Rashford gat ekki hlaupið aðeins nokkrum dögum fyrir leikinn á móti Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 09:00 Marcus Rashford var sárþjáður í bakinu og varð að fara af velli í gær. Getty/ John Peters Marcus Rashford entist bara í sextán mínútur eftir að hafa komið inn á sem varamaður í bikarsigrinum á Úlfunum í gær eftir að knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær tók áhættu sem sprakk í andlitið á norska knattspyrnustjóranum. Hinn 22 ára gamli Marcus Rashford fór af velli vegna bakmeiðsla og nú er mikil óvissa með þátttöku hans í stórleiknum á móti Liverpool um helgina. Ole Gunnar Solskjær sagði eftir leik að leikmaðurinn sinn hafi „ekki getað hlaupið“ og það eru ekki góðar fréttir fyrir framherja. Marcus Rashford hefur skorað 22 mörk fyrir United og enska landsliðið á tímabilinu. „Við munum skoða hann vel á næstu dögum og verðum síðan bara að sjá til með sunnudaginn,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United eftir leikinn. Marcus Rashford is a doubt for the Man United game against Liverpool on Sunday after coming off injured against Wolves in the #FACup More here https://t.co/yBcuqVy24h#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/IBlQteX8uO— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Ég vildi ekki spila honum. Hann fékk högg á bakið, líklegast hné eða eitthvað, en hann hefur verið í vandræðum í svolítinn tíma,“ sagði Solskjær. „Þess vegna byrjaði hann ekki á móti Wolves en við þurfum sigurinn,“ sagði Solskjær en mun sú ákvörðun kosta liðið of mikið. „Hann átti þátt í sigurmarkinu sem var jákvætt. En þetta sprakk í andlitið á okkur,“ viðurkenndi Solskjær. „Hann er oftast fljótur að ná sér af meiðslum og hann getur spilað í gegnum sársauka,“ sagði Solskjær. „Hann hefur verið í vandræðum að undanförnu en það tengist oftast því þegar hann er orðinn þreyttur. Hann var ekki nógu lengi inn á til að vera orðinn þreyttur svo að þetta gæti verið eitthvað sem gerðist í þessum leik,“ sagði Solskjær. „Hann hefur verið í toppformi á þessu tímabili og við munum því gera allt sem í okkar valdi stendur til að hann geti spilað leikinn á sunnudaginn. Ef hann er ekki klár þá spilum við án hans,“ sagði Solskjær. Marcus Rashford hefur spilað þrettán leiki síðan í byrjun desember, byrjað ellefu þeirra og skorað níu mörk í þeim. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
Marcus Rashford entist bara í sextán mínútur eftir að hafa komið inn á sem varamaður í bikarsigrinum á Úlfunum í gær eftir að knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær tók áhættu sem sprakk í andlitið á norska knattspyrnustjóranum. Hinn 22 ára gamli Marcus Rashford fór af velli vegna bakmeiðsla og nú er mikil óvissa með þátttöku hans í stórleiknum á móti Liverpool um helgina. Ole Gunnar Solskjær sagði eftir leik að leikmaðurinn sinn hafi „ekki getað hlaupið“ og það eru ekki góðar fréttir fyrir framherja. Marcus Rashford hefur skorað 22 mörk fyrir United og enska landsliðið á tímabilinu. „Við munum skoða hann vel á næstu dögum og verðum síðan bara að sjá til með sunnudaginn,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United eftir leikinn. Marcus Rashford is a doubt for the Man United game against Liverpool on Sunday after coming off injured against Wolves in the #FACup More here https://t.co/yBcuqVy24h#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/IBlQteX8uO— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Ég vildi ekki spila honum. Hann fékk högg á bakið, líklegast hné eða eitthvað, en hann hefur verið í vandræðum í svolítinn tíma,“ sagði Solskjær. „Þess vegna byrjaði hann ekki á móti Wolves en við þurfum sigurinn,“ sagði Solskjær en mun sú ákvörðun kosta liðið of mikið. „Hann átti þátt í sigurmarkinu sem var jákvætt. En þetta sprakk í andlitið á okkur,“ viðurkenndi Solskjær. „Hann er oftast fljótur að ná sér af meiðslum og hann getur spilað í gegnum sársauka,“ sagði Solskjær. „Hann hefur verið í vandræðum að undanförnu en það tengist oftast því þegar hann er orðinn þreyttur. Hann var ekki nógu lengi inn á til að vera orðinn þreyttur svo að þetta gæti verið eitthvað sem gerðist í þessum leik,“ sagði Solskjær. „Hann hefur verið í toppformi á þessu tímabili og við munum því gera allt sem í okkar valdi stendur til að hann geti spilað leikinn á sunnudaginn. Ef hann er ekki klár þá spilum við án hans,“ sagði Solskjær. Marcus Rashford hefur spilað þrettán leiki síðan í byrjun desember, byrjað ellefu þeirra og skorað níu mörk í þeim.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira