Fótbolti

Berglind skoraði og AC Milan áfram á sigurbraut

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er að byrja vel hjá AC Milan.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er að byrja vel hjá AC Milan. Getty/Emilio Andreoli

AC Milan hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína eftir að Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom til liðsins. AC Milan vann 6-3 á Bari í miklum markaleik á heimavelli AC Milan í dag.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eitt marka liðsins en fyrirliðinn Valentina Giacinti var með þrjú mörk.

Berglind Björg hefur skoraði þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með AC Milan og liðið hefur unnið þá alla. Líkt og í fyrsta heimaleiknum sínum þá var Blikastelpan á skotskónum en Berglind skoraði tvö mörk í frumraun sinni sem leikmaður AC Milan.



Með sigrinum komst AC Milan liðið upp að hlið Fiorentina í öðru sæti ítölsku deildarinnar en bæði lið eru átta stigum á eftir toppliði Juventus.

Valentina Giacinti kom AC Milan í 1-0 eftir aðeins 40 sekúndur en Bari jafnaði metin sextán mínútum síðar. Mark var dæmt af AC Milan í fyrri hálfleiknum og staðan var 1-1 í hálfleik.

Valentina Giacinti kom AC Milan aftur yfir með sínu öðru marki og svo fylgdu strax á eftir á næstu sex mínútum mörk frá þeim Nora Heroum og Refiloe Jane.

Bari náði að minnka muninn í 4-2 en Berglind Björg skoraði þá fimmta mark AC Milan á 78. mínútu og gerði endanlega út um leikinn.

Valentina Giacinti var ekki hætt og innsiglaði þrennu sína með sjötta markinu átta mínútum fyrir leikslok. Bari minnkaði aftur muninn og nú í 6-3.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×