NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 07:00 Á leik Phoenix Suns og Memphis Grizzlies var ein röðin tóm í áhorfendastúkunni þar sem var skilti sem á stóð: Hvíldu í friði Kobe. AP/Brandon Dill Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. Damian Lillard var fyrsti leikmaðurinn í sögu Portland Trail Blazers sem skorað yfir 40 stig í þremur leikjum í röð. Nýliðinn Zion Williamson lék sinn þriðja leik með New Orleans Pelicans og fagnaði sínum fyrsta sigri. Damian Lillard puts up 50 PTS (8 3PM) and 13 AST in the @trailblazers home win. pic.twitter.com/fF94wNo7qE— NBA (@NBA) January 27, 2020 Damian Lillard var með 50 stig og 13 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 139-129 sigur á Indiana Pacers. CJ McCollum kom til baka eftir þriggja leikja fjarveru vegna ökklameiðsla og bætti við 28 stigum og miðherjinn Hassan Whiteside var með 21 stig og 14 fráköst. Það var 24 sekúndna þögn fyrir leikinn en liðin gerðu meira í að minnast Kobe Bryant. Í upphafi leiksins lét Portland Trail Blazers 24 sekúndna klukkuna renna út og strax í framhaldinu fékk Indiana Pacers svo dæmdar á sig átta sekúndur. Kobe Bryant spilaði einmitt í treyjum 24 og 8 á ferlinum. Lið Memphis Grizzlies og Phoenix Suns höfðu sama háttinn á. Domantas Sabonis var með þrennu á móti liðinu sem faðir hans, Arvydas, spilaði með á sínum tíma en Sabonis skoraði 27 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Hann var með þrennu annan sunnudaginn í röð. Lonzo lobs the alley-oop to Zion from out of bounds. pic.twitter.com/VSbhtxWP14— NBA (@NBA) January 27, 2020 Zion Williamson var með 21 stig og 11 fráköst á aðeins 27 mínútum þegar New Orleans Pelicans vann 123-108 sigur á Boston Celtics. Zion skoraði meðal annars átta stig á síðustu þremur mínútum leiksins þar á meðal skoraði hann með troðslu og fékk víti að auki. Bæði liðin létu 24 sekúndu klukkuna renna út í upphafi leiks. Trae Young pays tribute to Kobe Bryant by wearing No. 8 to start the game, and then leads the @ATLHawks to victory with 45 PTS and 14 AST. pic.twitter.com/FHzRcCzeqn— NBA (@NBA) January 27, 2020 Trae Young var með 45 stig og 14 stoðsendingar og horfði margsinnis upp til himna (til Kobe) þegar lið hans Atlanta Hawks vann 152-133 sigur á Washington Wizards.Pascal Siakam skoraði 35 stig í sigri Toronto Raptors á San Antonio Spurs en bæði lið minntust Kobe Bryant með því að láta 24 sekúndna klukkuna renna út í byrjun leiks.Kawhi Leonard skoraði 15 af 31 stigi sínum í þriðja leikhlutanum þegar Los Angeles Clippers vann 112-97 sigur á Orlando Magic.Nikola Jokic náði níundu þrennu sinni á tímabilinu, 24 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar, þegar Denver Nuggets vann 117-110 sigur á liði Houston Rockets. James Harden lék ekki með Houston en Russell Westbrook skoraði 32 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Indiana Pacers 139 - 129 Atlanta Hawks - Washington Wizards 152-133 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 114-109 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 123-108 New York Knicks - Brooklyn Nets 110-97 Orlando Magic - Los Angeles Clippers 97-112 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 106-110 Denver Nuggets - Houston Rockets 117-110 The New Orleans Pelicans and the Boston Celtics started the game by each taking 24-second shot-clock violations in honor of Kobe Bryant. pic.twitter.com/AA3ntFpLtc— NBA (@NBA) January 27, 2020 The New York Knicks and Madison Square Garden pay tribute to Kobe Bryant