Hvatti forseta til að „sparka í rassinn á þessum ráðherralufsum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 16:06 Ágúst Ólafur sparaði ekki stóru orðin um ríkisstjórnina á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sparaði ekki stóru orðin undir liðnum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sá forseti þingsins ástæðu til að beina þeim tilmælum til þingmannsins að vanda orðavalið. Ágúst lýsti yfir óánægju sinni með það, að líkt og fyrir jól, séu það fyrst og fremst þingmannamál sem beri uppi dagskrá þingsins. Mál ríkisstjórnarinnar komi bæði seint og illa inn til þingsins. „Ég hefði haldið að ríkisstjórn sem telur sig hafa eitthvað erindi myndi mæta nokkuð keik til leiks með fullt af nýjum þingmálum,“ sagði Ágúst Ólafur. Það sé hins vegar alls ekki raunin. Sagði hann að á að giska væru þingmannamálin líklega um þrír fjórðu hlutar þeirra mála sem komist hafa á dagskrá þingsins. „Þetta væri kannski allt í lagi ef planið væri að afgreiða þessi góðu þingmannamál en svo er auðvitað ekki raunin. Herra forseti, samkvæmt nýendurskoðaðri þingmálaskrá eru ráðherrarnir nú að seinka yfir 40 málum,“ sagði Ágúst Ólafur um leið og hann hvatti þingforseta til að „góðlátlega sparka í rassinn á þessum ráðherralufsum í þessari skrýtnu ríkisstjórn.“ Að mati Ágústs virðist ríkisstjórnin halda að þingið sé „einhver tilgangslítill stimpilpúði fyrir málin sín sem koma fram bæði seint og illa,“ eins og hann orðaði það. Þegar hann hafði lokið máli sínu sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Ágústi Ólafi að gæta orða sinna. „Forseti hvetur þingmenn til að gæta hófs í orðavali,“ sagði Steingrímur. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sparaði ekki stóru orðin undir liðnum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Sá forseti þingsins ástæðu til að beina þeim tilmælum til þingmannsins að vanda orðavalið. Ágúst lýsti yfir óánægju sinni með það, að líkt og fyrir jól, séu það fyrst og fremst þingmannamál sem beri uppi dagskrá þingsins. Mál ríkisstjórnarinnar komi bæði seint og illa inn til þingsins. „Ég hefði haldið að ríkisstjórn sem telur sig hafa eitthvað erindi myndi mæta nokkuð keik til leiks með fullt af nýjum þingmálum,“ sagði Ágúst Ólafur. Það sé hins vegar alls ekki raunin. Sagði hann að á að giska væru þingmannamálin líklega um þrír fjórðu hlutar þeirra mála sem komist hafa á dagskrá þingsins. „Þetta væri kannski allt í lagi ef planið væri að afgreiða þessi góðu þingmannamál en svo er auðvitað ekki raunin. Herra forseti, samkvæmt nýendurskoðaðri þingmálaskrá eru ráðherrarnir nú að seinka yfir 40 málum,“ sagði Ágúst Ólafur um leið og hann hvatti þingforseta til að „góðlátlega sparka í rassinn á þessum ráðherralufsum í þessari skrýtnu ríkisstjórn.“ Að mati Ágústs virðist ríkisstjórnin halda að þingið sé „einhver tilgangslítill stimpilpúði fyrir málin sín sem koma fram bæði seint og illa,“ eins og hann orðaði það. Þegar hann hafði lokið máli sínu sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Ágústi Ólafi að gæta orða sinna. „Forseti hvetur þingmenn til að gæta hófs í orðavali,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira