Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2020 14:10 Birna Marín Viðarsdóttir, Guðmundur Kristinn Þorsteinsson og Hlynur Karlsson skipa lið VA í Gettu betur-keppninni. Sigur þeirra gegn Ísfirðingum var dreginn til baka vegna tæknilegra mistaka. „Þetta var þannig að okkar krakkar fögnuðu auðvitað sigri eins og kom fram í fréttinni enda er úrslitum keppni ekki breytt eftir á samkvæmt reglum hennar,“ segir Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands. Birgir hefur verið liðinu í Gettu betur innan handar en Vísir greindi frá því fyrr í dag að heldur hrapalega hafi til tekist þegar það keppti við lið Menntaskólans á Ísafirði. Austfirðingar höfðu sigur en seinna kom í ljós að vegna tæknilegra mistaka hafði þeim verið skammtaður of rúmur tími i hraðaspurningum. Niðurstöðunni þröngvað uppá Austfirðinga án samráðs „Í gærmorgun er hringt frá RÚV í einn liðsmann okkar og sagt að keppnin hafi verið ógild, við hefðum fengið 17 sekúndum lengri tíma og fengið þar þrjú aukastig. Það þyrfti því að endurtaka keppnina og var byrjað að ræða hvenær það væri hægt,“ segir Birgir og ekki er örgrannt um að heldur þungt sé í Austfirðingum vegna málsins. Birgir segir að nemandinn hafi þá verið heima hjá sér og tjáð þeim sem hafði samband frá Ríkissjónvarpinu ohf að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Birgir Jónsson segir að þessari niðurstöðu, að viðureignin skyldi endurtekin, hafi verið þröngvað upp á Austfirðinga án nokkurs samráðs. Þau hjá VA telja rétt að bæði lið fari áfram í þriðju umferð. „Það var samþykkt og ætlaði RÚV að hringja aftur síðar. Í millitíðinni var birt frétt um að keppnin yrði endurtekin og þess ber að geta að það var hvergi kallað eftir okkar áliti varðandi hvað skyldi gera. Þegar ég náði sambandi við forsvarsmenn RÚV varðandi málið seinni partinn þá virtist vera að þetta hefði verið ákveðið þar og þessari niðurstöðu þröngvað upp á okkur án alls samráðs.“ Liðið ekki í standi til að keppa eftir rússibanareið Birgir segir að auk þess hafi verið reynt að fá lið Verkmenntaskóla Austurlands til að keppa í dag, eins og fram kom í frétt Vísis af málinu. „En ljóst er að okkar lið er ekki í standi til þess eftir rússíbana síðustu tveggja sólarhringa. RÚV hefur eftir þetta séð sóma sinn í því að hlusta á sjónarmið okkar og er að skoða málið aftur. Að okkar mati væri sú leið farsælust að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit, þannig kæmi klúðrið varðandi framkvæmd keppninnar niður á hvorugu liðinu.“ Þannig virðist, samkvæmt Birgi, að málinu sé ekki lokið og ekki sé komin niðurstaða í það þrátt fyrir orð Kristjönu Arnardóttur spyrils sem taldi þetta þó frágengið í samtali við Vísi fyrr í dag. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Sjá meira
„Þetta var þannig að okkar krakkar fögnuðu auðvitað sigri eins og kom fram í fréttinni enda er úrslitum keppni ekki breytt eftir á samkvæmt reglum hennar,“ segir Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands. Birgir hefur verið liðinu í Gettu betur innan handar en Vísir greindi frá því fyrr í dag að heldur hrapalega hafi til tekist þegar það keppti við lið Menntaskólans á Ísafirði. Austfirðingar höfðu sigur en seinna kom í ljós að vegna tæknilegra mistaka hafði þeim verið skammtaður of rúmur tími i hraðaspurningum. Niðurstöðunni þröngvað uppá Austfirðinga án samráðs „Í gærmorgun er hringt frá RÚV í einn liðsmann okkar og sagt að keppnin hafi verið ógild, við hefðum fengið 17 sekúndum lengri tíma og fengið þar þrjú aukastig. Það þyrfti því að endurtaka keppnina og var byrjað að ræða hvenær það væri hægt,“ segir Birgir og ekki er örgrannt um að heldur þungt sé í Austfirðingum vegna málsins. Birgir segir að nemandinn hafi þá verið heima hjá sér og tjáð þeim sem hafði samband frá Ríkissjónvarpinu ohf að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Birgir Jónsson segir að þessari niðurstöðu, að viðureignin skyldi endurtekin, hafi verið þröngvað upp á Austfirðinga án nokkurs samráðs. Þau hjá VA telja rétt að bæði lið fari áfram í þriðju umferð. „Það var samþykkt og ætlaði RÚV að hringja aftur síðar. Í millitíðinni var birt frétt um að keppnin yrði endurtekin og þess ber að geta að það var hvergi kallað eftir okkar áliti varðandi hvað skyldi gera. Þegar ég náði sambandi við forsvarsmenn RÚV varðandi málið seinni partinn þá virtist vera að þetta hefði verið ákveðið þar og þessari niðurstöðu þröngvað upp á okkur án alls samráðs.“ Liðið ekki í standi til að keppa eftir rússibanareið Birgir segir að auk þess hafi verið reynt að fá lið Verkmenntaskóla Austurlands til að keppa í dag, eins og fram kom í frétt Vísis af málinu. „En ljóst er að okkar lið er ekki í standi til þess eftir rússíbana síðustu tveggja sólarhringa. RÚV hefur eftir þetta séð sóma sinn í því að hlusta á sjónarmið okkar og er að skoða málið aftur. Að okkar mati væri sú leið farsælust að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit, þannig kæmi klúðrið varðandi framkvæmd keppninnar niður á hvorugu liðinu.“ Þannig virðist, samkvæmt Birgi, að málinu sé ekki lokið og ekki sé komin niðurstaða í það þrátt fyrir orð Kristjönu Arnardóttur spyrils sem taldi þetta þó frágengið í samtali við Vísi fyrr í dag.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Sjá meira
Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19