Noregskonungur áfram á sjúkrahúsi Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2020 21:42 Haraldur Noregskonungur þegar hann kom til jólamessu í kapellunni á Holmenkollen í Osló á jóladag. Mynd/Konungshöllin, Sven Gj. Gjeruldsen. Haraldur fimmti Noregskonungur verður áfram á sjúkrahúsi í Osló að minnsta kosti fram yfir helgi. „Konungur var lagður inn á Ríkisspítalann vegna svima. Hann er á batavegi og búist er við að hann verði útskrifaður í næstu viku,“ sagði í stuttri tilkynningu norsku konungshallarinnar nú síðdegis. Í tilkynningu hallarinnar á miðvikudag hafði verið vonast til að konungur yrði útskrifaður fyrir helgi, - það er í dag. Jafnframt var þá sagt að enginn alvarlegur sjúkdómur hefði greinst. Haraldur tók ekki þátt í opnunarathöfn Johan Sverdrup-olíusvæðisins í Norðursjó fyrr í vikunni, eins og áformað hafði verið. Kom það því í hlut Ernu Solberg forsætisráðherra að gangsetja svæðið formlega, eins og fram kom á Stöð 2. Sjá hér: Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Hákon krónprins gegnir konunglegum skyldum í veikindaforföllum föður síns. Myndin er frá árinu 2016.Mynd/Konungshöllin, Jørgen Gomnæs. Tilkynnt var í fyrradag að konungur yrði í veikindaleyfi í tvær vikur. Hákon krónprins sinnir konunglegum skyldum í forföllum föður síns. Þannig stýrði krónprinsinn fundi ríkisráðs Noregs í dag. Konungur var einnig frá störfum í desember, þá vegna veirusýkingar. Þá stóð til að konungur myndi fylgjast með leik Noregs og Bosníu-Hersegóvínu í Evrópukeppninni í handbolta í Þrándheimi síðdegis. Krónprinsinn mætti í staðinn á leikinn og sá norska liðið fagna sigri. Fyrir fimmtán árum gekkst Haraldur undir tvær hjartaaðgerðir með skömmu millibili og var þá meðal annars skipt um hjartaloku. Tveimur árum fyrr var hann skorinn upp vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Haraldur verður 83 ára í næsta mánuði. Hann tók við konungdómi við andlát föður síns, Ólafs fimmta Noregskonungs, þann 17. janúar árið 1991, en margir minnast þess að sama dag hófust Heklugos og Persaflóastríð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá óvæntri skyndiheimsókn Haraldar til Íslands árið 2015. Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Útför Ara Behn gerð frá dómkirkjunni í Osló Norski rithöfundurinn Ari Behn, fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs, er jarðsunginn í dag en hann svipti sig lífi á jóladag. 3. janúar 2020 13:23 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Noregskonungur óvænt í Njarðvík Haraldur Noregskonungur skoðaði víkingaskipið Íslending í fylgd forseta Íslands í Njarðvík nú síðdegis. 20. maí 2015 18:45 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Haraldur fimmti Noregskonungur verður áfram á sjúkrahúsi í Osló að minnsta kosti fram yfir helgi. „Konungur var lagður inn á Ríkisspítalann vegna svima. Hann er á batavegi og búist er við að hann verði útskrifaður í næstu viku,“ sagði í stuttri tilkynningu norsku konungshallarinnar nú síðdegis. Í tilkynningu hallarinnar á miðvikudag hafði verið vonast til að konungur yrði útskrifaður fyrir helgi, - það er í dag. Jafnframt var þá sagt að enginn alvarlegur sjúkdómur hefði greinst. Haraldur tók ekki þátt í opnunarathöfn Johan Sverdrup-olíusvæðisins í Norðursjó fyrr í vikunni, eins og áformað hafði verið. Kom það því í hlut Ernu Solberg forsætisráðherra að gangsetja svæðið formlega, eins og fram kom á Stöð 2. Sjá hér: Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Hákon krónprins gegnir konunglegum skyldum í veikindaforföllum föður síns. Myndin er frá árinu 2016.Mynd/Konungshöllin, Jørgen Gomnæs. Tilkynnt var í fyrradag að konungur yrði í veikindaleyfi í tvær vikur. Hákon krónprins sinnir konunglegum skyldum í forföllum föður síns. Þannig stýrði krónprinsinn fundi ríkisráðs Noregs í dag. Konungur var einnig frá störfum í desember, þá vegna veirusýkingar. Þá stóð til að konungur myndi fylgjast með leik Noregs og Bosníu-Hersegóvínu í Evrópukeppninni í handbolta í Þrándheimi síðdegis. Krónprinsinn mætti í staðinn á leikinn og sá norska liðið fagna sigri. Fyrir fimmtán árum gekkst Haraldur undir tvær hjartaaðgerðir með skömmu millibili og var þá meðal annars skipt um hjartaloku. Tveimur árum fyrr var hann skorinn upp vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Haraldur verður 83 ára í næsta mánuði. Hann tók við konungdómi við andlát föður síns, Ólafs fimmta Noregskonungs, þann 17. janúar árið 1991, en margir minnast þess að sama dag hófust Heklugos og Persaflóastríð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá óvæntri skyndiheimsókn Haraldar til Íslands árið 2015.
Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Útför Ara Behn gerð frá dómkirkjunni í Osló Norski rithöfundurinn Ari Behn, fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs, er jarðsunginn í dag en hann svipti sig lífi á jóladag. 3. janúar 2020 13:23 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Noregskonungur óvænt í Njarðvík Haraldur Noregskonungur skoðaði víkingaskipið Íslending í fylgd forseta Íslands í Njarðvík nú síðdegis. 20. maí 2015 18:45 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Útför Ara Behn gerð frá dómkirkjunni í Osló Norski rithöfundurinn Ari Behn, fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs, er jarðsunginn í dag en hann svipti sig lífi á jóladag. 3. janúar 2020 13:23
Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15
Noregskonungur óvænt í Njarðvík Haraldur Noregskonungur skoðaði víkingaskipið Íslending í fylgd forseta Íslands í Njarðvík nú síðdegis. 20. maí 2015 18:45