Hlynur, Logi og Helgi Már náðu sama áfanga og Carter Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2020 14:00 Meðlimir fjögurra áratuga klúbbsins á Íslandi. vísir/bára Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson og Helgi Már Magnússon náðu í gær þeim merka áfanga að spila leik á Íslandi á fjórum mismunandi áratugum. Allir héldu þeir upp á áfangann með sigri. Þeir fylgdu þar með í fótspor Vince Carter varð um helgina fyrsti leikmaðurinn í NBA-deildinni til að spila leik á fjórum mismunandi áratugum. 1990s | 2000s | 2010s | 2020s Vince Carter is now officially the first player in NBA history to play in four separate decades pic.twitter.com/KkAkilfcNA— ESPN (@espn) January 5, 2020 Hlynur, Logi og Helgi spiluðu allir sinn fyrsta leik á Íslandi undir lok síðasta áratugar 20. aldarinnar. Logi er fæddur 1981 og þeir Hlynur og Helgi ári seinna. Hlynur lék sína fyrstu leiki með Skallagrími tímabilið 1997-98. Sama tímabil lék Logi sína fyrstu leiki með Njarðvík og varð Íslandsmeistari með liðinu. Helgi var á skýrslu í nokkrum leikjum með KR tímabilið 1998-99 en lék sínar fyrstu mínútur tímabilið 1999-2000. KR varð Íslandsmeistari vorið 2000 en Helgi var ekki á skýrslu í neinum leik í úrslitakeppninni. Hlynur lék með Skallagrími til 2002 þegar hann fór til Snæfells. Hann lék í Hólminum til 2010, fyrir utan eitt tímabil þegar hann í herbúðum Aris Leeuwarden í Hollandi. Eftir að Snæfell varð tvöfaldur meistari 2010 fór Hlynur til Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Hann lék þar í sex ár, og varð einu sinni sænskur meistari, áður en hann fór til Stjörnunnar 2016. Logi lék með Njarðvík til 2002. Eftir sex ár í atvinnumennsku sneri hann heim til Njarðvíkur tímabilið 2008-09. Logi lék svo erlendis til 2013 þegar hann kom aftur til Njarðvíkur þar sem hann hefur leikið síðan. Helgi lék með Catawba háskólanum í Bandaríkjunum á árunum 2002-06 og var svo eitt ár í herbúðum BC Boncourt í Sviss. Hann lék með KR 2007-09 og varð Íslandsmeistari með liðinu 2009. Næstu þrjú árin lék hann svo í Svíþjóð áður en hann sneri heim í KR 2012. Hann hefur unnið fjölmarga titla með Vesturbæjarliðinu síðan þá. Hlynur skoraði tólf stig og tók sjö fráköst þegar Stjarnan sigraði Þór Þ., 84-70, í gær. Logi skoraði þrjú stig í öruggum sigri Njarðvíkur á ÍR, 88-64, og Helgi var með 14 stig, níu fráköst og fjórar stoðsendingar þegar KR vann Grindavík, 91-94, eftir framlengingu. Jakob Örn Sigurðarson nær sama áfanga og þeir Hlynur, Logi og Helgi þegar hann leikur sinn fyrsta leik á þessu ári. Jakob missti af leiknum gegn Grindavík í gær vegna meiðsla. Hann lék sinn fyrsta leik með KR tímabilið 1998-99. Jakob fór í háskóla í Bandaríkjunum eftir að KR varð Íslandsmeistari 2000 og kom ekki aftur fyrr en tímabilið 2008-09 þegar hann varð aftur Íslandsmeistari. Jakob sneri svo aftur til KR fyrir þetta tímabil. Jón Arnór Stefánsson var nálægt því að ná sama áfanga og Hlynur, Logi og Helgi að spila á fjórum áratugum. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir KR í úrslitakeppninni 28. mars 2000. Hann lék með KR til 2002 og kom svo heim tímabilið 2008-09 líkt og Jakob. Jón Arnór kom svo aftur til KR 2016 og hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með liðinu síðan þá. Jón Arnór, sem hefur glímt við meiðsli, var á skýrslu gegn Grindavík í gær en kom ekkert við sögu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 91-94 | Framlengdur spennutryllir í Röstinni KR hafði betur í Röstinni eftir framlengdan leik. 5. janúar 2020 21:15 Björn frá út tímabilið og Jakob með brjósklos Meiðsladraugurinn heldur áfram að leika Íslandsmeistarana grátt. 6. janúar 2020 10:45 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 88-64 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Njarðvík jafnaði Keflavík og Tindastól að stigum með öruggum sigri á ÍR í Ljónagryfjunni. 5. janúar 2020 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 84-70 | Stjarnan með fjögurra stiga forskot Stjarnan vann Þór Þorlákshöfn örugglega, á endanum, í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöld er liðin mættust í Dominos deild karla. Lokatölur 84-70 Stjörnunni í vil. 5. janúar 2020 22:00 Mest lesið Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Eyþóra með gullna endurkomu: „Kennslustund í glæsileika“ Sport „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Íslenski boltinn Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Enski boltinn Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson og Helgi Már Magnússon náðu í gær þeim merka áfanga að spila leik á Íslandi á fjórum mismunandi áratugum. Allir héldu þeir upp á áfangann með sigri. Þeir fylgdu þar með í fótspor Vince Carter varð um helgina fyrsti leikmaðurinn í NBA-deildinni til að spila leik á fjórum mismunandi áratugum. 1990s | 2000s | 2010s | 2020s Vince Carter is now officially the first player in NBA history to play in four separate decades pic.twitter.com/KkAkilfcNA— ESPN (@espn) January 5, 2020 Hlynur, Logi og Helgi spiluðu allir sinn fyrsta leik á Íslandi undir lok síðasta áratugar 20. aldarinnar. Logi er fæddur 1981 og þeir Hlynur og Helgi ári seinna. Hlynur lék sína fyrstu leiki með Skallagrími tímabilið 1997-98. Sama tímabil lék Logi sína fyrstu leiki með Njarðvík og varð Íslandsmeistari með liðinu. Helgi var á skýrslu í nokkrum leikjum með KR tímabilið 1998-99 en lék sínar fyrstu mínútur tímabilið 1999-2000. KR varð Íslandsmeistari vorið 2000 en Helgi var ekki á skýrslu í neinum leik í úrslitakeppninni. Hlynur lék með Skallagrími til 2002 þegar hann fór til Snæfells. Hann lék í Hólminum til 2010, fyrir utan eitt tímabil þegar hann í herbúðum Aris Leeuwarden í Hollandi. Eftir að Snæfell varð tvöfaldur meistari 2010 fór Hlynur til Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Hann lék þar í sex ár, og varð einu sinni sænskur meistari, áður en hann fór til Stjörnunnar 2016. Logi lék með Njarðvík til 2002. Eftir sex ár í atvinnumennsku sneri hann heim til Njarðvíkur tímabilið 2008-09. Logi lék svo erlendis til 2013 þegar hann kom aftur til Njarðvíkur þar sem hann hefur leikið síðan. Helgi lék með Catawba háskólanum í Bandaríkjunum á árunum 2002-06 og var svo eitt ár í herbúðum BC Boncourt í Sviss. Hann lék með KR 2007-09 og varð Íslandsmeistari með liðinu 2009. Næstu þrjú árin lék hann svo í Svíþjóð áður en hann sneri heim í KR 2012. Hann hefur unnið fjölmarga titla með Vesturbæjarliðinu síðan þá. Hlynur skoraði tólf stig og tók sjö fráköst þegar Stjarnan sigraði Þór Þ., 84-70, í gær. Logi skoraði þrjú stig í öruggum sigri Njarðvíkur á ÍR, 88-64, og Helgi var með 14 stig, níu fráköst og fjórar stoðsendingar þegar KR vann Grindavík, 91-94, eftir framlengingu. Jakob Örn Sigurðarson nær sama áfanga og þeir Hlynur, Logi og Helgi þegar hann leikur sinn fyrsta leik á þessu ári. Jakob missti af leiknum gegn Grindavík í gær vegna meiðsla. Hann lék sinn fyrsta leik með KR tímabilið 1998-99. Jakob fór í háskóla í Bandaríkjunum eftir að KR varð Íslandsmeistari 2000 og kom ekki aftur fyrr en tímabilið 2008-09 þegar hann varð aftur Íslandsmeistari. Jakob sneri svo aftur til KR fyrir þetta tímabil. Jón Arnór Stefánsson var nálægt því að ná sama áfanga og Hlynur, Logi og Helgi að spila á fjórum áratugum. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir KR í úrslitakeppninni 28. mars 2000. Hann lék með KR til 2002 og kom svo heim tímabilið 2008-09 líkt og Jakob. Jón Arnór kom svo aftur til KR 2016 og hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með liðinu síðan þá. Jón Arnór, sem hefur glímt við meiðsli, var á skýrslu gegn Grindavík í gær en kom ekkert við sögu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 91-94 | Framlengdur spennutryllir í Röstinni KR hafði betur í Röstinni eftir framlengdan leik. 5. janúar 2020 21:15 Björn frá út tímabilið og Jakob með brjósklos Meiðsladraugurinn heldur áfram að leika Íslandsmeistarana grátt. 6. janúar 2020 10:45 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 88-64 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Njarðvík jafnaði Keflavík og Tindastól að stigum með öruggum sigri á ÍR í Ljónagryfjunni. 5. janúar 2020 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 84-70 | Stjarnan með fjögurra stiga forskot Stjarnan vann Þór Þorlákshöfn örugglega, á endanum, í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöld er liðin mættust í Dominos deild karla. Lokatölur 84-70 Stjörnunni í vil. 5. janúar 2020 22:00 Mest lesið Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Eyþóra með gullna endurkomu: „Kennslustund í glæsileika“ Sport „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Íslenski boltinn Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Enski boltinn Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 91-94 | Framlengdur spennutryllir í Röstinni KR hafði betur í Röstinni eftir framlengdan leik. 5. janúar 2020 21:15
Björn frá út tímabilið og Jakob með brjósklos Meiðsladraugurinn heldur áfram að leika Íslandsmeistarana grátt. 6. janúar 2020 10:45
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 88-64 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Njarðvík jafnaði Keflavík og Tindastól að stigum með öruggum sigri á ÍR í Ljónagryfjunni. 5. janúar 2020 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 84-70 | Stjarnan með fjögurra stiga forskot Stjarnan vann Þór Þorlákshöfn örugglega, á endanum, í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöld er liðin mættust í Dominos deild karla. Lokatölur 84-70 Stjörnunni í vil. 5. janúar 2020 22:00
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik