Krefjast þess að eiginkonurnar hafi þá á brjósti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 11:30 Kona af þjóðflokknum Ovahimba gefur barni sínu brjóst en rétt er að geta þess að þann þjóðflokk er ekki að finna í Úganda heldur einungis Namibíu og Angóla. vísir/getty Vísindamenn við Kaymbogo-háskólann í Kampala í Úganda og háskólann í Kent í Bretlandi rannsaka nú í fyrsta sinn þá iðju fullorðinna karlmanna á tilteknum svæðum í Úganda, Kenýa og Tansaníu að drekka brjóstamjólk úr brjóstum eiginkvenna sinna. Þessi krafa mannanna hefur verið tengd við kynbundið ofbeldi og valdbeitingu en lítið var vitað um málið þar til fyrir um tveimur árum þegar heilbrigðisráðherra landsins, Sarah Opendi, vakti athygli á því á þjóðþinginu. Hún varaði við því að það væri að færast í aukana að menn væru að krefja konur sínar um að sjúga brjóst þeirra til að fá brjóstamjólk. Þetta skapaði vandamál fyrir konurnar og börnin sem þær væru með á brjósti. Á vef Guardian er fjallað um málið og rætt við Jane (ekki hennar rétta nafn) sem segir að eiginmanni hennar finnist brjóstamjólkin góð. Jane er tvítug og eiga þau sex mánaða gamalt barn. „Hann segir að honum finnist hún góð á bragðið og að hún hjálpi honum til að halda heilsunni. Honum líður vel eftir á,“ segir Jane. Maðurinn hennar hafi byrjað að biðja um brjóstamjólk kvöldið sem hún kom heim af fæðingardeildinni. „Hann sagði að hann væri að hjálpa mér með flæðið á mjólkinn. Mér fannst þetta í lagi,“ segir Jane. „Hún getur ekki sagt nei“ Dr. Rowena Merritt, breskur atferlisfræðingur sem sérhæfir sig í lýðheilsu, fer fyrir rannsókninni. „Við vissum ekki hvort við myndum finna einhvern sem myndi viðurkenna að gera þetta og vilja tala við okkur um það. Við vissum í raun ekki hvort þetta væri gert eða ekki,“ segir Merrit. Rannsóknin fór fram á dreifbýlu svæði í miðju Úganda þar sem sagt er að það sé algengt að menn séu á brjósti eiginkvenna sinna. Í ljós kom að mennirnir drekka oft áður en börnin fara á brjóstið, oftast einu sinni á dag, og upp í allt að klukkutíma í senn. Var rætt nafnlaust við fjóra menn sem sögðu að brjóstamjólkin gæfi þeim orku. Þá er það hjátrú sums staðar að brjóstamjólkin geti haft lækningamátt, jafnvel fyrir sjúkdóma eins og eyðni og krabbamein. Ein konan var spurð að því hvað myndi gerast ef hún neitaði manni sínum um brjóstamjólk. „Ég óttast að hann færi annað ef ég myndi ekki leyfa þetta,“ svaraði hún. Einn mannanna, Thomas (ekki hans rétta nafn), viðurkenndi að konurnar gætu orðið fyrir ofbeldi ef þær vildu ekki gefa mönnum sínum brjóst. „Hún getur ekki sagt nei því þú verður háður þessu og það er erfitt að hætta. Ef konan segir nei þá gæti það leitt af sér ofbeldi, þetta er það stórt mál,“ sagði hann. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður. Úganda Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Vísindamenn við Kaymbogo-háskólann í Kampala í Úganda og háskólann í Kent í Bretlandi rannsaka nú í fyrsta sinn þá iðju fullorðinna karlmanna á tilteknum svæðum í Úganda, Kenýa og Tansaníu að drekka brjóstamjólk úr brjóstum eiginkvenna sinna. Þessi krafa mannanna hefur verið tengd við kynbundið ofbeldi og valdbeitingu en lítið var vitað um málið þar til fyrir um tveimur árum þegar heilbrigðisráðherra landsins, Sarah Opendi, vakti athygli á því á þjóðþinginu. Hún varaði við því að það væri að færast í aukana að menn væru að krefja konur sínar um að sjúga brjóst þeirra til að fá brjóstamjólk. Þetta skapaði vandamál fyrir konurnar og börnin sem þær væru með á brjósti. Á vef Guardian er fjallað um málið og rætt við Jane (ekki hennar rétta nafn) sem segir að eiginmanni hennar finnist brjóstamjólkin góð. Jane er tvítug og eiga þau sex mánaða gamalt barn. „Hann segir að honum finnist hún góð á bragðið og að hún hjálpi honum til að halda heilsunni. Honum líður vel eftir á,“ segir Jane. Maðurinn hennar hafi byrjað að biðja um brjóstamjólk kvöldið sem hún kom heim af fæðingardeildinni. „Hann sagði að hann væri að hjálpa mér með flæðið á mjólkinn. Mér fannst þetta í lagi,“ segir Jane. „Hún getur ekki sagt nei“ Dr. Rowena Merritt, breskur atferlisfræðingur sem sérhæfir sig í lýðheilsu, fer fyrir rannsókninni. „Við vissum ekki hvort við myndum finna einhvern sem myndi viðurkenna að gera þetta og vilja tala við okkur um það. Við vissum í raun ekki hvort þetta væri gert eða ekki,“ segir Merrit. Rannsóknin fór fram á dreifbýlu svæði í miðju Úganda þar sem sagt er að það sé algengt að menn séu á brjósti eiginkvenna sinna. Í ljós kom að mennirnir drekka oft áður en börnin fara á brjóstið, oftast einu sinni á dag, og upp í allt að klukkutíma í senn. Var rætt nafnlaust við fjóra menn sem sögðu að brjóstamjólkin gæfi þeim orku. Þá er það hjátrú sums staðar að brjóstamjólkin geti haft lækningamátt, jafnvel fyrir sjúkdóma eins og eyðni og krabbamein. Ein konan var spurð að því hvað myndi gerast ef hún neitaði manni sínum um brjóstamjólk. „Ég óttast að hann færi annað ef ég myndi ekki leyfa þetta,“ svaraði hún. Einn mannanna, Thomas (ekki hans rétta nafn), viðurkenndi að konurnar gætu orðið fyrir ofbeldi ef þær vildu ekki gefa mönnum sínum brjóst. „Hún getur ekki sagt nei því þú verður háður þessu og það er erfitt að hætta. Ef konan segir nei þá gæti það leitt af sér ofbeldi, þetta er það stórt mál,“ sagði hann. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður.
Úganda Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira