Eigandi Leeds hraunaði yfir dómarana á Twitter er Leeds fór á toppinn | Rooney opnaði reikninginn fyrir Derby 28. janúar 2020 21:38 Leikmenn Leeds fagna í kvöld. vísir/getty Leeds er komið á topp ensku B-deildarinnar eftir 3-2 endurkomusigur gegn Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Millwall, 3-2, en Leeds lenti 2-0 undir. Shaun Hutchinson kom Millwall yfir á fjórðu mínútu og Jed Wallace tvöfaldaði forystuna fyrir úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Í stöðunni 2-0 birti eigandi Leeds, Andrea Radizzani, athyglisverða Twitter-færslu. Þar hraunaði hann yfir dómara leiksins og sagði dómgæsluna óásættanlega. Hann segist hafa séð margt en hann hafi ekki kynnst öðru eins og í kvöld. Þetta sé ekki boðlegt fyrir atvinnumannadeild og að dómararnir þurfi hjálp tækninnar. Speechless...in two years I have seen a lot but the level shown tonight is not acceptable for a professional league. Time to improve, use technology support and prepare professionals fit to work at the top level of football— Andrea Radrizzani (@andrearadri) January 28, 2020 Allt annað var að sjá lið Leeds í síðari hálfleik. Patrick Bamford minnkaði muninn á 48. mínútu og fjórtán mínútum síðar jafnaði Pablo Hernandez. Það var svo Bamford sem skoraði annað mark sitt og þriðja mark Leeds á 67. mínútu er hann tryggði Leeds endurkomusigur. Lokatölur 3-2. Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 72 mínúturnar fyrir Millwall sem er í 9. sætinu. Leeds er komið á topp deildarinnar með 55 stig því á sama tíma í kvöld tapaði WBA fyrir Cardiff á útivelli, 2-1. WBA er í 2. sætinu með 53 stig. Nottingham Forest er komið upp í 3. sætið og er nú einungis tveimur stigum á eftir WBA eftir 1-0 sigur á Brentford á útivelli í kvöld. Wayne Rooney opnaði markareikning sinn fyrir Derby er hann skoraði fyrsta mark leiksins er liðið tapaði 3-2 fyrir Luton. Wayne Rooney has scored his first goal in English football since for Everton against Swansea in December 2017 (had gone 21 apps for Derby & Everton without scoring) pic.twitter.com/96CRt6RzQP— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 28, 2020 Derby er í 16. sæti deildarinnar.Öll úrslit kvöldsins: Blackburn - QPR 2-1 Brentford - Nottingham Forest 0-1 Cardiff - WBA 2-1 Hull - Huddersfield 1-1 Leeds - Millwall 3-2 Luton - Derby 2-2 Wigan - Sheffield Wednesday 2-1 Reading - Bristol 0-1 Enski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira
Leeds er komið á topp ensku B-deildarinnar eftir 3-2 endurkomusigur gegn Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Millwall, 3-2, en Leeds lenti 2-0 undir. Shaun Hutchinson kom Millwall yfir á fjórðu mínútu og Jed Wallace tvöfaldaði forystuna fyrir úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Í stöðunni 2-0 birti eigandi Leeds, Andrea Radizzani, athyglisverða Twitter-færslu. Þar hraunaði hann yfir dómara leiksins og sagði dómgæsluna óásættanlega. Hann segist hafa séð margt en hann hafi ekki kynnst öðru eins og í kvöld. Þetta sé ekki boðlegt fyrir atvinnumannadeild og að dómararnir þurfi hjálp tækninnar. Speechless...in two years I have seen a lot but the level shown tonight is not acceptable for a professional league. Time to improve, use technology support and prepare professionals fit to work at the top level of football— Andrea Radrizzani (@andrearadri) January 28, 2020 Allt annað var að sjá lið Leeds í síðari hálfleik. Patrick Bamford minnkaði muninn á 48. mínútu og fjórtán mínútum síðar jafnaði Pablo Hernandez. Það var svo Bamford sem skoraði annað mark sitt og þriðja mark Leeds á 67. mínútu er hann tryggði Leeds endurkomusigur. Lokatölur 3-2. Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 72 mínúturnar fyrir Millwall sem er í 9. sætinu. Leeds er komið á topp deildarinnar með 55 stig því á sama tíma í kvöld tapaði WBA fyrir Cardiff á útivelli, 2-1. WBA er í 2. sætinu með 53 stig. Nottingham Forest er komið upp í 3. sætið og er nú einungis tveimur stigum á eftir WBA eftir 1-0 sigur á Brentford á útivelli í kvöld. Wayne Rooney opnaði markareikning sinn fyrir Derby er hann skoraði fyrsta mark leiksins er liðið tapaði 3-2 fyrir Luton. Wayne Rooney has scored his first goal in English football since for Everton against Swansea in December 2017 (had gone 21 apps for Derby & Everton without scoring) pic.twitter.com/96CRt6RzQP— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 28, 2020 Derby er í 16. sæti deildarinnar.Öll úrslit kvöldsins: Blackburn - QPR 2-1 Brentford - Nottingham Forest 0-1 Cardiff - WBA 2-1 Hull - Huddersfield 1-1 Leeds - Millwall 3-2 Luton - Derby 2-2 Wigan - Sheffield Wednesday 2-1 Reading - Bristol 0-1
Enski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira