Segir söluna á Coutinho vera aðalástæðuna fyrir mikilli velgengi Liverpool í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 09:30 Philippe Coutinho fagnar einu af mörkum sínum fyrir Liverpool. Hann var almennt talinn vera besti leikmaður liðsins þegar hann var seldur. Getty/Jan Kruger Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool, telur að Liverpool hafi lagt grunninn að velgengni sinni síðustu mánuði með því að selja Philippe Coutinho fyrir 142 milljónir punda í janúar fyrir tveimur árum síðan. Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona fyrir 24 mánuðum síðan en nokkrum árum fyrr hafði félagið einnig selt stórstjörnuna sína til Barcelona þegar Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez fór sömu leið. Á þessum tíma var Liverpool vissulega með gott lið en hafði ekki tekist að komast á toppinn. Liðið rétt missti reyndar af Englandsmeistaratitlinum með Luis Suárez en tókst ekki að fylgja því tímabili eftir. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, hefur hins vegar tekist að koma Liverpool á toppinn á síðustu mánuðum þrátt fyrir að hafa misst sinn besta leikmann í janúar 2018. Peningarnir sem Liverpool fékk fyrir Brasilíumanninn hafa hjálpað þar til og Graeme Souness er á því að þeir séu aðalástæðan fyrir velgengi Liverpool í dag. "That’s when they made that jump."https://t.co/o9PrLc5MHb— Mirror Football (@MirrorFootball) December 30, 2019 „Kannski finnst þeim hlutlausu að það hafi verið skemmtilegra að horfa á þá fyrir nokkrum árum en þeir tóku ekki alvöru stökkið sitt fyrr en þeir náðu í Van Dijk og Alisson,“ sagði Graeme Souness. Varnarleikur Liverpool var mikið vandamál fyrir kaupin á þessum tveimur köppum. Liðið skoraði nóg af mörkum til að vinna titla en þurfti oft þrjá eða fjögur mörk til að vinna sína leiki. Liverpool keypti Virgil van Dijk frá Southampton fyrir 70 milljónir punda í janúar 2018 og Alisson frá Roma fyrir 55,5 milljónir punda í júlí 2018. Samtals kostuðu þessir tveir því 125,5 milljónir punda. Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mané sáu síðan til þess í sameiningu að enginn saknað markanna hans Philippe Coutinho. Varnarleikurinn hefur verið miklu betri með þá Virgil van Dijk og Alisson og nú sér Liverpool langþráðan Englandsmeistaratitil í hyllingum. Liðið er með tíu stiga forystu á Leicester City og ellefu stiga forystu á Manchester City en á líka tvo leiki inni á bæði þessi lið. Enski boltinn Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Sjá meira
Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool, telur að Liverpool hafi lagt grunninn að velgengni sinni síðustu mánuði með því að selja Philippe Coutinho fyrir 142 milljónir punda í janúar fyrir tveimur árum síðan. Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona fyrir 24 mánuðum síðan en nokkrum árum fyrr hafði félagið einnig selt stórstjörnuna sína til Barcelona þegar Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez fór sömu leið. Á þessum tíma var Liverpool vissulega með gott lið en hafði ekki tekist að komast á toppinn. Liðið rétt missti reyndar af Englandsmeistaratitlinum með Luis Suárez en tókst ekki að fylgja því tímabili eftir. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, hefur hins vegar tekist að koma Liverpool á toppinn á síðustu mánuðum þrátt fyrir að hafa misst sinn besta leikmann í janúar 2018. Peningarnir sem Liverpool fékk fyrir Brasilíumanninn hafa hjálpað þar til og Graeme Souness er á því að þeir séu aðalástæðan fyrir velgengi Liverpool í dag. "That’s when they made that jump."https://t.co/o9PrLc5MHb— Mirror Football (@MirrorFootball) December 30, 2019 „Kannski finnst þeim hlutlausu að það hafi verið skemmtilegra að horfa á þá fyrir nokkrum árum en þeir tóku ekki alvöru stökkið sitt fyrr en þeir náðu í Van Dijk og Alisson,“ sagði Graeme Souness. Varnarleikur Liverpool var mikið vandamál fyrir kaupin á þessum tveimur köppum. Liðið skoraði nóg af mörkum til að vinna titla en þurfti oft þrjá eða fjögur mörk til að vinna sína leiki. Liverpool keypti Virgil van Dijk frá Southampton fyrir 70 milljónir punda í janúar 2018 og Alisson frá Roma fyrir 55,5 milljónir punda í júlí 2018. Samtals kostuðu þessir tveir því 125,5 milljónir punda. Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mané sáu síðan til þess í sameiningu að enginn saknað markanna hans Philippe Coutinho. Varnarleikurinn hefur verið miklu betri með þá Virgil van Dijk og Alisson og nú sér Liverpool langþráðan Englandsmeistaratitil í hyllingum. Liðið er með tíu stiga forystu á Leicester City og ellefu stiga forystu á Manchester City en á líka tvo leiki inni á bæði þessi lið.
Enski boltinn Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Sjá meira