Mollie Hughes sló heimsmet Vilborgar Örnu Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 09:42 Mollie Hughes var 58 daga á Suðurpólinn. Instagram/Hamish Frost Hin 29 ára gamla Mollie Hughes frá Skotland er yngsta konan til þess að komast ein á Suðurpólinn. Vilborg Arna Gissurardóttir átti áður metið en hún var 32 ára þegar hún skíðaði ein síns liðs á Suðurpólinn. Þetta staðfesti Mollie á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagðist vera komin á leiðarenda eftir um 58 daga langt ferðalag. After 58.5 days of skiing I am standing at the Geographic South Pole as the youngest woman EVER to ski solo from the coast of Antarctica to the Pole! | Find me with inReachhttps://t.co/bObamHtJfo— Mollie Hughes (@MollieJHughes) January 10, 2020 Hughes hefur áður slegið heimsmet þegar hún varð yngsta konan til þess að klífa bæði norður- og suðurhlið Everest aðeins 26 ára gömul. Hughes var með vistir sínar í sleða sem hún dró með sér en sleðinn vó um 105 kíló. Ferðin hófst við strendur Suðurskautslandsins og var rúmlega 1.100 kílómetra löng. Á ferð sinni þurfti Hughes að innbyrða 4.500 hitaeiningar á dag en þrátt fyrir það missti hún um fimmtán kíló á ferðalaginu. Hún segir það hafa verið átakanlegt að hafa verið fjarri kærustu sinni og fjölskyldu yfir jól. Hún hlakki þó mest til að fara í sturtu og fá almennilegan mat í fyrsta skipti í tvo mánuði. Hún segir aðstæður hafa verið einstaklega erfiðar á pólnum þar sem frost fór niður í 45 gráður og vindhraði var allt að 28 m/s. Þá þurfti hún að glíma við hvítblindu í átta daga en hvítblinda er truflun á sjónskynjun sem veldur því að allt rennur saman í hvíta heild án skugga eða kennileita. Ferðin hafi því reynt mjög á þolmörk hennar. „Ég var mjög heppin að hafa ekki upplifað neinar meiriháttar hamfarir í ljósi þess sem getur gerst í þessum erfiðum aðstæðum,“ hefur BBC eftir Hughes. Suðurskautslandið Tengdar fréttir Vilborg flogin frá Suðurpólnum - fékk kampavín og hátíðarkvöldverð Vilborg Arna Gissurardóttir var sótt á Suðurpólinn í gær og dvelur hún nú í Union Glacier-tjaldbúðunum á Suðurskautslandi. Flugið tók um 5 og hálfan tíma og var hún samferða nokkrum pólförum frá Suður-Afríku. 20. janúar 2013 10:06 Vilborg Arna: Hugsaði aldrei um að hætta "Þráin eftir að komast á Suðurpólinn var bara svo sterk að ég hugsaði aldrei um að hætta." 28. janúar 2013 20:07 Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. 18. janúar 2013 12:40 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
Hin 29 ára gamla Mollie Hughes frá Skotland er yngsta konan til þess að komast ein á Suðurpólinn. Vilborg Arna Gissurardóttir átti áður metið en hún var 32 ára þegar hún skíðaði ein síns liðs á Suðurpólinn. Þetta staðfesti Mollie á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagðist vera komin á leiðarenda eftir um 58 daga langt ferðalag. After 58.5 days of skiing I am standing at the Geographic South Pole as the youngest woman EVER to ski solo from the coast of Antarctica to the Pole! | Find me with inReachhttps://t.co/bObamHtJfo— Mollie Hughes (@MollieJHughes) January 10, 2020 Hughes hefur áður slegið heimsmet þegar hún varð yngsta konan til þess að klífa bæði norður- og suðurhlið Everest aðeins 26 ára gömul. Hughes var með vistir sínar í sleða sem hún dró með sér en sleðinn vó um 105 kíló. Ferðin hófst við strendur Suðurskautslandsins og var rúmlega 1.100 kílómetra löng. Á ferð sinni þurfti Hughes að innbyrða 4.500 hitaeiningar á dag en þrátt fyrir það missti hún um fimmtán kíló á ferðalaginu. Hún segir það hafa verið átakanlegt að hafa verið fjarri kærustu sinni og fjölskyldu yfir jól. Hún hlakki þó mest til að fara í sturtu og fá almennilegan mat í fyrsta skipti í tvo mánuði. Hún segir aðstæður hafa verið einstaklega erfiðar á pólnum þar sem frost fór niður í 45 gráður og vindhraði var allt að 28 m/s. Þá þurfti hún að glíma við hvítblindu í átta daga en hvítblinda er truflun á sjónskynjun sem veldur því að allt rennur saman í hvíta heild án skugga eða kennileita. Ferðin hafi því reynt mjög á þolmörk hennar. „Ég var mjög heppin að hafa ekki upplifað neinar meiriháttar hamfarir í ljósi þess sem getur gerst í þessum erfiðum aðstæðum,“ hefur BBC eftir Hughes.
Suðurskautslandið Tengdar fréttir Vilborg flogin frá Suðurpólnum - fékk kampavín og hátíðarkvöldverð Vilborg Arna Gissurardóttir var sótt á Suðurpólinn í gær og dvelur hún nú í Union Glacier-tjaldbúðunum á Suðurskautslandi. Flugið tók um 5 og hálfan tíma og var hún samferða nokkrum pólförum frá Suður-Afríku. 20. janúar 2013 10:06 Vilborg Arna: Hugsaði aldrei um að hætta "Þráin eftir að komast á Suðurpólinn var bara svo sterk að ég hugsaði aldrei um að hætta." 28. janúar 2013 20:07 Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. 18. janúar 2013 12:40 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
Vilborg flogin frá Suðurpólnum - fékk kampavín og hátíðarkvöldverð Vilborg Arna Gissurardóttir var sótt á Suðurpólinn í gær og dvelur hún nú í Union Glacier-tjaldbúðunum á Suðurskautslandi. Flugið tók um 5 og hálfan tíma og var hún samferða nokkrum pólförum frá Suður-Afríku. 20. janúar 2013 10:06
Vilborg Arna: Hugsaði aldrei um að hætta "Þráin eftir að komast á Suðurpólinn var bara svo sterk að ég hugsaði aldrei um að hætta." 28. janúar 2013 20:07
Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. 18. janúar 2013 12:40