðinn, enda var hún orðin lúin eftir ævintýri dagsins, en þar beið hennar ekkert gott. Hænurnar eiga það til að sofa uppi í tré.aðsend Svo fór að Hildur var tekin af lífi í Húsdýragarðinum. Síðasta ævintýri Hildar „Hildur er dauð. Hún villtist úr garðinum heima en ég er veðurtepptur í Ósló og gat ekkert gert. Góð kona bjargaði henni og setti í Húsdýragarðinn. Þeir drápu hana til öryggis. Minnir á sögu úr Víetnam,“ skrifar Vífill á Facebook. „Ég er samt ekkert að pönkast í karlgreyjunum í Húsdýragarðinum, en mér fannst þetta hálfleiðinlegt,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu. Hildur var uppáhalds hænan hans Vífils.aðsend Þetta var ekki fyrsta ævintýri Hildar en Vífill segir að hún hafi oft áður farið út úr garðinum og villst heim aftur. „Hún var ábyggilega orðin köld, hænunum er alltaf svakalega illa við slyddudrullu þá vilja þær alltaf bara fara inn í kofa.“ Hún hafi þó verið vön því að vera úti á veturna og hafi verið það síðastliðin átta ár. „Hún var nær dauða en lífi og var varla með lífsmarki þegar hún kom til okkar og hún var aflífuð þar sem það var fyrirséð að hún myndi ekki lifa þetta af. Við gerum þetta í samræmi við dýraverndunarlög og síðan tilkynnum við það til Matvælastofnunar,“ sagði Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins í samtali við fréttastofu Vísis. „Það er mjög mikilvægt að fólk haldi húsdýrunum sínum inni í svona veðri og það er skýrt tekið fram í reglugerðum og lögum um dýravernd,“ sagði Þorkell. „Við höfum nú allgóða reynslu af því að halda hænur í Húsdýragarðinum og þær þola ekki mikið volk, það getur náttúrulega verið eitthvað annað að þeim, þessi hæna skilst mér var orðin býsna gömul.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira