Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 13:45 Meghan stendur hér á milli drottningarinnar og eiginmannsins. Myndin er tekin á viðburði í apríl 2018. Meghan og Harry höfðu þá verið trúlofuð í um það bil ár og giftu sig mánuði síðar. vísir/Getty Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. Til umræðu á fundinum var framtíð hertogahjónanna af Sussex, þeirra Meghan og Harry, innan bresku konungsfjölskyldunnar en þau tilkynntu í liðinni viku að þau hygðust hætta að sinna konunglegum embættisskyldum og lifa í staðinn sjálfstæðara lífi, bæði í Kanada og Bretlandi. Yfirlýsingin kom konungsfjölskyldunni í opna skjöldu og var drottningin sögð miður sín vegna málsins. Þá hefðu Karl og Vilhjálmur reiðst mjög þeim Harry og Meghan. Að því er greint er frá á vef Guardian var talið að Meghan myndi taka þátt í einhverjum hluta fundarins í gær í gegnum síma en hún er í Kanada ásamt Archie, syni hennar og Harry. Síðan fóru sögusagnir af stað um að Meghan hefði verið bannað að taka þátt í fundinum en heimildarmaður Guardian segir að hertogahjónin hafi sjálf ákveðið að það væri óþarfi fyrir Meghan að hringja sig inn á fundinn frá Kanada. Buckingham-höll hefur ekki gefið neitt upp um það hvað nákvæmlega var rætt á fundinum. Eftir fundinn sendi drottningin hins vegar frá sér yfirlýsingu, sem breskir fjölmiðlar lýsa sem afar persónulegri, þar sem hún sagðist hafa samþykkt sérstakt aðlögunartímabil fyrir Harry og Meghan þar sem myndu deila tíma sínum á milli Kanada og Bretlands. Þá yrði lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónanna tekin á allra næstu dögum. Fram kom í yfirlýsingunni að drottningin virði vilja Harry og Meghan til þess að finna sér ný hlutverk. Hún hefði þó sjálf kosið að hlutverk þeirra hefðu verið óbreytt. Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37 „Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. 13. janúar 2020 12:56 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. Til umræðu á fundinum var framtíð hertogahjónanna af Sussex, þeirra Meghan og Harry, innan bresku konungsfjölskyldunnar en þau tilkynntu í liðinni viku að þau hygðust hætta að sinna konunglegum embættisskyldum og lifa í staðinn sjálfstæðara lífi, bæði í Kanada og Bretlandi. Yfirlýsingin kom konungsfjölskyldunni í opna skjöldu og var drottningin sögð miður sín vegna málsins. Þá hefðu Karl og Vilhjálmur reiðst mjög þeim Harry og Meghan. Að því er greint er frá á vef Guardian var talið að Meghan myndi taka þátt í einhverjum hluta fundarins í gær í gegnum síma en hún er í Kanada ásamt Archie, syni hennar og Harry. Síðan fóru sögusagnir af stað um að Meghan hefði verið bannað að taka þátt í fundinum en heimildarmaður Guardian segir að hertogahjónin hafi sjálf ákveðið að það væri óþarfi fyrir Meghan að hringja sig inn á fundinn frá Kanada. Buckingham-höll hefur ekki gefið neitt upp um það hvað nákvæmlega var rætt á fundinum. Eftir fundinn sendi drottningin hins vegar frá sér yfirlýsingu, sem breskir fjölmiðlar lýsa sem afar persónulegri, þar sem hún sagðist hafa samþykkt sérstakt aðlögunartímabil fyrir Harry og Meghan þar sem myndu deila tíma sínum á milli Kanada og Bretlands. Þá yrði lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónanna tekin á allra næstu dögum. Fram kom í yfirlýsingunni að drottningin virði vilja Harry og Meghan til þess að finna sér ný hlutverk. Hún hefði þó sjálf kosið að hlutverk þeirra hefðu verið óbreytt.
Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37 „Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. 13. janúar 2020 12:56 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45
Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37
„Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. 13. janúar 2020 12:56