Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 22:00 Slökkviliðið var kallað á vettvang með klippur. Ekki þurfti að beita þeim til þess að ná farþegum úr rútunni. aðsend Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavetninga segir það mikil mildi að ekki hafi farið verr þegar rúta valt nærri bænum Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. Á fimmta tug háskólanema var í rútunni. Nemarnir voru á leið í skíðaferð á Akureyri þegar slysið varð á fimmta tímanum í dag. Allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu var sent á vettvang auk slökkviliðsbíla.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valtÍ samtali við Vísi segir Ingvar slökkviliðið verið kallað út með klippur en hafi ekki þurft að beita þeim til þess að ná farþegum úr rútunni. Öxi er suðvestur af Blönduósi.Kortagrunnur af Map.is Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur og voru aðrir farþegar fluttir af vettvangi á fjöldahjálparstöð eða á sjúkrahúsið á Blönduósi. Í frétt á vef RÚV kemur fram að einn hafi verið fluttur frá þyrlunni í hjólastól, annar í sjúkrabörum og þriðji hafi gengið sjálfur frá þyrlunni. Þá hafa samhæfingarstöð og aðgerðastjórn á Sauðárkróki hafa lokið störfum vegna slyssins. Rannsókn er nú í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Ingvar segir mildi að ekki hafi farið verr enda séu aðstæður varhugaverðar. „Það var flughált á veginum og er enn. Það eru stórir flutningabílar og rútur að fara um í aðstæðum sem menn ættu ekki að vera í eða að minnsta kosti aka með gát,“ segir Ingvar. „Þetta hefði getað farið svo miklu verr.“ Hann brýnir fyrir ökumönnum að fara varlega enda færð á vegum víða slæm og því mikilvægt að sýna aðgát. Tugir björgunarsveita- og slökkviliðsmanna hjálpuðust að við verðmætabjörgun á vettvangi. Þar var tekið saman farangur og persónulegir munir farþega fluttir á Blönduós. Ingvar segir vinnu á vettvangi hafa gengið vel og frábært samstarf viðbragðsaðila úr öllum landshlutum hafi sýnt sig. Fréttin hefur verið uppfærð. Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavetninga segir það mikil mildi að ekki hafi farið verr þegar rúta valt nærri bænum Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. Á fimmta tug háskólanema var í rútunni. Nemarnir voru á leið í skíðaferð á Akureyri þegar slysið varð á fimmta tímanum í dag. Allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu var sent á vettvang auk slökkviliðsbíla.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valtÍ samtali við Vísi segir Ingvar slökkviliðið verið kallað út með klippur en hafi ekki þurft að beita þeim til þess að ná farþegum úr rútunni. Öxi er suðvestur af Blönduósi.Kortagrunnur af Map.is Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur og voru aðrir farþegar fluttir af vettvangi á fjöldahjálparstöð eða á sjúkrahúsið á Blönduósi. Í frétt á vef RÚV kemur fram að einn hafi verið fluttur frá þyrlunni í hjólastól, annar í sjúkrabörum og þriðji hafi gengið sjálfur frá þyrlunni. Þá hafa samhæfingarstöð og aðgerðastjórn á Sauðárkróki hafa lokið störfum vegna slyssins. Rannsókn er nú í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Ingvar segir mildi að ekki hafi farið verr enda séu aðstæður varhugaverðar. „Það var flughált á veginum og er enn. Það eru stórir flutningabílar og rútur að fara um í aðstæðum sem menn ættu ekki að vera í eða að minnsta kosti aka með gát,“ segir Ingvar. „Þetta hefði getað farið svo miklu verr.“ Hann brýnir fyrir ökumönnum að fara varlega enda færð á vegum víða slæm og því mikilvægt að sýna aðgát. Tugir björgunarsveita- og slökkviliðsmanna hjálpuðust að við verðmætabjörgun á vettvangi. Þar var tekið saman farangur og persónulegir munir farþega fluttir á Blönduós. Ingvar segir vinnu á vettvangi hafa gengið vel og frábært samstarf viðbragðsaðila úr öllum landshlutum hafi sýnt sig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14
Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44