Gefa út handtökuskipun á stórstjörnu fyrir að rassskella lögreglumann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 13:30 Odell Beckham Jr. í búningsklefanum eftir leikinn. Getty/Chris Graythen Þetta var erfitt tímabili fyrir NFL-súperstjörnuna Odell Beckham Jr. í NFL-deildinni og ekki hefur það batnað eftir tímabilið eftir að hann kom sér í mikil vandræði hjá lögreglunni í New Orleans borg. Odell Beckham Jr. var á sínum tíma í Louisiana State háskólanum og hann var mættur til New Orleans þegar LSU spilaði til úrslita um háskólatitilinn í Bandaríkjunum. LSU vann öruggan sigur í úrslitaleiknum á móti Clemson og vann þar með alla fimmtán leiki sína. Odell Beckham Jr. var hrókur alls fagnaðar í leikslok og sást dreifa peningaseðlum til leikmanna LSU liðsins út á velli. Það er þó ekki það sem kom honum í vandræði hjá lögreglunni. An arrest warrant for Odell Beckham Jr. was issued after he was shown smacking an officer on the butt during LSU's postgame locker room celebration https://t.co/znVAWDcpyYpic.twitter.com/JQEdD9uJzn— Sports Illustrated (@SInow) January 16, 2020 Odell Beckham Jr. fór líka mikinn í búningsklefanum eftir leikinn en eins og sést á myndbandinu hér fyrir ofan. Þar sést líka af hverju lögreglan í New Orleans borg hefur gefið út handtökuskipun. Odell Beckham Jr. sést þar rassskella lögreglumann í búningsklefanum og þetta náðist vel á myndband. Lögreglumaðurinn hrökk við en ákvað að gera ekkert í málinu á staðnum þegar hann sá hver gerði þetta. Samkvæmt upplýsingum frá New Orleans lögreglunni þá var lögreglumaðurinn staddur í klefanum til að reyna að fá leikmenn LSU til að slökkva í vindlunum sem þeir voru að reykja. Eftir að myndbandið fór á flug á samfélagsmiðlum þá ákvað lögreglunni í New Orleans borg að kæra Beckham fyrir að „ráðast“ á lögreglumann. Odell Beckham Jr. fær örugglega sekt en hann gæti einnig fengið stuttan fangelsisdóm fyrir rassskellinn. Odell Beckham antics at the national championship game have gotten him in trouble. https://t.co/cfXljkEcwX— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 16, 2020 Odell Beckham Jr. var að klára sitt sjötta tímabil í NFL-deildinni en það fyrsta með liði Cleveland Browns. Það var búist við miklu af honum og liðinu fyrir tímabilið en á endanum voru Browns menn lang frá því að komast í úrslitakeppnina. Beckham sjálfur spilaði í gegnum meiðsli allt tímabilið og var langt frá sínu besta og var ekki sá leikmaður sem gerði hann að stórstjörnu í NFL-deildinni þegar hann lék með liði New York Giants. Bandaríkin NFL Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Sjá meira
Þetta var erfitt tímabili fyrir NFL-súperstjörnuna Odell Beckham Jr. í NFL-deildinni og ekki hefur það batnað eftir tímabilið eftir að hann kom sér í mikil vandræði hjá lögreglunni í New Orleans borg. Odell Beckham Jr. var á sínum tíma í Louisiana State háskólanum og hann var mættur til New Orleans þegar LSU spilaði til úrslita um háskólatitilinn í Bandaríkjunum. LSU vann öruggan sigur í úrslitaleiknum á móti Clemson og vann þar með alla fimmtán leiki sína. Odell Beckham Jr. var hrókur alls fagnaðar í leikslok og sást dreifa peningaseðlum til leikmanna LSU liðsins út á velli. Það er þó ekki það sem kom honum í vandræði hjá lögreglunni. An arrest warrant for Odell Beckham Jr. was issued after he was shown smacking an officer on the butt during LSU's postgame locker room celebration https://t.co/znVAWDcpyYpic.twitter.com/JQEdD9uJzn— Sports Illustrated (@SInow) January 16, 2020 Odell Beckham Jr. fór líka mikinn í búningsklefanum eftir leikinn en eins og sést á myndbandinu hér fyrir ofan. Þar sést líka af hverju lögreglan í New Orleans borg hefur gefið út handtökuskipun. Odell Beckham Jr. sést þar rassskella lögreglumann í búningsklefanum og þetta náðist vel á myndband. Lögreglumaðurinn hrökk við en ákvað að gera ekkert í málinu á staðnum þegar hann sá hver gerði þetta. Samkvæmt upplýsingum frá New Orleans lögreglunni þá var lögreglumaðurinn staddur í klefanum til að reyna að fá leikmenn LSU til að slökkva í vindlunum sem þeir voru að reykja. Eftir að myndbandið fór á flug á samfélagsmiðlum þá ákvað lögreglunni í New Orleans borg að kæra Beckham fyrir að „ráðast“ á lögreglumann. Odell Beckham Jr. fær örugglega sekt en hann gæti einnig fengið stuttan fangelsisdóm fyrir rassskellinn. Odell Beckham antics at the national championship game have gotten him in trouble. https://t.co/cfXljkEcwX— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 16, 2020 Odell Beckham Jr. var að klára sitt sjötta tímabil í NFL-deildinni en það fyrsta með liði Cleveland Browns. Það var búist við miklu af honum og liðinu fyrir tímabilið en á endanum voru Browns menn lang frá því að komast í úrslitakeppnina. Beckham sjálfur spilaði í gegnum meiðsli allt tímabilið og var langt frá sínu besta og var ekki sá leikmaður sem gerði hann að stórstjörnu í NFL-deildinni þegar hann lék með liði New York Giants.
Bandaríkin NFL Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Sjá meira