Tíðindi á nýju ári Drífa Snædal skrifar 10. janúar 2020 15:30 Kæru lesendur, gleðilegt ár og takk fyrir það liðna. Um áramótin urðu þau gleðitíðindi að tekjumörk til að sækja um íbúðir hjá Bjargi íbúðafélagi voru rýmkuð til muna með breytingum á lögum. Nú hafa því töluvert fleiri möguleika á að fá úthlutað íbúðum í gegnum félagið. Fólk er hvatt til að kynna sér möguleikann hjá bjargibudafelag.is enda er lækkun húsnæðiskostnaðar ein besta kjarabót sem fólk getur fengið. Frekari tíðindi af húsnæðismálum er að vænta á þessu nýja ári enda hafa þau verið eitt af kjarnamálum síðustu ára. Fleiri úrbætur urðu um áramótin og má þar helst nefna lenging fæðingarorlofs, sem var eitt af atriðunum í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við undirritun kjarasamningana síðasta vor. Nú eru eyrnamerktir 4 mánuðir fyrir hvort foreldri fyrir sig og tveir til sameiginlegrar ráðstöfunar, samtals 10 mánuðir. Þetta mun hækka í 12 mánuði um næstu áramót. Það ber alltaf að hafa í huga í tengslum við fæðingarorlofsbreytingar að það er einmitt eitt helsta tæki til jafnréttis kynjanna sem hægt er að beita auk þess að vera sjálfsögð krafa barna að njóta óskertrar samveru við foreldra. Skattkerfinu var breytt um áramótin auk barnabótakerfisins og urðu þau stórtíðindi að það er nú þriggja þrepa kerfi í stað tveggja. Það er ekkert launungarmál að vísasta leiðin til að jafna kjörin er að gera það í gegnum þrepaskipt skattkerfi. Breytingarnar núna hafa þau áhrif að fólk með tekjur undir 900 þúsund fær lækkun skatta á bilinu 2.000-4.500 krónur, mest er lækkunin hjá þeim sem eru með um 350 þúsund krónur í mánaðarlaun og frekari lækkun kemur næstu áramót. Hins vegar, vegna þess að kröfu verkalýðshreyfingarinnar um hátekjuþrep var ekki mætt, þá gagnast breytingarnar best þeim sem eru með yfir milljón á mánuði, þeir fá skattalækkun uppá tæplega fimm þúsund krónur. Tilgangur skattabreytinganna var aldrei að hygla þeim hæst launuðu og stendur krafan um hátekjuskatt óhögguð til að við getum raunverulega jafnað kjörin í gegnum skatta. Þá eru óræddar þær ívilnanir sem eignafólk fær með lágum fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum. Baráttunni fyrir sanngjörnu skattkerfi er því hvergi nærri lokið! Ég get ekki orða bundist í þessum föstudagspistli að minnast Guðrúnar Ögmundsdóttur sem var kvödd við fallega athöfn á föstudagsmorgun. Hún var merkisberi kynslóðar sem menntaði sig meira en áður hafði þekkst, aflaði sér þekkingar á áður óþekktum sviðum, bar með sér ferska vinda til Íslands og kröfur um róttækar breytingar til jafnaðar og jafnréttis. Að lokum vann hún innan kerfisins að góðum breytingum, sem stjórnmálakona og starfsmaður í stjórnsýslunni. Allt þetta gerði hún með væntumþykju og virðingu fyrir fólki og verkefnum. Ég naut sjálf samtals og stuðnings hennar frá því ég var kornung í Kvennalistanum og starfskona á fæðingardeildinni þar sem hún var félagsráðgjafi, í gegnum stjórnmál og þar sem leiðir okkar lágu saman í gegnum leik og störf alla tíð síðan. Árangri í störfum sínum náði hún í gegnum samtal og lagni og árangurinn er áþreifanlegur mörgum sem búa nú við betri og sanngjarnari stöðu en áður. Við, sem samfélag, nutum þess að Guðrún barðist fyrir okkur og við sem þekktum hana erum betri manneskjur fyrir vikið. Góða helgi, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæru lesendur, gleðilegt ár og takk fyrir það liðna. Um áramótin urðu þau gleðitíðindi að tekjumörk til að sækja um íbúðir hjá Bjargi íbúðafélagi voru rýmkuð til muna með breytingum á lögum. Nú hafa því töluvert fleiri möguleika á að fá úthlutað íbúðum í gegnum félagið. Fólk er hvatt til að kynna sér möguleikann hjá bjargibudafelag.is enda er lækkun húsnæðiskostnaðar ein besta kjarabót sem fólk getur fengið. Frekari tíðindi af húsnæðismálum er að vænta á þessu nýja ári enda hafa þau verið eitt af kjarnamálum síðustu ára. Fleiri úrbætur urðu um áramótin og má þar helst nefna lenging fæðingarorlofs, sem var eitt af atriðunum í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við undirritun kjarasamningana síðasta vor. Nú eru eyrnamerktir 4 mánuðir fyrir hvort foreldri fyrir sig og tveir til sameiginlegrar ráðstöfunar, samtals 10 mánuðir. Þetta mun hækka í 12 mánuði um næstu áramót. Það ber alltaf að hafa í huga í tengslum við fæðingarorlofsbreytingar að það er einmitt eitt helsta tæki til jafnréttis kynjanna sem hægt er að beita auk þess að vera sjálfsögð krafa barna að njóta óskertrar samveru við foreldra. Skattkerfinu var breytt um áramótin auk barnabótakerfisins og urðu þau stórtíðindi að það er nú þriggja þrepa kerfi í stað tveggja. Það er ekkert launungarmál að vísasta leiðin til að jafna kjörin er að gera það í gegnum þrepaskipt skattkerfi. Breytingarnar núna hafa þau áhrif að fólk með tekjur undir 900 þúsund fær lækkun skatta á bilinu 2.000-4.500 krónur, mest er lækkunin hjá þeim sem eru með um 350 þúsund krónur í mánaðarlaun og frekari lækkun kemur næstu áramót. Hins vegar, vegna þess að kröfu verkalýðshreyfingarinnar um hátekjuþrep var ekki mætt, þá gagnast breytingarnar best þeim sem eru með yfir milljón á mánuði, þeir fá skattalækkun uppá tæplega fimm þúsund krónur. Tilgangur skattabreytinganna var aldrei að hygla þeim hæst launuðu og stendur krafan um hátekjuskatt óhögguð til að við getum raunverulega jafnað kjörin í gegnum skatta. Þá eru óræddar þær ívilnanir sem eignafólk fær með lágum fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum. Baráttunni fyrir sanngjörnu skattkerfi er því hvergi nærri lokið! Ég get ekki orða bundist í þessum föstudagspistli að minnast Guðrúnar Ögmundsdóttur sem var kvödd við fallega athöfn á föstudagsmorgun. Hún var merkisberi kynslóðar sem menntaði sig meira en áður hafði þekkst, aflaði sér þekkingar á áður óþekktum sviðum, bar með sér ferska vinda til Íslands og kröfur um róttækar breytingar til jafnaðar og jafnréttis. Að lokum vann hún innan kerfisins að góðum breytingum, sem stjórnmálakona og starfsmaður í stjórnsýslunni. Allt þetta gerði hún með væntumþykju og virðingu fyrir fólki og verkefnum. Ég naut sjálf samtals og stuðnings hennar frá því ég var kornung í Kvennalistanum og starfskona á fæðingardeildinni þar sem hún var félagsráðgjafi, í gegnum stjórnmál og þar sem leiðir okkar lágu saman í gegnum leik og störf alla tíð síðan. Árangri í störfum sínum náði hún í gegnum samtal og lagni og árangurinn er áþreifanlegur mörgum sem búa nú við betri og sanngjarnari stöðu en áður. Við, sem samfélag, nutum þess að Guðrún barðist fyrir okkur og við sem þekktum hana erum betri manneskjur fyrir vikið. Góða helgi, Drífa
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun