Ekki alltaf unnt að eyða hálku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2020 20:00 G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar Skjáskot úr frétt Vegagerðinni barst ábending um hættulegar aðstæður skömmu áður en að alvarlegt slys varð á Skeiðarársandi í vikunni. Víðast hvar er ástandið um þessar mundir með því móti að ekki er unnt að eyða hálku á vegum. Vegfarendur verði því oft á tíðum að búast við hálku og fara varlega. Þetta segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Varað er við flughálku víða um land.Á mbl.is í gær var greint frá atvinnubílstjóra sem gerði Vegagerðinni viðvart um mikla hálku á þjóðveginum við Skeiðarársand á föstudag. Lýsti hann hálkunni sem manndrápshálku. Nokkrum klukkustundum eftir að hann gerði Vegagerðinni viðvart um hálkuna miklu varð alvarlegt bílslys á sama vegi. Sjö manns slösuðust þar af tvö börn alvarlega. Bílsjórinn segist ekki efast um að orsök slyssins hafi verið flughálka á veginum. Kom bílstjórinn að slysinu og undrar hann sig á því hvers vegna Vegagerðin hafi ekki brugðist við ábendingu hans. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að tæki Vegagerðarinnar hafi farið á svæðið um morguninn og hálkuvarið veginn. „Síðan greinilega gerist það mjög snöggt að hálkan breytist í flughálku og það er það sem bílstjórinn verður var við. Það er einfaldlega þannig að þetta er gríðarlega langur kafli sem verður í því ástandi að það er flughálka og við ráðum ekki við að lagfæra það ástand eða breyta því ástandi á mjög skömmum tíma,“ Sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Vegakerfið er þrettán þúsund kílómetrar. Þar af eru rúmlega fimm þúsund kílómetrar í vetrarþjónustu. Af þessum fimm þúsund kílómetrum eru á milli tólf og þrettán hundruð hálkuvarðir, mest megnis í Reykjavík þar sem umferðin er hvað þéttust og er því reynt að hafa hálkulaust ástand. „Víða úti á landi er ástandið þannig að við getum ekki eytt allri hálku. Vegfarendur þurfa því að búast við að það sé oft á tíðum hálka. Við tökum mark á því sem fólk segir þegar það hringir inn, sérstaklega þegar það er að lýsa ástandi sem er öðruvísi en við höfum skráð. Þá athugum við þær ábendingar eins og við getum,“ sagði G. Pétur. Hann segir að ferðamenn geri sér ekki grein fyrir færðinni hér á landi. „Ég held að Íslendingar séu mjög vel meðvitaðir um hálku og einfaldlega að keyra eftir aðstæðum. Okkar vandamál er að ferðamenn þekkja ekki þetta ástand og þeir gera sér alls ekki grein fyrir því að á mjög stuttum tíma getur ástandið breyst úr því að vera þokkalegt í að vera hættulegt. Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Vegagerðinni barst ábending um hættulegar aðstæður skömmu áður en að alvarlegt slys varð á Skeiðarársandi í vikunni. Víðast hvar er ástandið um þessar mundir með því móti að ekki er unnt að eyða hálku á vegum. Vegfarendur verði því oft á tíðum að búast við hálku og fara varlega. Þetta segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Varað er við flughálku víða um land.Á mbl.is í gær var greint frá atvinnubílstjóra sem gerði Vegagerðinni viðvart um mikla hálku á þjóðveginum við Skeiðarársand á föstudag. Lýsti hann hálkunni sem manndrápshálku. Nokkrum klukkustundum eftir að hann gerði Vegagerðinni viðvart um hálkuna miklu varð alvarlegt bílslys á sama vegi. Sjö manns slösuðust þar af tvö börn alvarlega. Bílsjórinn segist ekki efast um að orsök slyssins hafi verið flughálka á veginum. Kom bílstjórinn að slysinu og undrar hann sig á því hvers vegna Vegagerðin hafi ekki brugðist við ábendingu hans. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að tæki Vegagerðarinnar hafi farið á svæðið um morguninn og hálkuvarið veginn. „Síðan greinilega gerist það mjög snöggt að hálkan breytist í flughálku og það er það sem bílstjórinn verður var við. Það er einfaldlega þannig að þetta er gríðarlega langur kafli sem verður í því ástandi að það er flughálka og við ráðum ekki við að lagfæra það ástand eða breyta því ástandi á mjög skömmum tíma,“ Sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Vegakerfið er þrettán þúsund kílómetrar. Þar af eru rúmlega fimm þúsund kílómetrar í vetrarþjónustu. Af þessum fimm þúsund kílómetrum eru á milli tólf og þrettán hundruð hálkuvarðir, mest megnis í Reykjavík þar sem umferðin er hvað þéttust og er því reynt að hafa hálkulaust ástand. „Víða úti á landi er ástandið þannig að við getum ekki eytt allri hálku. Vegfarendur þurfa því að búast við að það sé oft á tíðum hálka. Við tökum mark á því sem fólk segir þegar það hringir inn, sérstaklega þegar það er að lýsa ástandi sem er öðruvísi en við höfum skráð. Þá athugum við þær ábendingar eins og við getum,“ sagði G. Pétur. Hann segir að ferðamenn geri sér ekki grein fyrir færðinni hér á landi. „Ég held að Íslendingar séu mjög vel meðvitaðir um hálku og einfaldlega að keyra eftir aðstæðum. Okkar vandamál er að ferðamenn þekkja ekki þetta ástand og þeir gera sér alls ekki grein fyrir því að á mjög stuttum tíma getur ástandið breyst úr því að vera þokkalegt í að vera hættulegt.
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira