Segir McTominay nútíma Robbie Savage: „Hann hleypur bara um og sparkar í menn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2020 14:15 McTominay í leiknum sem hann meiddist í. vísir/getty Paul Parker, fyrrum varnarmaður Manchester United, er ekki hrifinn af Scott McTominay, miðjumanni Rauðu djöflanna. McTominay hefur leikið afar vel á leiktíðinni en hann hefur leikið 21 leik á leiktíðinni. Hann hefur ekki spilað eftir meiðslin á hné gegn Newcastle á öðrum degi jóla. Þrátt fyrir fínar frammistöður McTominay á leiktíðinni eru ekki allir sáttir og þar á meðal er Paul Parker sem lék með liðinu frá 1991 til 1996. „Scott McTominay er gott dæmi um vandamálið. Hann hleypur bara um og sparkar í menn. Hann er nútíma Robbie Savage. Þú þarft meira en það,“ sagði Parker í samtali við Eurosport. 'McTominay is just a modern-day Robbie Savage' - Man Utd squad in need of 10 additions, says Parker https://t.co/0aKUAXIWZKpic.twitter.com/L6kUtCeOGL— Goal Nigeria (@GoalcomNigeria) January 9, 2020 „Ef fólk er að segja að United sakni McTominay þá eru það ekki alvöru stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að hann er meiddur er að hann reyndi að sparka í einhvern og meiddi sig sjálfur. Ef fólk heldur að það sé United þá erum við ekki á góðum stað.“ „Í hvert skipti sem Solskjær velur miðjumenn - já, segjum bara að ég er hissa að hann sé ekki orðinn sköllóttur því þetta hlýtur að fara illa með heilann á honum því það er enginn miðja hjá United.“ „Sama með hvaða miðjumenn hann spilar með þá er ekki víst að það virki. Ef þú ert að spila í fremstu víglínu þá veistu að þú ert ekki að fara fá boltann. Ef þú ert varnarmaður veistu að boltinn kemur strax til baka. Miðjan er vandamálið hjá United,“ sagði harðorður Parker. Savage var hins vegar fljótur til og svaraði Parker á Twitter-síðu sinni í gær. Þar segir hann að þetta sé bull. Savage hafi ekki verið nægilega góður fyrir United en að McTominay hafi verið besti leikmaður United á leiktíðinni. Nonsense, I wasn't good enough for United , he's proven he can get into team , hold his place down , be one of United's best players this season and missed when injured ! https://t.co/MRs7Xb0ZOK— Robbie Savage (@RobbieSavage8) January 9, 2020 Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Paul Parker, fyrrum varnarmaður Manchester United, er ekki hrifinn af Scott McTominay, miðjumanni Rauðu djöflanna. McTominay hefur leikið afar vel á leiktíðinni en hann hefur leikið 21 leik á leiktíðinni. Hann hefur ekki spilað eftir meiðslin á hné gegn Newcastle á öðrum degi jóla. Þrátt fyrir fínar frammistöður McTominay á leiktíðinni eru ekki allir sáttir og þar á meðal er Paul Parker sem lék með liðinu frá 1991 til 1996. „Scott McTominay er gott dæmi um vandamálið. Hann hleypur bara um og sparkar í menn. Hann er nútíma Robbie Savage. Þú þarft meira en það,“ sagði Parker í samtali við Eurosport. 'McTominay is just a modern-day Robbie Savage' - Man Utd squad in need of 10 additions, says Parker https://t.co/0aKUAXIWZKpic.twitter.com/L6kUtCeOGL— Goal Nigeria (@GoalcomNigeria) January 9, 2020 „Ef fólk er að segja að United sakni McTominay þá eru það ekki alvöru stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að hann er meiddur er að hann reyndi að sparka í einhvern og meiddi sig sjálfur. Ef fólk heldur að það sé United þá erum við ekki á góðum stað.“ „Í hvert skipti sem Solskjær velur miðjumenn - já, segjum bara að ég er hissa að hann sé ekki orðinn sköllóttur því þetta hlýtur að fara illa með heilann á honum því það er enginn miðja hjá United.“ „Sama með hvaða miðjumenn hann spilar með þá er ekki víst að það virki. Ef þú ert að spila í fremstu víglínu þá veistu að þú ert ekki að fara fá boltann. Ef þú ert varnarmaður veistu að boltinn kemur strax til baka. Miðjan er vandamálið hjá United,“ sagði harðorður Parker. Savage var hins vegar fljótur til og svaraði Parker á Twitter-síðu sinni í gær. Þar segir hann að þetta sé bull. Savage hafi ekki verið nægilega góður fyrir United en að McTominay hafi verið besti leikmaður United á leiktíðinni. Nonsense, I wasn't good enough for United , he's proven he can get into team , hold his place down , be one of United's best players this season and missed when injured ! https://t.co/MRs7Xb0ZOK— Robbie Savage (@RobbieSavage8) January 9, 2020
Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira