Nýju bakaríi á Selfossi líkt við að mæta á tónleika með Eagles Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. janúar 2020 19:30 Nýtt bakarí í eigu tveggja bakara hefur opnað í húsinu sem Guðna bakarí á Selfossi var rekið í tæp fimmtíu ár . Ungu bakararnir lærðu á sínum tíma hjá Guðna. Snúðar verða eitt af aðalmerkjum bakarísins. Það eru þeir Guðmundur Helgi Harðarson frá Haga í Grímsnesi og Kjartan Ásbjörnsson frá Selfossi, sem eiga og reka bakaríið, sem heitir G.K. bakarí og opnaði í gær, 2.janúar. Selfyssingar og nærsveitamenn hafa saknað gamla bakarísins síðustu misseri en Guðmundur og Kjartan, sem lærðu báðir að baka í Guðnabakarí hafa nú látið drauminn rætast og opnað nýtt bakarí í húsi síns gamla læriföðurs. „Við ætlum bara að gera sem okkur þykir gott og okkur þykir skemmtilegt enda verður þetta blanda af því sem við lærðum hér og blanda af því af þeirri vitneskju, sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin á þeim stöðum sem við höfum verið“, segir Guðmundur og bætir við; „Þetta verður eins og að koma á tónleika með Eagles, þú vilt alltaf heyra það klassíska, þau veist að Hotel California kemur í endann og svo kemur alltaf eitthvað á undan, stundum skemmtilegt og gott og annað er leiðinlegt, en það er alltaf eitthvað sem þú getur gengið að sé topp“. Snúðar verða eitt af aðalsmerkjum nýja bakarísins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan og Guðmundur munu leggja mikla áherslu á gæði snúðanna því þeir segja að ef snúðurinn er ekki góður þá er bakaríið ekki gott. „Við verðum bara með besta bakaríið, það er ekkert flókið, við ætlum bara að bjóða upp á góðar vörur og reyna að halda verði í lágmarki, halda öllum ánægðum líka“, segir Kjartan. Árborg Veitingastaðir Verslun Bakarí Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Nýtt bakarí í eigu tveggja bakara hefur opnað í húsinu sem Guðna bakarí á Selfossi var rekið í tæp fimmtíu ár . Ungu bakararnir lærðu á sínum tíma hjá Guðna. Snúðar verða eitt af aðalmerkjum bakarísins. Það eru þeir Guðmundur Helgi Harðarson frá Haga í Grímsnesi og Kjartan Ásbjörnsson frá Selfossi, sem eiga og reka bakaríið, sem heitir G.K. bakarí og opnaði í gær, 2.janúar. Selfyssingar og nærsveitamenn hafa saknað gamla bakarísins síðustu misseri en Guðmundur og Kjartan, sem lærðu báðir að baka í Guðnabakarí hafa nú látið drauminn rætast og opnað nýtt bakarí í húsi síns gamla læriföðurs. „Við ætlum bara að gera sem okkur þykir gott og okkur þykir skemmtilegt enda verður þetta blanda af því sem við lærðum hér og blanda af því af þeirri vitneskju, sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin á þeim stöðum sem við höfum verið“, segir Guðmundur og bætir við; „Þetta verður eins og að koma á tónleika með Eagles, þú vilt alltaf heyra það klassíska, þau veist að Hotel California kemur í endann og svo kemur alltaf eitthvað á undan, stundum skemmtilegt og gott og annað er leiðinlegt, en það er alltaf eitthvað sem þú getur gengið að sé topp“. Snúðar verða eitt af aðalsmerkjum nýja bakarísins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan og Guðmundur munu leggja mikla áherslu á gæði snúðanna því þeir segja að ef snúðurinn er ekki góður þá er bakaríið ekki gott. „Við verðum bara með besta bakaríið, það er ekkert flókið, við ætlum bara að bjóða upp á góðar vörur og reyna að halda verði í lágmarki, halda öllum ánægðum líka“, segir Kjartan.
Árborg Veitingastaðir Verslun Bakarí Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira