Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2020 10:02 Valur S. Valgeirsson er formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri. Mynd/Einar Ómarsson Valur S. Valgeirsson, formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri, áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. Hann segir íbúa á staðnum vera í sjokki vegna atburðanna. Valur sagði frá þessu í viðtali í Bítinu í morgun. Valur lýsti stöðunni fyrir vestan þannig að þar sé nú er norðaustan þræsingur og ekki mikið um að vera í bænum. „Engin vinnsla í bænum svo það er ekkert fólk á ferðinni. Búið er að aflýsa skólahaldi og leikskóla lokað. Hér eru menn bara að bíða eftir birtingu til að meta aðstæður.“ Hann segir þetta hafa verið gríðarlega stórt snjóflóð sem féll á Norðureyrinni sem varð svo til að flóðbylgjan kom yfir fjörðinn. „Þetta er svo sem ekkert einsdæmi að þetta gerist hérna. Kannski síðasta flóð sem gerist af þessari stærðargráðu og á þessu svæði fellur upp úr miðri síðustu öld, en klárlega hafa brimvarnargarðar sem verja hérna eyrina bjargað miklu. Drepa niður bylgjuna.“ Frá Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Valur segir flóðið hafa flætt upp á götur og skollið á hús. Viti hann um að flóðið hafi kastað jeppa til um einhverja metra og rúður brotnað. Þá hafi gafl í geymsluhúsnæði, pakkhúsi, alveg farið.Gerið þið ykkur einhverja grein hvað flóðbylgjan hafi verið há?„Fjörðurinn er reyndar nokkuð grunnur á þessu svæði þannig að já, ég held að flóðbylgjan hafi verið allavega sex til tíu metra há. Get ímyndað mér það. Menn tala um það að í einu húsinu sem stendur þarna við fjöruna, að þegar fólk kemur út til að athuga hvað hafi gerst þá lekur bara sjór ofan af þakinu í stríðum straumum. Þannig að klárlega hefur flóðbylgjan náð þetta sex til tíu metra.“ Við Eyrargötu á Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Íbúar í sjokki Valur segir fólk á Suðureyri vera í sjokki vegna atburðanna. „Þetta er ekki það mikill snjór hérna núna, við höfum oft séð meiri snjó en þetta. Og menn reiknuðu ekki með þessu á þessum tímapunkti. 1995, þegar Flateyrarflóðið fellur, þá fellur sex tímum seinna flóð hérna, gríðarlega stórt flóð sem ég varð svo sem sjálfur vitni að, og þá hafði snjóað miklu, miklu meira. Þá var margfalt meiri snjór og mjög erfiðar aðstæður.“ Hann segir flóðið í nótt hafa vakið upp margar slæmar minningar frá tímum snjóflóðanna fyrir vestan árið 1995. Hlusta má á viðtalið við Val í heild sinni í spilaranum að neðan, en það hefst þegar um sex mínútur eru liðnar. Bítið Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. 15. janúar 2020 08:48 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum en engum fyrirspurnum svarað Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Valur S. Valgeirsson, formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri, áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. Hann segir íbúa á staðnum vera í sjokki vegna atburðanna. Valur sagði frá þessu í viðtali í Bítinu í morgun. Valur lýsti stöðunni fyrir vestan þannig að þar sé nú er norðaustan þræsingur og ekki mikið um að vera í bænum. „Engin vinnsla í bænum svo það er ekkert fólk á ferðinni. Búið er að aflýsa skólahaldi og leikskóla lokað. Hér eru menn bara að bíða eftir birtingu til að meta aðstæður.“ Hann segir þetta hafa verið gríðarlega stórt snjóflóð sem féll á Norðureyrinni sem varð svo til að flóðbylgjan kom yfir fjörðinn. „Þetta er svo sem ekkert einsdæmi að þetta gerist hérna. Kannski síðasta flóð sem gerist af þessari stærðargráðu og á þessu svæði fellur upp úr miðri síðustu öld, en klárlega hafa brimvarnargarðar sem verja hérna eyrina bjargað miklu. Drepa niður bylgjuna.“ Frá Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Valur segir flóðið hafa flætt upp á götur og skollið á hús. Viti hann um að flóðið hafi kastað jeppa til um einhverja metra og rúður brotnað. Þá hafi gafl í geymsluhúsnæði, pakkhúsi, alveg farið.Gerið þið ykkur einhverja grein hvað flóðbylgjan hafi verið há?„Fjörðurinn er reyndar nokkuð grunnur á þessu svæði þannig að já, ég held að flóðbylgjan hafi verið allavega sex til tíu metra há. Get ímyndað mér það. Menn tala um það að í einu húsinu sem stendur þarna við fjöruna, að þegar fólk kemur út til að athuga hvað hafi gerst þá lekur bara sjór ofan af þakinu í stríðum straumum. Þannig að klárlega hefur flóðbylgjan náð þetta sex til tíu metra.“ Við Eyrargötu á Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Íbúar í sjokki Valur segir fólk á Suðureyri vera í sjokki vegna atburðanna. „Þetta er ekki það mikill snjór hérna núna, við höfum oft séð meiri snjó en þetta. Og menn reiknuðu ekki með þessu á þessum tímapunkti. 1995, þegar Flateyrarflóðið fellur, þá fellur sex tímum seinna flóð hérna, gríðarlega stórt flóð sem ég varð svo sem sjálfur vitni að, og þá hafði snjóað miklu, miklu meira. Þá var margfalt meiri snjór og mjög erfiðar aðstæður.“ Hann segir flóðið í nótt hafa vakið upp margar slæmar minningar frá tímum snjóflóðanna fyrir vestan árið 1995. Hlusta má á viðtalið við Val í heild sinni í spilaranum að neðan, en það hefst þegar um sex mínútur eru liðnar.
Bítið Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. 15. janúar 2020 08:48 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum en engum fyrirspurnum svarað Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. 15. janúar 2020 08:48
Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53
Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42