Páll um bæturnar: „Svo himinhrópandi að þetta tekur eiginlega engu tali“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2020 17:41 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist skilja reiði fólks varðandi samanburð á bótagreiðslu ríkisins vegna brots á jafnréttislögum annars vegar og dauða ungabarns vegna mistaka hins vegar. Þetta væri ofar hans skilningi. Þetta sagði Páll í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og var hann að tala um tvö mál. Annars vegar það að hjónin Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson fengu fimm milljónir króna í bætur frá ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést. Hins vegar var Páll að tala um það að Ólína Þorvarðardóttir fékk tuttugu milljónir í bætur vegna brots Þingvallanefnd á jafnréttislögum varðandi ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar. Málin tvö og upphæðir bótanna hafa verið borin saman á samfélagsmiðlum og víðar á undanförnum dögum. Páll sagði upphæð bóta sem Ólína fékk vera hneyksli og tilefni til að endurskoða lögin sem bæturnar byggja á. „Því við megum ekki gleyma því að það var ekki verið að bæta Ólínu skaða sem hún hlaut fyrir það að óhæfari eða minna hæfur maður hafi verið ráðinn. Það sem liggur til grundvallar þarna er að, eins og ég lít á málið, að þá hafi sú ráðningarskrifstofa sem hélt utan um formlega partinn af þessu ferli, hún hafi ekki haldið til haga, ekki skráð með neinum hætti, það huglæga mat sem hafði legið að baki þessarar ráðningu, með sama hætti og hlutlæga matið,“ sagði Páll. Hann sagði vert að hafa í huga að sá sem var ráðinn skoraði hærra varðandi bæði þessa hluti. „En skráningin var sem sagt ekki í lagi, á huglæga hlutanum, og að mistök af því tagi skuli leiða til bótaskyldu af hálfu ríkisins upp á tuttugu milljónir króna er eiginlega fyrir utan og ofan allt velsæmi að mínu mati.“ Hann sagði málið enn fáránlegra í samhengi við hinar bæturnar. „Ég brest bara við með sama hætti og auðvitað almenningur gerir. Þetta ósamræmi á milli þessara tveggja hluta, þetta er svo himinhrópandi að þetta tekur eiginlega engu tali.“ Aðspurður hvort hann skildi reiði fólks, sagðist Páll skilja hana mætavel. Annað væri ekki hægt. „Ef við horfum á tilefnin tvö og síðan bæturnar í hvoru tilviki fyrir sig, þá er þetta auðvitað fyrir utan og ofan skilning venjulegs fólks. Þar með talið fyrir utan og ofan minn skilning,“ sagði Páll. Hlusta má á þennan hluta Reykjavík síðdegis hér að neðan. Alþingi Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þingvellir Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Fá fimm milljónir í bætur frá ríkinu vegna andláts barns síns Dauði nýfædds drengs á fæðingardeild Landspítalans var rakinn til vanrækslu starfsfólks spítalans. 22. janúar 2020 18:37 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 „Í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt“ Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjóna, sem fá milljónir í bætur í ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést, segir upphæð bótanna byggða á tíu ára gömlu dómafordæmi Hæstaréttar í sambærilegu máli. 23. janúar 2020 13:15 Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist skilja reiði fólks varðandi samanburð á bótagreiðslu ríkisins vegna brots á jafnréttislögum annars vegar og dauða ungabarns vegna mistaka hins vegar. Þetta væri ofar hans skilningi. Þetta sagði Páll í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og var hann að tala um tvö mál. Annars vegar það að hjónin Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson fengu fimm milljónir króna í bætur frá ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést. Hins vegar var Páll að tala um það að Ólína Þorvarðardóttir fékk tuttugu milljónir í bætur vegna brots Þingvallanefnd á jafnréttislögum varðandi ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar. Málin tvö og upphæðir bótanna hafa verið borin saman á samfélagsmiðlum og víðar á undanförnum dögum. Páll sagði upphæð bóta sem Ólína fékk vera hneyksli og tilefni til að endurskoða lögin sem bæturnar byggja á. „Því við megum ekki gleyma því að það var ekki verið að bæta Ólínu skaða sem hún hlaut fyrir það að óhæfari eða minna hæfur maður hafi verið ráðinn. Það sem liggur til grundvallar þarna er að, eins og ég lít á málið, að þá hafi sú ráðningarskrifstofa sem hélt utan um formlega partinn af þessu ferli, hún hafi ekki haldið til haga, ekki skráð með neinum hætti, það huglæga mat sem hafði legið að baki þessarar ráðningu, með sama hætti og hlutlæga matið,“ sagði Páll. Hann sagði vert að hafa í huga að sá sem var ráðinn skoraði hærra varðandi bæði þessa hluti. „En skráningin var sem sagt ekki í lagi, á huglæga hlutanum, og að mistök af því tagi skuli leiða til bótaskyldu af hálfu ríkisins upp á tuttugu milljónir króna er eiginlega fyrir utan og ofan allt velsæmi að mínu mati.“ Hann sagði málið enn fáránlegra í samhengi við hinar bæturnar. „Ég brest bara við með sama hætti og auðvitað almenningur gerir. Þetta ósamræmi á milli þessara tveggja hluta, þetta er svo himinhrópandi að þetta tekur eiginlega engu tali.“ Aðspurður hvort hann skildi reiði fólks, sagðist Páll skilja hana mætavel. Annað væri ekki hægt. „Ef við horfum á tilefnin tvö og síðan bæturnar í hvoru tilviki fyrir sig, þá er þetta auðvitað fyrir utan og ofan skilning venjulegs fólks. Þar með talið fyrir utan og ofan minn skilning,“ sagði Páll. Hlusta má á þennan hluta Reykjavík síðdegis hér að neðan.
Alþingi Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þingvellir Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Fá fimm milljónir í bætur frá ríkinu vegna andláts barns síns Dauði nýfædds drengs á fæðingardeild Landspítalans var rakinn til vanrækslu starfsfólks spítalans. 22. janúar 2020 18:37 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 „Í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt“ Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjóna, sem fá milljónir í bætur í ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést, segir upphæð bótanna byggða á tíu ára gömlu dómafordæmi Hæstaréttar í sambærilegu máli. 23. janúar 2020 13:15 Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24
Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56
Fá fimm milljónir í bætur frá ríkinu vegna andláts barns síns Dauði nýfædds drengs á fæðingardeild Landspítalans var rakinn til vanrækslu starfsfólks spítalans. 22. janúar 2020 18:37
Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06
„Í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt“ Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjóna, sem fá milljónir í bætur í ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést, segir upphæð bótanna byggða á tíu ára gömlu dómafordæmi Hæstaréttar í sambærilegu máli. 23. janúar 2020 13:15
Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05