and his daughter, Gianna. pic.twitter.com/KmNlTlDQXT— NBA (@NBA) January 27, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. Damian Lillard var fyrsti leikmaðurinn í sögu Portland Trail Blazers sem skorað yfir 40 stig í þremur leikjum í röð. Nýliðinn Zion Williamson lék sinn þriðja leik með New Orleans Pelicans og fagnaði sínum fyrsta sigri. Damian Lillard puts up 50 PTS (8 3PM) and 13 AST in the @trailblazers home win. pic.twitter.com/fF94wNo7qE— NBA (@NBA) January 27, 2020 Damian Lillard var með 50 stig og 13 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 139-129 sigur á Indiana Pacers. CJ McCollum kom til baka eftir þriggja leikja fjarveru vegna ökklameiðsla og bætti við 28 stigum og miðherjinn Hassan Whiteside var með 21 stig og 14 fráköst. Það var 24 sekúndna þögn fyrir leikinn en liðin gerðu meira í að minnast Kobe Bryant. Í upphafi leiksins lét Portland Trail Blazers 24 sekúndna klukkuna renna út og strax í framhaldinu fékk Indiana Pacers svo dæmdar á sig átta sekúndur. Kobe Bryant spilaði einmitt í treyjum 24 og 8 á ferlinum. Lið Memphis Grizzlies og Phoenix Suns höfðu sama háttinn á. Domantas Sabonis var með þrennu á móti liðinu sem faðir hans, Arvydas, spilaði með á sínum tíma en Sabonis skoraði 27 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Hann var með þrennu annan sunnudaginn í röð. Lonzo lobs the alley-oop to Zion from out of bounds. pic.twitter.com/VSbhtxWP14— NBA (@NBA) January 27, 2020 Zion Williamson var með 21 stig og 11 fráköst á aðeins 27 mínútum þegar New Orleans Pelicans vann 123-108 sigur á Boston Celtics. Zion skoraði meðal annars átta stig á síðustu þremur mínútum leiksins þar á meðal skoraði hann með troðslu og fékk víti að auki. Bæði liðin létu 24 sekúndu klukkuna renna út í upphafi leiks. Trae Young pays tribute to Kobe Bryant by wearing No. 8 to start the game, and then leads the @ATLHawks to victory with 45 PTS and 14 AST. pic.twitter.com/FHzRcCzeqn— NBA (@NBA) January 27, 2020 Trae Young var með 45 stig og 14 stoðsendingar og horfði margsinnis upp til himna (til Kobe) þegar lið hans Atlanta Hawks vann 152-133 sigur á Washington Wizards.Pascal Siakam skoraði 35 stig í sigri Toronto Raptors á San Antonio Spurs en bæði lið minntust Kobe Bryant með því að láta 24 sekúndna klukkuna renna út í byrjun leiks.Kawhi Leonard skoraði 15 af 31 stigi sínum í þriðja leikhlutanum þegar Los Angeles Clippers vann 112-97 sigur á Orlando Magic.Nikola Jokic náði níundu þrennu sinni á tímabilinu, 24 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar, þegar Denver Nuggets vann 117-110 sigur á liði Houston Rockets. James Harden lék ekki með Houston en Russell Westbrook skoraði 32 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Indiana Pacers 139 - 129 Atlanta Hawks - Washington Wizards 152-133 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 114-109 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 123-108 New York Knicks - Brooklyn Nets 110-97 Orlando Magic - Los Angeles Clippers 97-112 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 106-110 Denver Nuggets - Houston Rockets 117-110 The New Orleans Pelicans and the Boston Celtics started the game by each taking 24-second shot-clock violations in honor of Kobe Bryant. pic.twitter.com/AA3ntFpLtc— NBA (@NBA) January 27, 2020 The New York Knicks and Madison Square Garden pay tribute to Kobe Bryant and his daughter, Gianna. pic.twitter.com/KmNlTlDQXT— NBA (@NBA) January 27, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti