Stytta af knattspyrnumanninum Zlatan Ibrahimovic sem stóð í Malmö hefur verið felld.
Stuðningsmenn Malmö voru allt annað en sáttir í nóvember er Zlatan keypti hlut í erkifjendunum Hammarby og hafa síðan þá unnið skemmdaverk á styttunni.
Þeir hafa náð að saga af honum nefið á styttunni en áætlunarverkið tókst loksins hjá þeim í nótt þegar þeir náðu að fella Zlatan.
Zlatan-statyn vält – avsågad vid fötternahttps://t.co/2VHf7r8R42pic.twitter.com/OFk57xdk77
— Aftonbladet (@Aftonbladet) January 5, 2020
Sagað var undan löppunum á honum en lögreglan fékk tilkynningu um atvikið klukkan þrjú í nótt.
Lögreglan leitar nú að gerandunum en styttan stendur fyrir utan heimavöll Malmö.