Segir mikla vinnu eftir áður en miðhálendisþjóðgarður geti orðið að veruleika Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2020 21:00 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur ólíklegt að það takist að afgreiða frumvarp um hálendisþjóðgarð á vorþingi. Mikil vinna sé eftir í samráði við sveitarfélög og huga þurfi sérstaklega að því að stofnun þjóðgarðs og trygging raforkuöryggis geti farið saman. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi, sem meðal annars byggir á tillögum þverpólitískrar þingmannanefndar, um stofnun Hálendisþjóðgarðs á næstunni. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann teldi fyrirhugaða stofnun Hálendisþjóðgarðs vera ótímabæra. Bergþór sagði sig úr þverpólitíska samráðshópnum en Vilhjálmur Árnason var þar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er kannski ekki ótímabært að fara í þessa vinnu. Það þarf að klára vinnuna og einhvers staðar þarf að byrja þannig að ég held að það sé bara eðlilegt að við séum að vinna í þessum málum og taka samtalið. Svo er bara spurning hversu hratt við förum,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort hann telji raunhæft að frumvarpið verði að lögum á vorþingi sagði hann margt þurfa að ganga upp til að svo megi vera. „Það er alltaf hægt að leggja málin fram en þetta er gríðarlega mikil vinna sem að kostar mikinn tíma þannig að það þarf nú mjög margt að ganga upp hratt og örugglega og mikil samtöl og sátt að nást um málið svo að það geti klárast á svo skömmum tíma,“ segir Vilhjálmur. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. „Það er alla veganna niðurstaða þverpólitíska hópsins að rödd sveitarfélaganna eigi að vera sem sterkust og það eigi raunverulega að færa verkefnið og valdið til sveitarfélaganna en það er einmitt eitt af því sem þarf að gerast áður en við getum haldið lengra er að það sé sameiginlegur skilningur og hvernig útfærum við það á trúverðugan hátt svo báðir aðilar séu sammála um að það sé leiðin sem við erum að fara,“ segir Vilhjálmur. Þá þurfi jafnframt að hafa til hliðsjónar að unnt verði að tryggja raforkuöryggi um landið og þá uppbyggingu sem því tengist. „Það verður algjörlega að vinnast hlið við hlið hvernig við ætlum að dreifa orkunni um landið og tryggja næga raforku fyrir orkuskipti og annað og svo þetta um miðhálendisþjóðgarðinn, þannig að hvort geti komið á undan hinu,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Nefnd um stofnun þjóðgarðsins skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. 3. desember 2019 14:39 Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30 Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur ólíklegt að það takist að afgreiða frumvarp um hálendisþjóðgarð á vorþingi. Mikil vinna sé eftir í samráði við sveitarfélög og huga þurfi sérstaklega að því að stofnun þjóðgarðs og trygging raforkuöryggis geti farið saman. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi, sem meðal annars byggir á tillögum þverpólitískrar þingmannanefndar, um stofnun Hálendisþjóðgarðs á næstunni. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann teldi fyrirhugaða stofnun Hálendisþjóðgarðs vera ótímabæra. Bergþór sagði sig úr þverpólitíska samráðshópnum en Vilhjálmur Árnason var þar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er kannski ekki ótímabært að fara í þessa vinnu. Það þarf að klára vinnuna og einhvers staðar þarf að byrja þannig að ég held að það sé bara eðlilegt að við séum að vinna í þessum málum og taka samtalið. Svo er bara spurning hversu hratt við förum,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort hann telji raunhæft að frumvarpið verði að lögum á vorþingi sagði hann margt þurfa að ganga upp til að svo megi vera. „Það er alltaf hægt að leggja málin fram en þetta er gríðarlega mikil vinna sem að kostar mikinn tíma þannig að það þarf nú mjög margt að ganga upp hratt og örugglega og mikil samtöl og sátt að nást um málið svo að það geti klárast á svo skömmum tíma,“ segir Vilhjálmur. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. „Það er alla veganna niðurstaða þverpólitíska hópsins að rödd sveitarfélaganna eigi að vera sem sterkust og það eigi raunverulega að færa verkefnið og valdið til sveitarfélaganna en það er einmitt eitt af því sem þarf að gerast áður en við getum haldið lengra er að það sé sameiginlegur skilningur og hvernig útfærum við það á trúverðugan hátt svo báðir aðilar séu sammála um að það sé leiðin sem við erum að fara,“ segir Vilhjálmur. Þá þurfi jafnframt að hafa til hliðsjónar að unnt verði að tryggja raforkuöryggi um landið og þá uppbyggingu sem því tengist. „Það verður algjörlega að vinnast hlið við hlið hvernig við ætlum að dreifa orkunni um landið og tryggja næga raforku fyrir orkuskipti og annað og svo þetta um miðhálendisþjóðgarðinn, þannig að hvort geti komið á undan hinu,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Nefnd um stofnun þjóðgarðsins skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. 3. desember 2019 14:39 Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30 Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Nefnd um stofnun þjóðgarðsins skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. 3. desember 2019 14:39
Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30
Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent