Netanyahu biður þingið um friðhelgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2020 22:22 Bejamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. getty/Lior Mizrahi Ísraelski forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að biðja þingið um friðhelgi undan sakfellingu vegna spillingarásakana. Beiðnin mun líklega tefja dósmálið þar til eftir þingkosningar sem halda á í mars. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Forsætisráðherrann var ákærður í nóvember fyrir spillingu, svik, mútur og umboðssvik í þremur mismunandi dómsmálum. Netanyahu hefur neitað sök í öllum þremur málunum. Til þess að hann fái friðhelgi þarf meirihluti þingmanna ísraelska þingsins að kjósa með því. Netanyahu er sá leiðtogi landsins sem hefur setið lengst í valdastóli og er hann sakaður um að hafa þegið gjafir frá forríkum viðskiptamönnum og boðið greiða í von um jákvæðari umfjöllun í fjölmiðlum. Hann bað um friðhelgina í áramótaávarpi sem var spilað í sjónvarpinu aðeins fjórum klukkustundum áður en fresturinn til þess rann út. Hann sagði að beiðnin væri í samræmi við lögin og til þess að hann gæti haldið áfram að vinna í þágu Ísraela og framtíðar Ísraelsríkis. Í mars verða haldnar þriðju þingkosningarnar á innan við ári en Netanyahu hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir síðustu tvær kosningar. Dómsmál geta ekki hafist ef búið er að biðja um friðhelgi þingsins og ísraelska þingið, sem kallað er Knesset, hefur verið leyst upp fyrir komandi kosningar og er því ólíklegt að beiðni Netanyahu verði tekin fyrir þar fyrir kosningarnar. Samkvæmt lögum Ísrael fá meðlimir þingsins ekki sjálfkrafa friðhelgi frá sakfellingu, en geta beðið um hana ef það á við. Sitjandi forsætisráðherra Ísraels þarf aðeins að stíga til hliðar eftir að hann hefur verið sakfelldur. Í síðustu þingkosningum fékk Linkud flokkur Netanyahu 32 þingmenn en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Blár og Hvítur, fékk 33 þingmenn og náði hvorugur flokkurinn að mynda ríkisstjórn. Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu hrósar sigri í formannskjöri Útgönguspár benda til þess að Netanyahu hafi hlotið um 70 prósent atkvæða í baráttunni um formannssæti Líkúd-flokksins gegn Gideon Saar. 26. desember 2019 23:02 Skorað á Netanyahu í formannskosningum Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins. 26. desember 2019 13:46 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Ísraelski forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að biðja þingið um friðhelgi undan sakfellingu vegna spillingarásakana. Beiðnin mun líklega tefja dósmálið þar til eftir þingkosningar sem halda á í mars. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Forsætisráðherrann var ákærður í nóvember fyrir spillingu, svik, mútur og umboðssvik í þremur mismunandi dómsmálum. Netanyahu hefur neitað sök í öllum þremur málunum. Til þess að hann fái friðhelgi þarf meirihluti þingmanna ísraelska þingsins að kjósa með því. Netanyahu er sá leiðtogi landsins sem hefur setið lengst í valdastóli og er hann sakaður um að hafa þegið gjafir frá forríkum viðskiptamönnum og boðið greiða í von um jákvæðari umfjöllun í fjölmiðlum. Hann bað um friðhelgina í áramótaávarpi sem var spilað í sjónvarpinu aðeins fjórum klukkustundum áður en fresturinn til þess rann út. Hann sagði að beiðnin væri í samræmi við lögin og til þess að hann gæti haldið áfram að vinna í þágu Ísraela og framtíðar Ísraelsríkis. Í mars verða haldnar þriðju þingkosningarnar á innan við ári en Netanyahu hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir síðustu tvær kosningar. Dómsmál geta ekki hafist ef búið er að biðja um friðhelgi þingsins og ísraelska þingið, sem kallað er Knesset, hefur verið leyst upp fyrir komandi kosningar og er því ólíklegt að beiðni Netanyahu verði tekin fyrir þar fyrir kosningarnar. Samkvæmt lögum Ísrael fá meðlimir þingsins ekki sjálfkrafa friðhelgi frá sakfellingu, en geta beðið um hana ef það á við. Sitjandi forsætisráðherra Ísraels þarf aðeins að stíga til hliðar eftir að hann hefur verið sakfelldur. Í síðustu þingkosningum fékk Linkud flokkur Netanyahu 32 þingmenn en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Blár og Hvítur, fékk 33 þingmenn og náði hvorugur flokkurinn að mynda ríkisstjórn.
Ísrael Tengdar fréttir Netanyahu hrósar sigri í formannskjöri Útgönguspár benda til þess að Netanyahu hafi hlotið um 70 prósent atkvæða í baráttunni um formannssæti Líkúd-flokksins gegn Gideon Saar. 26. desember 2019 23:02 Skorað á Netanyahu í formannskosningum Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins. 26. desember 2019 13:46 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Netanyahu hrósar sigri í formannskjöri Útgönguspár benda til þess að Netanyahu hafi hlotið um 70 prósent atkvæða í baráttunni um formannssæti Líkúd-flokksins gegn Gideon Saar. 26. desember 2019 23:02
Skorað á Netanyahu í formannskosningum Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins. 26. desember 2019 13:46